„Ég vil að menn fari í A-landsliðið“ Valur Páll Eiríksson skrifar 7. júní 2022 15:00 Davíð Snorri Jónasson, þjálfari U21-árs landsliðsins, segir sína menn þurfa að einblína á sjálfa sig. Vísir/Stöð 2 Davíð Snorri Jónasson, þjálfari undir 21 árs landsliðs Íslands, segir leikmenn liðsins hafa fylgst vel með þegar Kýpur vann Grikkland 3-0 í riðli Íslands í gær. Úrslitin halda vonum Íslands um EM-sæti á lífi. „Úrslitin í gær þýða það allavega að við erum ennþá með möguleika en Grikkirnir hafa svo sem enn stjórnina á riðlinum, varðandi einhver örlög. En við þurfum að byrja á því að spila vel á morgun og tengja góðar frammistöður, við þurfum að hugsa um okkur og getum lítið pælt í því hvað Grikkland er að gera.“ segir Davíð Snorri sem segir jafnframt að menn hafi fylgst vel með leik Grikklands og Kýpur í gær, þrátt fyrir að æfing hafi staðið yfir á sama tíma. „Menn voru að fylgjast með fyrri hálfleiknum en svo fórum við á æfingu og þeir þóttust ekki vera að fylgjast með þessu en voru allir með þetta í úrinu og eitthvað svoleiðis. Við vorum á svona taktískri æfingu, svo já menn voru alveg að fylgjast með.“ Komandi verkefni töluvert frábrugðið Liechtenstein Ísland er með tólf stig í þriðja sæti riðilsins, fimm stigum á eftir Grikklandi sem er í öðru sæti. Til að ná öðru sætinu þarf Ísland því að vinna bæði Hvíta-Rússland og Kýpur í síðustu tveimur leikjum sínum og treysta á að Grikkland tapi sínum síðasta leik sínum við topplið Portúgals. Ísland vann Liechtenstein 9-0 í fyrsta leik þessa glugga en Davíð býst við allt öðruvísi leik við Hvít-Rússa í Víkinni klukkan 18:00 á morgun. „Þetta verður allt öðruvísi leikur. Hvít-Rússar hafa verið að standa sig mjög vel undanfarið, eru mjög líkamlega sterkir, grimmir og tilbúnir að fara alla leið í pressu og beinskeyttir með boltann. Þannig að við þurfum að vera tilbúnir að taka á átökunum og síðan spila boltanum í þau svæði sem eru opin. Þetta verður allt öðruvísi verkefni og við erum undirbúnir í það.“ Klippa: Davíð Snorri Breytingarnar alltaf miklar hjá yngri landsliðum Fyrri leikur Íslands við Hvít-Rússa fór fram í september í fyrra og var fyrsti leikur íslenska liðsins í keppninni. Leikmannahópur Íslands hefur breyst töluvert síðan þar sem leikmenn eru ýmist ekki í hópnum í dag eða komnir upp í A-landsliðið. „Hvít-Rússarnir hafa haldið þokkalega sama liði. En þetta er 21-árs landsliðið, það eru breytingar, menn eru að standa sig mismunandi og menn fara upp í A-liðið og taka skref, þannig að auðvitað verða breytingar,“ segir Davíð sem kveðst taka breytingum af þessum toga fagnandi. Sérstaklega þegar menn fara upp í A-landsliðið. Atli Barkarson spilaði leikinn við Liechtenstein í vikunni en hefur nú færst upp í A-landsliðið og verður með aðalhópnum í æfingaleik við San Marínó á fimmtudag og gegn Ísrael í Þjóðadeild á sunnudag. Davíð segir það hluta af starfi sínu að taka slíkum breytingum. „Ég vil að menn fari í A-landsliðið. 21-árs liðið er síðasta skrefið fyrir A-landsliðið. Við fögnum því þegar menn fara í A-landsliðið og það er hluti af því að vera þjálfari yngri landsliðs að það verða hreyfingar á liðinu og við bara tökum því fagnandi,“ Viðtalið við Davíð Snorra má sjá í spilaranum að ofan. Landslið karla í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Körfubolti Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Amanda mætt aftur „heim“ Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Fleiri fréttir Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Sjá meira
