Þrátt fyrir að stríð geysi enn í Úkraínu er vonast til að deildarkeppnir, frá efstu og niður í þá neðstu, bæði í fótbolta karla og kvenna, komist af stað í ágúst. Það muni bæta líðan og móral þjóðarinnar, samkvæmt forseta knattspyrnusambandsins.
Andriy Pavelko, forseti úkraínska sambandsins, segist hafa átt samræður við Volodymyr Zelenskyi, forseta landsins, um hversu sterkur fótboltinn getur verið til að hjálpa fólki að hugsa um framtíðina, vegna þess að núna er fólk auðvitað ekki á góðum stað andlega,
Deildarkeppni í Úkraínu var flautuð af í febrúar eftir innrás Rússa. Árásir voru víða um Úkraínu en nú einskorðast átök að mestu við austurhluta landsins. Í höfuðborginni Kiev og víðar hefur líf flestra orðið líkara því sem var fyrir átökin, og nú er stefnt á að fótboltinn verði á meðal þeirra hluta sem tryggi eðlilegra ástand enn frekar í skorðum.
Úkraínska landsliðið var nálægt því að komast á HM sem fer fram í Katar í vetur en liðið tapaði 1-0 fyrir Wales í umspilsleik um sæti á mótinu í dag.