Segja stjórn Festar hafa látið Eggert fara Hólmfríður Gísladóttir skrifar 8. júní 2022 06:23 Eggert lætur af störfum 1. ágúst næstkomandi eftir farsæla forstjóratíð. Viðskiptablaðið fullyrðir í frétt sem birtist á vb.is í gær að Eggerti Þór Kristóferssyni, forstjóra Festar hf., hafi verið sagt upp. Þetta hefur blaðið eftir ónafngreindum heimildarmönnum. Í frétt blaðsins segir að ólga sé innan hluthafahóps Festar vegna málsins en að flestir 20 stærstu hluthafa félagsins hafi fyrst frétt af því að Eggert væri að hætta þegar tilkynning þess efnis var send Kauphöllinni. Þrettán lífeyrissjóðir séu meðal stærstu hluthafanna, sem eigi um 70 prósent hlutafjár félagsins. Ólgan er sögð snúa að því að rekstur Festar hafi gengið vel; til að mynda hafi Úrvalsvísitalan lækkað um 21 prósent á árinu en Festi um 5 prósent. Í tilkynningunni til Kauphallarinnar sagði að Eggert hefði sagt starfi sínu lausu frá og með 1. ágúst næstkomandi og að gengið hefði verið frá starfslokum við hann. Stjórn fyrirtækisins hefði átt farsælt samstarf við Eggert undanfarin ár, í gegnum mikinn uppbyggingarfasa. „Ég hef verið lánssamur að vinna með frábæru samstarfsfólki á þessum árum sem hafa gert Festi og dótturfélög af því sem þau er í dag. Ég mun sakna þess að vinna með þessu fólki en er einnig spenntur fyrir því sem framtíðin ber í skauti sér,“ var haft eftir Eggerti. „Algjörlega úti á túni“ Mannlíf birti hins vegar umfjöllun í kjölfarið þar sem starfslok Eggerts voru tengd við frásögn Vítalíu Lazarevu af meintri ósæmilegri hegðun þriggja manna í sumarhúsaferð. Meðal þeirra voru Hreggviður Jónsson og Þórður Már Jóhannesson, sem eru meðal hluthafa í Festi. Hafði Mannlíf það eftir ónafngreindum heimildarmönnum að það hefði meðal annars verið fyrir tilstilli Hreggviðs og Þórðar að Eggerti var sagt upp störfum. Vítalía greindi sjálf frá því að Eggert hefði verið einn af fáum sem hefði stutt hana eftir að hún steig fram. Sjálfur vildi Eggert ekki kannast við að hafa verið sagt upp þegar Mannlíf hafði samband við hann. „Ég held að þetta sé algjörlega úti á túni, því miður,“ sagði hann. Kauphöllin Kynferðisofbeldi Mál Vítalíu Lazarevu Festi Tengdar fréttir Segir Eggert einn fárra sem hafi hlustað á hana Vítalía Lazareva segir Eggert Þór Kristófersson, fráfarandi forstjóra Festar hf., einn fárra manna sem hafi talað við hana eftir að hún steig fram og lýsti kynferðisofbeldi, sem hún sakar hátt setta menn í samfélaginu um að hafa beitt sig. 5. júní 2022 23:34 Eggert hættir sem forstjóri Festar Eggert Þór Kristófersson, forstjóri Festar hf. hefur sagt starfi sínu lausu frá og með 1. ágúst næstkomandi. Gert hefur verið samkomulag um starfslok Eggerts en Festi rekur meðal annars Krónuna, Elko og N1. 2. júní 2022 16:49 Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað Neytendur Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Sjá meira
Í frétt blaðsins segir að ólga sé innan hluthafahóps Festar vegna málsins en að flestir 20 stærstu hluthafa félagsins hafi fyrst frétt af því að Eggert væri að hætta þegar tilkynning þess efnis var send Kauphöllinni. Þrettán lífeyrissjóðir séu meðal stærstu hluthafanna, sem eigi um 70 prósent hlutafjár félagsins. Ólgan er sögð snúa að því að rekstur Festar hafi gengið vel; til að mynda hafi Úrvalsvísitalan lækkað um 21 prósent á árinu en Festi um 5 prósent. Í tilkynningunni til Kauphallarinnar sagði að Eggert hefði sagt starfi sínu lausu frá og með 1. ágúst næstkomandi og að gengið hefði verið frá starfslokum við hann. Stjórn fyrirtækisins hefði átt farsælt samstarf við Eggert undanfarin ár, í gegnum mikinn uppbyggingarfasa. „Ég hef verið lánssamur að vinna með frábæru samstarfsfólki á þessum árum sem hafa gert Festi og dótturfélög af því sem þau er í dag. Ég mun sakna þess að vinna með þessu fólki en er einnig spenntur fyrir því sem framtíðin ber í skauti sér,“ var haft eftir Eggerti. „Algjörlega úti á túni“ Mannlíf birti hins vegar umfjöllun í kjölfarið þar sem starfslok Eggerts voru tengd við frásögn Vítalíu Lazarevu af meintri ósæmilegri hegðun þriggja manna í sumarhúsaferð. Meðal þeirra voru Hreggviður Jónsson og Þórður Már Jóhannesson, sem eru meðal hluthafa í Festi. Hafði Mannlíf það eftir ónafngreindum heimildarmönnum að það hefði meðal annars verið fyrir tilstilli Hreggviðs og Þórðar að Eggerti var sagt upp störfum. Vítalía greindi sjálf frá því að Eggert hefði verið einn af fáum sem hefði stutt hana eftir að hún steig fram. Sjálfur vildi Eggert ekki kannast við að hafa verið sagt upp þegar Mannlíf hafði samband við hann. „Ég held að þetta sé algjörlega úti á túni, því miður,“ sagði hann.
Kauphöllin Kynferðisofbeldi Mál Vítalíu Lazarevu Festi Tengdar fréttir Segir Eggert einn fárra sem hafi hlustað á hana Vítalía Lazareva segir Eggert Þór Kristófersson, fráfarandi forstjóra Festar hf., einn fárra manna sem hafi talað við hana eftir að hún steig fram og lýsti kynferðisofbeldi, sem hún sakar hátt setta menn í samfélaginu um að hafa beitt sig. 5. júní 2022 23:34 Eggert hættir sem forstjóri Festar Eggert Þór Kristófersson, forstjóri Festar hf. hefur sagt starfi sínu lausu frá og með 1. ágúst næstkomandi. Gert hefur verið samkomulag um starfslok Eggerts en Festi rekur meðal annars Krónuna, Elko og N1. 2. júní 2022 16:49 Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað Neytendur Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Sjá meira
Segir Eggert einn fárra sem hafi hlustað á hana Vítalía Lazareva segir Eggert Þór Kristófersson, fráfarandi forstjóra Festar hf., einn fárra manna sem hafi talað við hana eftir að hún steig fram og lýsti kynferðisofbeldi, sem hún sakar hátt setta menn í samfélaginu um að hafa beitt sig. 5. júní 2022 23:34
Eggert hættir sem forstjóri Festar Eggert Þór Kristófersson, forstjóri Festar hf. hefur sagt starfi sínu lausu frá og með 1. ágúst næstkomandi. Gert hefur verið samkomulag um starfslok Eggerts en Festi rekur meðal annars Krónuna, Elko og N1. 2. júní 2022 16:49