„Úrslitin í gær þýða það allavega að við erum ennþá með möguleika en Grikkirnir hafa svo sem enn stjórnina á riðlinum, varðandi einhver örlög. En við þurfum að byrja á því að spila vel á morgun og tengja góðar frammistöður, við þurfum að hugsa um okkur og getum lítið pælt í því hvað Grikkland er að gera.“ segir Davíð Snorri sem segir jafnframt að menn hafi fylgst vel með leik Grikklands og Kýpur í gær, þrátt fyrir að æfing hafi staðið yfir á sama tíma. „Menn voru að fylgjast með fyrri hálfleiknum en svo fórum við á æfingu og þeir þóttust ekki vera að fylgjast með þessu en voru allir með þetta í úrinu og eitthvað svoleiðis. Við vorum á svona taktískri æfingu, svo já menn voru alveg að fylgjast með.“ Komandi verkefni töluvert frábrugðið Liechtenstein Ísland er með tólf stig í þriðja sæti riðilsins, fimm stigum á eftir Grikklandi sem er í öðru sæti. Til að ná öðru sætinu þarf Ísland því að vinna bæði Hvíta-Rússland og Kýpur í síðustu tveimur leikjum sínum og treysta á að Grikkland tapi sínum síðasta leik sínum við topplið Portúgals. Ísland vann Liechtenstein 9-0 í fyrsta leik þessa glugga en Davíð býst við allt öðruvísi leik við Hvít-Rússa í Víkinni klukkan 18:00 á morgun. „Þetta verður allt öðruvísi leikur. Hvít-Rússar hafa verið að standa sig mjög vel undanfarið, eru mjög líkamlega sterkir, grimmir og tilbúnir að fara alla leið í pressu og beinskeyttir með boltann. Þannig að við þurfum að vera tilbúnir að taka á átökunum og síðan spila boltanum í þau svæði sem eru opin. Þetta verður allt öðruvísi verkefni og við erum undirbúnir í það.“ Klippa: Davíð Snorri Breytingarnar alltaf miklar hjá yngri landsliðum Fyrri leikur Íslands við Hvít-Rússa fór fram í september í fyrra og var fyrsti leikur íslenska liðsins í keppninni. Leikmannahópur Íslands hefur breyst töluvert síðan þar sem leikmenn eru ýmist ekki í hópnum í dag eða komnir upp í A-landsliðið. „Hvít-Rússarnir hafa haldið þokkalega sama liði. En þetta er 21-árs landsliðið, það eru breytingar, menn eru að standa sig mismunandi og menn fara upp í A-liðið og taka skref, þannig að auðvitað verða breytingar,“ segir Davíð sem kveðst taka breytingum af þessum toga fagnandi. Sérstaklega þegar menn fara upp í A-landsliðið. Atli Barkarson spilaði leikinn við Liechtenstein í vikunni en hefur nú færst upp í A-landsliðið og verður með aðalhópnum í æfingaleik við San Marínó á fimmtudag og gegn Ísrael í Þjóðadeild á sunnudag. Davíð segir það hluta af starfi sínu að taka slíkum breytingum. „Ég vil að menn fari í A-landsliðið. 21-árs liðið er síðasta skrefið fyrir A-landsliðið. Við fögnum því þegar menn fara í A-landsliðið og það er hluti af því að vera þjálfari yngri landsliðs að það verða hreyfingar á liðinu og við bara tökum því fagnandi,“ Viðtalið við Davíð Snorra má sjá í spilaranum að ofan.
Landslið karla í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Körfubolti Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Amanda mætt aftur „heim“ Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Fleiri fréttir Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Sjá meira