SoftBank Vision sjóðurinn leiddi umferðina ásamt einkafjárfestingahluta eignastýringar Goldman Sachs. Ásamt þeim tóku fyrri fjárfestar einnig þátt, þar á meðal Prosche og InvestIndustrial.
Rimac skiptist í tvær megin einingar, Rimac Technology, sem smíðar íhluti í hraðskreiða rafbíla) og Bugatti Rimac, sem er bílaframleiðandinn sem varð til við samruna Rimac og Bugatti.
Rimac Technology á þegar í samstarfi við Porsche, Hyundai, Automobili Pininfarina, Koenigsegg og Aston Martin. Bugatti Rimac er að leggja lokahönd á smíði últrarafbílsins Rimac Nevera.
Eitt stærsta verkefnið sem mun njóta góðs af fjármagninu er stækkun á Rimac verksmiðjunni, sem mun auka framleiðslugetu Rimac Technology talsvert. Auk þess mun svæðið hýsa höfuðstöðvar Bugatti Rimac og verða framleiðslustaður fyrir Nevera.

„Rimac hefur uppi metnaðarfullar áætlanir um vöst á næstu árum og við erum auðmjúk gagnvart þeim umtalsverða stuðningi sem nýir fjárfestar hafa sýnt okkur eins og SoftBank Vision Fund 2 og eignastýring Goldman Sachs sem trúa á sýn okkar. Við erum einnig afar þakklát Porsche og Investinfustrial sem hafa spilað stórt hlutverk í árangri okkar hingað til og með nýjum fjárfestingum sýna þau að þeirra stuðningur er enn til staðar. Við horfum til þess að stækka fyrirtækið hratt, koma á legg nýjum framleiðsluferlum til að mæta þörf bíla heimsins, ráða 700 nýja liðsfélaga á árinu 2022, opna nýjar skrifstofur víðsvegar í Evrópu og stækka framleiðsluteymið á svæðinu okkar og umfram það. Stuðningur sérfróðra fjárfesta okkar er ómetanlegur á þessu ferðalagi í gegnum óplægðan akur. Ég vil einnig þakka öllu okkar starfsfólki, án þeirra og erfiðisins sem þau hafa lagt á sig, dugnaði og hollustu við sýn Rimac, værum við ekki hér í dag,“ sagði Mate Rimac, framkvæmdastjóri Rimac í yfirlýsingu vegna frétta af fjárfestingunni.