„Á þeim tíma vildum við meina að við værum undirbúnar en svo lærir maður ýmislegt eftir á“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. júní 2022 09:00 Glódís Perla Viggósdóttir er á leið á sitt þriðja Evrópumót. vísir/bjarni Glódís Perla Viggósdóttir segir að ef til vill hafi leikmenn kvennalandsliðsins í fótbolta ekki alveg verið tilbúnir fyrir alla athyglina og pressuna á síðasta Evrópumóti. Miklar væntingar voru gerðar til landsliðsins fyrir EM 2017 og áhuginn á því hafði aldrei verið jafn mikill. En illa gekk á mótinu, Ísland tapaði öllum þremur leikjunum sínum og lenti í neðsta sæti síns riðils. En var pressan og athyglin of mikil fyrir íslenska liðið? „Það er svo erfitt að segja. Á þeim tíma vildum við meina að við værum undirbúnar en svo lærir maður ýmislegt eftir á. En ég held við séum betur undirbúnar núna,“ sagði Glódís í samtali við Vísi fyrir leik Íslands og Tékklands í undankeppni HM í apríl. Íslenska liðið er á leið á EM í Englandi í júlí. „Við erum með fleiri leikmenn sem eru í stóru umhverfi, í þessu á hverjum degi þannig að það að fara inn í stórmót verður ekkert svo frábrugðið því að spila í Meistaradeildinni eða deildunum sem við erum í. Ég held að munurinn verði svolítið þar. Það verður vonandi aðeins rólegri stemmning á hótelinu og afslappaðra heilt yfir.“ Klippa: Glódís um pressuna á síðasta EM Glódís segir samt að íslenska liðið vilji hafa pressu á sér og geri kannski mestu væntingarnar til sín sjálfar. „Klárlega og við setjum mikla pressu á okkur sjálfar og ætlum okkur að fara upp úr riðlinum. Við náðum því ekki síðast en það er klárlega markmiðið núna,“ sagði Glódís en Ísland er með Ítalíu, Belgíu og Frakklandi í riðli á EM. „Við áttum okkur samt á að þetta er ekki auðvelt verkefni eða auðvelt markmið sem við höfum sett okkur. Við erum í gífurlega sterkum riðli en höfum þróast ótrúlega sem lið og ég held við getum á góðum degi unnið leikina í riðlinum og komið okkur áfram. Og ef maður kemst upp úr riðlinum er þetta eiginlega nýtt mót.“ Klippa: Glódís um markmiðið á EM Glódís er á leið á sitt þriðja Evrópumót. Hún kom við sögu í þremur af fjórum leikjum Íslands á EM 2013 og lék svo hverja einustu mínútu í öllum þremur leikjunum á EM fyrir fimm árum. Landslið kvenna í fótbolta EM 2022 í Englandi Tengdar fréttir „Var hætt að vera stressuð fyrir leiki“ Glódís Perla Viggósdóttir, landsliðskona í fótbolta, fann að hún þurfti á nýrri áskorun að halda í fyrra. Hún gekk þá í raðir Bayern München frá Rosengård. 23. maí 2022 09:01 Glódís byrjaði fyrir löngu að undirbúa lífið eftir ferilinn: „Getur alltaf eitthvað komið upp á“ Þrátt fyrir að vera enn á besta aldri sem fótboltakona er langt síðan Glódís Perla Viggósdóttir byrjaði að búa sig undir lífið eftir að skórnir fara á hilluna. 14. maí 2022 09:00 „Slæ metið hennar Söru og hætti svo“ Þrátt fyrir að vera aðeins 26 ára hefur Glódís Perla Viggósdóttir spilað 101 A-landsleik fyrir Íslands hönd. Hún er ekki viss hvort hún nái tvö hundruð landsleikjum en vill allavega bæta leikjamet landsliðsins. 10. maí 2022 09:01 Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Sjá meira
