Segja stjórn Festar hafa látið Eggert fara Hólmfríður Gísladóttir skrifar 8. júní 2022 06:23 Eggert lætur af störfum 1. ágúst næstkomandi eftir farsæla forstjóratíð. Viðskiptablaðið fullyrðir í frétt sem birtist á vb.is í gær að Eggerti Þór Kristóferssyni, forstjóra Festar hf., hafi verið sagt upp. Þetta hefur blaðið eftir ónafngreindum heimildarmönnum. Í frétt blaðsins segir að ólga sé innan hluthafahóps Festar vegna málsins en að flestir 20 stærstu hluthafa félagsins hafi fyrst frétt af því að Eggert væri að hætta þegar tilkynning þess efnis var send Kauphöllinni. Þrettán lífeyrissjóðir séu meðal stærstu hluthafanna, sem eigi um 70 prósent hlutafjár félagsins. Ólgan er sögð snúa að því að rekstur Festar hafi gengið vel; til að mynda hafi Úrvalsvísitalan lækkað um 21 prósent á árinu en Festi um 5 prósent. Í tilkynningunni til Kauphallarinnar sagði að Eggert hefði sagt starfi sínu lausu frá og með 1. ágúst næstkomandi og að gengið hefði verið frá starfslokum við hann. Stjórn fyrirtækisins hefði átt farsælt samstarf við Eggert undanfarin ár, í gegnum mikinn uppbyggingarfasa. „Ég hef verið lánssamur að vinna með frábæru samstarfsfólki á þessum árum sem hafa gert Festi og dótturfélög af því sem þau er í dag. Ég mun sakna þess að vinna með þessu fólki en er einnig spenntur fyrir því sem framtíðin ber í skauti sér,“ var haft eftir Eggerti. „Algjörlega úti á túni“ Mannlíf birti hins vegar umfjöllun í kjölfarið þar sem starfslok Eggerts voru tengd við frásögn Vítalíu Lazarevu af meintri ósæmilegri hegðun þriggja manna í sumarhúsaferð. Meðal þeirra voru Hreggviður Jónsson og Þórður Már Jóhannesson, sem eru meðal hluthafa í Festi. Hafði Mannlíf það eftir ónafngreindum heimildarmönnum að það hefði meðal annars verið fyrir tilstilli Hreggviðs og Þórðar að Eggerti var sagt upp störfum. Vítalía greindi sjálf frá því að Eggert hefði verið einn af fáum sem hefði stutt hana eftir að hún steig fram. Sjálfur vildi Eggert ekki kannast við að hafa verið sagt upp þegar Mannlíf hafði samband við hann. „Ég held að þetta sé algjörlega úti á túni, því miður,“ sagði hann. Kauphöllin Kynferðisofbeldi Mál Vítalíu Lazarevu Festi Tengdar fréttir Segir Eggert einn fárra sem hafi hlustað á hana Vítalía Lazareva segir Eggert Þór Kristófersson, fráfarandi forstjóra Festar hf., einn fárra manna sem hafi talað við hana eftir að hún steig fram og lýsti kynferðisofbeldi, sem hún sakar hátt setta menn í samfélaginu um að hafa beitt sig. 5. júní 2022 23:34 Eggert hættir sem forstjóri Festar Eggert Þór Kristófersson, forstjóri Festar hf. hefur sagt starfi sínu lausu frá og með 1. ágúst næstkomandi. Gert hefur verið samkomulag um starfslok Eggerts en Festi rekur meðal annars Krónuna, Elko og N1. 2. júní 2022 16:49 Mest lesið Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Í frétt blaðsins segir að ólga sé innan hluthafahóps Festar vegna málsins en að flestir 20 stærstu hluthafa félagsins hafi fyrst frétt af því að Eggert væri að hætta þegar tilkynning þess efnis var send Kauphöllinni. Þrettán lífeyrissjóðir séu meðal stærstu hluthafanna, sem eigi um 70 prósent hlutafjár félagsins. Ólgan er sögð snúa að því að rekstur Festar hafi gengið vel; til að mynda hafi Úrvalsvísitalan lækkað um 21 prósent á árinu en Festi um 5 prósent. Í tilkynningunni til Kauphallarinnar sagði að Eggert hefði sagt starfi sínu lausu frá og með 1. ágúst næstkomandi og að gengið hefði verið frá starfslokum við hann. Stjórn fyrirtækisins hefði átt farsælt samstarf við Eggert undanfarin ár, í gegnum mikinn uppbyggingarfasa. „Ég hef verið lánssamur að vinna með frábæru samstarfsfólki á þessum árum sem hafa gert Festi og dótturfélög af því sem þau er í dag. Ég mun sakna þess að vinna með þessu fólki en er einnig spenntur fyrir því sem framtíðin ber í skauti sér,“ var haft eftir Eggerti. „Algjörlega úti á túni“ Mannlíf birti hins vegar umfjöllun í kjölfarið þar sem starfslok Eggerts voru tengd við frásögn Vítalíu Lazarevu af meintri ósæmilegri hegðun þriggja manna í sumarhúsaferð. Meðal þeirra voru Hreggviður Jónsson og Þórður Már Jóhannesson, sem eru meðal hluthafa í Festi. Hafði Mannlíf það eftir ónafngreindum heimildarmönnum að það hefði meðal annars verið fyrir tilstilli Hreggviðs og Þórðar að Eggerti var sagt upp störfum. Vítalía greindi sjálf frá því að Eggert hefði verið einn af fáum sem hefði stutt hana eftir að hún steig fram. Sjálfur vildi Eggert ekki kannast við að hafa verið sagt upp þegar Mannlíf hafði samband við hann. „Ég held að þetta sé algjörlega úti á túni, því miður,“ sagði hann.
Kauphöllin Kynferðisofbeldi Mál Vítalíu Lazarevu Festi Tengdar fréttir Segir Eggert einn fárra sem hafi hlustað á hana Vítalía Lazareva segir Eggert Þór Kristófersson, fráfarandi forstjóra Festar hf., einn fárra manna sem hafi talað við hana eftir að hún steig fram og lýsti kynferðisofbeldi, sem hún sakar hátt setta menn í samfélaginu um að hafa beitt sig. 5. júní 2022 23:34 Eggert hættir sem forstjóri Festar Eggert Þór Kristófersson, forstjóri Festar hf. hefur sagt starfi sínu lausu frá og með 1. ágúst næstkomandi. Gert hefur verið samkomulag um starfslok Eggerts en Festi rekur meðal annars Krónuna, Elko og N1. 2. júní 2022 16:49 Mest lesið Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Segir Eggert einn fárra sem hafi hlustað á hana Vítalía Lazareva segir Eggert Þór Kristófersson, fráfarandi forstjóra Festar hf., einn fárra manna sem hafi talað við hana eftir að hún steig fram og lýsti kynferðisofbeldi, sem hún sakar hátt setta menn í samfélaginu um að hafa beitt sig. 5. júní 2022 23:34
Eggert hættir sem forstjóri Festar Eggert Þór Kristófersson, forstjóri Festar hf. hefur sagt starfi sínu lausu frá og með 1. ágúst næstkomandi. Gert hefur verið samkomulag um starfslok Eggerts en Festi rekur meðal annars Krónuna, Elko og N1. 2. júní 2022 16:49