„Ég hugsaði: Vá, það er eitthvað mikið í vændum“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. júní 2022 08:00 Karólína Lea Vilhjálmsdóttir í leik U-19 ára liða Íslands og Þýskalands fyrir tveimur árum. Íslendingar unnu 2-0 sigur. getty/Johannes Simon Karólína Lea Vilhjálmsdóttir segir að það hafi hjálpað sér að hafa koma inn í íslenska landsliðið á sama tíma og nokkrir aðrir leikmenn á svipuðum aldri. Fyrir tveimur árum tók Jón Þór Hauksson, þáverandi landsliðsþjálfari, Karólínu og fleiri unga leikmenn, meðal annars Sveindísi Jane Jónsdóttur og Alexöndru Jóhannsdóttur, inn í landsliðið. „Það var góður árgangur að koma upp. Það hjálpaði mjög mikið að hafði spilað með nokkrum þeirra áður. Maður kom ekki inn í eitthvað alveg nýtt,“ sagði Karólína þegar blaðamaður Vísis settist niður með henni fyrir leik Íslands og Tékklands í undankeppni HM í apríl. „Jón Þór hækkaði rána með því að þora að spila yngri leikmönnum. Það var mjög gott hjá honum og það var þægilegt að hafa einhverja sem maður þekkti. Mér finnst frábær blanda í landsliðinu, af yngri og eldri leikmönnum.“ Klippa: Karólína um nýju kynslóðina Karólína var fyrirliði U-19 ára landsliðsins sem vann alla leiki sína á sterku móti á La Manga í mars 2020. Ísland sigraði Sviss 4-1, Ítalíu 7-1 og loks Þýskaland 2-0. Að sögn Karólínu sýndi sérstaklega sigurinn á Þjóðverjum að þessi hópur, leikmanna fæddra 2001-03, gæti náð langt. „Klárlega, ég man vel eftir þessum leik. Við byrjuðum á að hápressa þær og þær áttu ekki möguleika. Ég hugsaði: vá, það er eitthvað mikið í vændum, að koma inn í A-landsliðið,“ sagði Karólína. „Ég talaði við Glódísi [Perlu Viggósdóttur] og spurði hvernig henni hafi liðið þegar þessir yngri leikmenn komu inn í landsliðið. Hún sagðist hafa hugsað að einhver geggjuð kynslóð væri að koma núna. Ég held að allir hafi verið mjög spenntir yfir þessum úrslitum gegn Þýskalandi.“ Því miður fyrir Karólínu og stöllur hennar í U-19 ára liðinu gátu þær ekki spilað á lokamótinu sem var blásið af vegna kórónuveirufaraldursins. Sjö af þeim ellefu leikmönnum sem byrjuðu leikinn gegn Þýskalandi hafa leikið með A-landsliðinu: Karólína, Sveindís, Cecilía Rán Rúnarsdóttir, Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir, Hafrún Rakel Halldórsdóttir, Barbára Sól Gísladóttir og Ída Marín Hermannsdóttir. Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Elska að spila með fyrirmyndunum: „Hélt það yrði miklu erfiðara að komast inn í þetta“ Tvær af ungu stjörnum íslenska kvennalandsliðsins njóta þess að spila með eldri leikmönnum liðsins sem þær hafa litið lengi upp til. 20. maí 2022 09:01 Erfið byrjun hjá Bayern: „Mamma kom til mín í heilan mánuð til að styrkja mig andlega“ Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, landsliðskona í fótbolta, viðurkennir að fyrstu mánuðirnar hjá Bayern München hafi reynt á. Það hafi hins vegar hjálpað mikið þegar hún fékk tvo íslenska samherja. 3. maí 2022 09:00 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Fleiri fréttir Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Sjá meira
Fyrir tveimur árum tók Jón Þór Hauksson, þáverandi landsliðsþjálfari, Karólínu og fleiri unga leikmenn, meðal annars Sveindísi Jane Jónsdóttur og Alexöndru Jóhannsdóttur, inn í landsliðið. „Það var góður árgangur að koma upp. Það hjálpaði mjög mikið að hafði spilað með nokkrum þeirra áður. Maður kom ekki inn í eitthvað alveg nýtt,“ sagði Karólína þegar blaðamaður Vísis settist niður með henni fyrir leik Íslands og Tékklands í undankeppni HM í apríl. „Jón Þór hækkaði rána með því að þora að spila yngri leikmönnum. Það var mjög gott hjá honum og það var þægilegt að hafa einhverja sem maður þekkti. Mér finnst frábær blanda í landsliðinu, af yngri og eldri leikmönnum.“ Klippa: Karólína um nýju kynslóðina Karólína var fyrirliði U-19 ára landsliðsins sem vann alla leiki sína á sterku móti á La Manga í mars 2020. Ísland sigraði Sviss 4-1, Ítalíu 7-1 og loks Þýskaland 2-0. Að sögn Karólínu sýndi sérstaklega sigurinn á Þjóðverjum að þessi hópur, leikmanna fæddra 2001-03, gæti náð langt. „Klárlega, ég man vel eftir þessum leik. Við byrjuðum á að hápressa þær og þær áttu ekki möguleika. Ég hugsaði: vá, það er eitthvað mikið í vændum, að koma inn í A-landsliðið,“ sagði Karólína. „Ég talaði við Glódísi [Perlu Viggósdóttur] og spurði hvernig henni hafi liðið þegar þessir yngri leikmenn komu inn í landsliðið. Hún sagðist hafa hugsað að einhver geggjuð kynslóð væri að koma núna. Ég held að allir hafi verið mjög spenntir yfir þessum úrslitum gegn Þýskalandi.“ Því miður fyrir Karólínu og stöllur hennar í U-19 ára liðinu gátu þær ekki spilað á lokamótinu sem var blásið af vegna kórónuveirufaraldursins. Sjö af þeim ellefu leikmönnum sem byrjuðu leikinn gegn Þýskalandi hafa leikið með A-landsliðinu: Karólína, Sveindís, Cecilía Rán Rúnarsdóttir, Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir, Hafrún Rakel Halldórsdóttir, Barbára Sól Gísladóttir og Ída Marín Hermannsdóttir.
Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Elska að spila með fyrirmyndunum: „Hélt það yrði miklu erfiðara að komast inn í þetta“ Tvær af ungu stjörnum íslenska kvennalandsliðsins njóta þess að spila með eldri leikmönnum liðsins sem þær hafa litið lengi upp til. 20. maí 2022 09:01 Erfið byrjun hjá Bayern: „Mamma kom til mín í heilan mánuð til að styrkja mig andlega“ Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, landsliðskona í fótbolta, viðurkennir að fyrstu mánuðirnar hjá Bayern München hafi reynt á. Það hafi hins vegar hjálpað mikið þegar hún fékk tvo íslenska samherja. 3. maí 2022 09:00 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Fleiri fréttir Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Sjá meira
Elska að spila með fyrirmyndunum: „Hélt það yrði miklu erfiðara að komast inn í þetta“ Tvær af ungu stjörnum íslenska kvennalandsliðsins njóta þess að spila með eldri leikmönnum liðsins sem þær hafa litið lengi upp til. 20. maí 2022 09:01
Erfið byrjun hjá Bayern: „Mamma kom til mín í heilan mánuð til að styrkja mig andlega“ Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, landsliðskona í fótbolta, viðurkennir að fyrstu mánuðirnar hjá Bayern München hafi reynt á. Það hafi hins vegar hjálpað mikið þegar hún fékk tvo íslenska samherja. 3. maí 2022 09:00