Miklar væntingar voru gerðar til landsliðsins fyrir EM 2017 og áhuginn á því hafði aldrei verið jafn mikill. En illa gekk á mótinu, Ísland tapaði öllum þremur leikjunum sínum og lenti í neðsta sæti síns riðils. En var pressan og athyglin of mikil fyrir íslenska liðið? „Það er svo erfitt að segja. Á þeim tíma vildum við meina að við værum undirbúnar en svo lærir maður ýmislegt eftir á. En ég held við séum betur undirbúnar núna,“ sagði Glódís í samtali við Vísi fyrir leik Íslands og Tékklands í undankeppni HM í apríl. Íslenska liðið er á leið á EM í Englandi í júlí. „Við erum með fleiri leikmenn sem eru í stóru umhverfi, í þessu á hverjum degi þannig að það að fara inn í stórmót verður ekkert svo frábrugðið því að spila í Meistaradeildinni eða deildunum sem við erum í. Ég held að munurinn verði svolítið þar. Það verður vonandi aðeins rólegri stemmning á hótelinu og afslappaðra heilt yfir.“ Klippa: Glódís um pressuna á síðasta EM Glódís segir samt að íslenska liðið vilji hafa pressu á sér og geri kannski mestu væntingarnar til sín sjálfar. „Klárlega og við setjum mikla pressu á okkur sjálfar og ætlum okkur að fara upp úr riðlinum. Við náðum því ekki síðast en það er klárlega markmiðið núna,“ sagði Glódís en Ísland er með Ítalíu, Belgíu og Frakklandi í riðli á EM. „Við áttum okkur samt á að þetta er ekki auðvelt verkefni eða auðvelt markmið sem við höfum sett okkur. Við erum í gífurlega sterkum riðli en höfum þróast ótrúlega sem lið og ég held við getum á góðum degi unnið leikina í riðlinum og komið okkur áfram. Og ef maður kemst upp úr riðlinum er þetta eiginlega nýtt mót.“ Klippa: Glódís um markmiðið á EM Glódís er á leið á sitt þriðja Evrópumót. Hún kom við sögu í þremur af fjórum leikjum Íslands á EM 2013 og lék svo hverja einustu mínútu í öllum þremur leikjunum á EM fyrir fimm árum.
Landslið kvenna í fótbolta EM 2022 í Englandi Tengdar fréttir „Var hætt að vera stressuð fyrir leiki“ Glódís Perla Viggósdóttir, landsliðskona í fótbolta, fann að hún þurfti á nýrri áskorun að halda í fyrra. Hún gekk þá í raðir Bayern München frá Rosengård. 23. maí 2022 09:01 Glódís byrjaði fyrir löngu að undirbúa lífið eftir ferilinn: „Getur alltaf eitthvað komið upp á“ Þrátt fyrir að vera enn á besta aldri sem fótboltakona er langt síðan Glódís Perla Viggósdóttir byrjaði að búa sig undir lífið eftir að skórnir fara á hilluna. 14. maí 2022 09:00 „Slæ metið hennar Söru og hætti svo“ Þrátt fyrir að vera aðeins 26 ára hefur Glódís Perla Viggósdóttir spilað 101 A-landsleik fyrir Íslands hönd. Hún er ekki viss hvort hún nái tvö hundruð landsleikjum en vill allavega bæta leikjamet landsliðsins. 10. maí 2022 09:01 Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Sjá meira
„Var hætt að vera stressuð fyrir leiki“ Glódís Perla Viggósdóttir, landsliðskona í fótbolta, fann að hún þurfti á nýrri áskorun að halda í fyrra. Hún gekk þá í raðir Bayern München frá Rosengård. 23. maí 2022 09:01
Glódís byrjaði fyrir löngu að undirbúa lífið eftir ferilinn: „Getur alltaf eitthvað komið upp á“ Þrátt fyrir að vera enn á besta aldri sem fótboltakona er langt síðan Glódís Perla Viggósdóttir byrjaði að búa sig undir lífið eftir að skórnir fara á hilluna. 14. maí 2022 09:00
„Slæ metið hennar Söru og hætti svo“ Þrátt fyrir að vera aðeins 26 ára hefur Glódís Perla Viggósdóttir spilað 101 A-landsleik fyrir Íslands hönd. Hún er ekki viss hvort hún nái tvö hundruð landsleikjum en vill allavega bæta leikjamet landsliðsins. 10. maí 2022 09:01