Segir Ísland aldrei hafa átt jafn sterkt landslið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. júní 2022 09:01 Sara Björk Gunnarsdóttir hefur spilað með landsliðinu síðan 2007. Hún telur að það hafi sjaldan eða aldrei verið jafn gott og núna. vísir/vilhelm Sara Björk Gunnarsdóttir segir að íslenska kvennalandsliðið hafi líklega aldrei verið jafn vel skipað og um þessar mundir. Sara er á leið á sitt fjórða Evrópumót á Englandi í júlí. Ísland tapaði öllum leikjunum sínum á EM 2009 og 2017 en komst í átta liða úrslit 2013. „Fyrsta stórmótið sem við fórum á, það var smá gleði að komast þangað. Maður lenti smá á vegg að spila við allar þessar stóru þjóðir. Sjálf var ég átján ára að spila við þessa stóru leikmenn. Eftirminnilegast var þegar við komust upp úr riðlinum. Það var ótrúlega stórt,“ sagði Sara í samtali við Vísi fyrir leik Íslands og Tékklands í undankeppni HM um miðjan apríl. Sara segir íslenska hópinn í dag mjög sterkan enda margir leikmenn liðsins á mála hjá öflugum liðum erlendis. „Svo sér maður þróunina á hópnum. Við höfum örugglega aldrei verið með svona marga atvinnumenn, hvað þá í svona ótrúlega sterkum liðum og deildum. Maður er ennþá spenntari fyrir þessu stórmóti, að sjá hvernig okkur muni ganga því við erum með frábæran hóp. Ég er ótrúlega bjartsýn fyrir þennan riðil. Hann er sterkur en ég held að við eigum möguleika á að komast upp úr honum. Þetta verður ótrúlega spennandi,“ sagði Sara. Klippa: Sara um styrk landsliðsins En hefur Ísland einhvern tímann átt jafn sterkt landslið og nú? „Eins og þróunin er núna held ég ekki. Bara það að við séum allar að spila á svona háu getustigi gefur liðinu ótrúlega mikið. Það gefur leikmönnum og liðinu sjálfstraust,“ svaraði Sara. „Líka hvernig landsliðið hefur spilað undanfarið og leikmennirnir sem hafa komið inn; margir X-faktorar sem við höfum þurft á að halda. Hópurinn er geggjaður og við eigum góða möguleika.“ Ísland er með Belgíu, Ítalíu og Frakklandi í riðli á EM í Englandi sem hefst 6. júlí. EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Sara fékk ekki þann stuðning sem hún vonaðist eftir frá Lyon Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska fótboltalandsliðsins, yfirgefur Lyon í sumar þegar samningur hennar við félagið rennur út. 18. maí 2022 09:01 Hæstánægð eftir skiptin til Puma: „Fannst Nike ekki gera nógu mikið“ Puma hafði gengið með grasið í skónum eftir Söru Björk Gunnarsdóttur í tvö ár áður en hún samdi við íþróttavöruframleiðandann. Hún segir að Puma geri meira fyrir sig en Nike sem hún var áður samningsbundinn. 5. maí 2022 09:00 Mest lesið Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Þorleifur snýr heim í Breiðablik Íslenski boltinn Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Wenger á móti umbuninni sem Man. Utd og Tottenham þrá Þorleifur snýr heim í Breiðablik Staðfestir brottför frá Liverpool Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Sjá meira
Sara er á leið á sitt fjórða Evrópumót á Englandi í júlí. Ísland tapaði öllum leikjunum sínum á EM 2009 og 2017 en komst í átta liða úrslit 2013. „Fyrsta stórmótið sem við fórum á, það var smá gleði að komast þangað. Maður lenti smá á vegg að spila við allar þessar stóru þjóðir. Sjálf var ég átján ára að spila við þessa stóru leikmenn. Eftirminnilegast var þegar við komust upp úr riðlinum. Það var ótrúlega stórt,“ sagði Sara í samtali við Vísi fyrir leik Íslands og Tékklands í undankeppni HM um miðjan apríl. Sara segir íslenska hópinn í dag mjög sterkan enda margir leikmenn liðsins á mála hjá öflugum liðum erlendis. „Svo sér maður þróunina á hópnum. Við höfum örugglega aldrei verið með svona marga atvinnumenn, hvað þá í svona ótrúlega sterkum liðum og deildum. Maður er ennþá spenntari fyrir þessu stórmóti, að sjá hvernig okkur muni ganga því við erum með frábæran hóp. Ég er ótrúlega bjartsýn fyrir þennan riðil. Hann er sterkur en ég held að við eigum möguleika á að komast upp úr honum. Þetta verður ótrúlega spennandi,“ sagði Sara. Klippa: Sara um styrk landsliðsins En hefur Ísland einhvern tímann átt jafn sterkt landslið og nú? „Eins og þróunin er núna held ég ekki. Bara það að við séum allar að spila á svona háu getustigi gefur liðinu ótrúlega mikið. Það gefur leikmönnum og liðinu sjálfstraust,“ svaraði Sara. „Líka hvernig landsliðið hefur spilað undanfarið og leikmennirnir sem hafa komið inn; margir X-faktorar sem við höfum þurft á að halda. Hópurinn er geggjaður og við eigum góða möguleika.“ Ísland er með Belgíu, Ítalíu og Frakklandi í riðli á EM í Englandi sem hefst 6. júlí.
EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Sara fékk ekki þann stuðning sem hún vonaðist eftir frá Lyon Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska fótboltalandsliðsins, yfirgefur Lyon í sumar þegar samningur hennar við félagið rennur út. 18. maí 2022 09:01 Hæstánægð eftir skiptin til Puma: „Fannst Nike ekki gera nógu mikið“ Puma hafði gengið með grasið í skónum eftir Söru Björk Gunnarsdóttur í tvö ár áður en hún samdi við íþróttavöruframleiðandann. Hún segir að Puma geri meira fyrir sig en Nike sem hún var áður samningsbundinn. 5. maí 2022 09:00 Mest lesið Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Þorleifur snýr heim í Breiðablik Íslenski boltinn Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Wenger á móti umbuninni sem Man. Utd og Tottenham þrá Þorleifur snýr heim í Breiðablik Staðfestir brottför frá Liverpool Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Sjá meira
Sara fékk ekki þann stuðning sem hún vonaðist eftir frá Lyon Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska fótboltalandsliðsins, yfirgefur Lyon í sumar þegar samningur hennar við félagið rennur út. 18. maí 2022 09:01
Hæstánægð eftir skiptin til Puma: „Fannst Nike ekki gera nógu mikið“ Puma hafði gengið með grasið í skónum eftir Söru Björk Gunnarsdóttur í tvö ár áður en hún samdi við íþróttavöruframleiðandann. Hún segir að Puma geri meira fyrir sig en Nike sem hún var áður samningsbundinn. 5. maí 2022 09:00