Framkvæmdastjóri Ford vill loka umboðum og hætta að auglýsa Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 4. júní 2022 07:02 Jim Farley, framkvæmdastjóri Ford. Jim Farley vill selja rafknúna Ford bíla á netinu, losa Ford við lagerstöðu umboðanna og breyta núverandi sölustöðum í háklassa þjónustumiðstöðvar. Ford vill gera hlutina öðruvísi á meðan fyrirtækið kemur sér fyrir á rafbílamarkaði. Jim Farley flutti ræðu nýlega þar sem hann staðfesti áætlanir sínar um að uppsafnaður lager verði losaður og umboð gerð að þjónustumiðstöðvum. Farley staðfesti að Ford ætlar að selja rafbíla á netinu, þar er ekki hægt að þrætta um verðið og umboðsaðilar sem eru með fullar geymslur af forpöntuðum bílum munu heyra sögunni til. Ford F-150 Lightning. „Við verðum að snúa okkur að óumsemjanlegu verði. Við verðum að fara 100% á netið og hætta að vera með lager á mörgum stöðum. Við viljum engan lager, 100% fjarafgreiðslu og sendingar,“ sagði Farley við. Stafræn bílasala, þar sem kaupendur nota einungis heimasíðu til að panta bíla, jafngildir þriðjungi allrar sölu nýrra bíla í Bandaríkjunum. Í samtali við Bloomberg bætti Farley við að hann ætlaði að hætta alveg að auglýsa bíla framleiðandans alveg. Ford er í dag einn stærsti kaupandi auglýsinga í heiminum. Ford eyðir rúmlega 3 milljörðum dollara í auglýsingar á ári sem jafngildir um 389 milljörðum króna. Ford keypti engar auglýsingar fyrir Munstang Mach-E og F-150 Lightning og báðir eru uppseldir. Þegar kemur að rafbílum „er ég ekki viss um að við þurfum auglýsingar,“ sagði Farley. Vistvænir bílar Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Innlent
Ford vill gera hlutina öðruvísi á meðan fyrirtækið kemur sér fyrir á rafbílamarkaði. Jim Farley flutti ræðu nýlega þar sem hann staðfesti áætlanir sínar um að uppsafnaður lager verði losaður og umboð gerð að þjónustumiðstöðvum. Farley staðfesti að Ford ætlar að selja rafbíla á netinu, þar er ekki hægt að þrætta um verðið og umboðsaðilar sem eru með fullar geymslur af forpöntuðum bílum munu heyra sögunni til. Ford F-150 Lightning. „Við verðum að snúa okkur að óumsemjanlegu verði. Við verðum að fara 100% á netið og hætta að vera með lager á mörgum stöðum. Við viljum engan lager, 100% fjarafgreiðslu og sendingar,“ sagði Farley við. Stafræn bílasala, þar sem kaupendur nota einungis heimasíðu til að panta bíla, jafngildir þriðjungi allrar sölu nýrra bíla í Bandaríkjunum. Í samtali við Bloomberg bætti Farley við að hann ætlaði að hætta alveg að auglýsa bíla framleiðandans alveg. Ford er í dag einn stærsti kaupandi auglýsinga í heiminum. Ford eyðir rúmlega 3 milljörðum dollara í auglýsingar á ári sem jafngildir um 389 milljörðum króna. Ford keypti engar auglýsingar fyrir Munstang Mach-E og F-150 Lightning og báðir eru uppseldir. Þegar kemur að rafbílum „er ég ekki viss um að við þurfum auglýsingar,“ sagði Farley.
Vistvænir bílar Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Innlent