Yfirlýsing frá KR: Harma að formaður KKÍ „ræði einkamál félaganna og sambandsins“ Valur Páll Eiríksson skrifar 9. júní 2022 15:22 Stjórn körfuknattleiksdeildar KR lýsir yfir ósætti sínu með framferði formannsins. vísir/bára Körfuknattleiksdeild KR sendi í dag frá sér yfirlýsingu vegna fréttaflutnings af skuld félagsins við KKÍ. Þar er nafntogun félagsins af hálfu formanns KKÍ hörmuð. Greint var frá því á Vísi fyrr í dag að skipulagning á Íslandsmótum í körfubolta hefðu lítillega tafist þar sem KR var veittur frestur á að greiða skráningargjöld fyrir meistaraflokka sína í karla- og kvennaflokki. Ástæðan var sú að KR var í skuld við KKÍ og félögum er ekki heimilt að skrá sig til keppni meðan slíkt skuld er ógreidd til sambandsins. Fresturinn til skráningar rann út 31. maí síðastliðinn en KR gerði skuldina upp, auk þess að greiða skráningargjaldið í gær og málið því afgreitt. KR þurfti aftur á móti að bera meiri kostnað en önnur félög vegna seinagangsins, í samræmi við lög KKÍ, sem segja til um að lið sem greiði seint borgi tvöfalt. KR þurfti því að borga 880 þúsund krónur í stað 440 þúsund fyrir liðin sín tvö. Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, staðfesti við Vísi fyrr í dag að KR væri félagið sem um ræðir. Þetta eru KR-ingar ósáttir við og gagnrýna í yfirlýsingu sem þeir sendu síðdegis. „Körfuknattleiksdeild KR harmar ummæli formanns KKÍ í viðtali á visir.is í dag þar sem hann nafngreinir KR vegna tafa á greiðslum til Körfuknattleikssamband Íslands,“ segir í yfirlýsingunni þar sem segir jafnframt að KR-ingar muni koma athugasemdum sínum á framfæri við formanninn persónulega, frekar en að gera það í gegnum fjölmiðla: „Körfuknattleiksdeild KR hefur ýmislegt um það að segja að formaður KKÍ breyti útaf venjum sambandsins og ræði einkamál félaganna og sambandsins á opinberum vettvangi. Deildin hyggst þó ekki elta formanninn á þeirri vegferð og hefur komið athugasemdum sínum á framfæri við KKÍ með hefðbundnum hætti,“ segir í yfirlýsingunni sem má sjá í heild sinni að neðan. Yfirlýsing Körfuknattleiksdeildar KR Varðandi fréttaflutning um skuld Körfuknattleiksdeildar KR við KKÍ. Körfuknattleiksdeild KR harmar ummæli formanns KKÍ í viðtali á visir.is í dag þar sem hann nafngreinir KR vegna tafa á greiðslum til Körfuknattleikssamband Íslands. Eins og vitað er þá hefur Covid faraldurinn haft mikil áhrif á íþróttaheyfinguna eins og margt annað í hagkerfinu og er KKD KR þar síst undanskilin. Róðurinn hefur á stundum verið þungur en það er bjart framundan nú þegar faraldurinn er yfirstaðin. Rétt er að ítreka það líkt og formaðurinn tekur fram að skuldin sem um ræðir hefur verið greidd að fullu. Körfuknattleiksdeild KR hefur ýmislegt um það að segja að formaður KKÍ breyti útaf venjum sambandsins og ræði einkamál félaganna og sambandsins á opinberum vettvangi. Deildin hyggst þó ekki elta formanninn á þeirri vegferð og hefur komið athugasemdum sínum á framfæri við KKÍ með hefðbundnum hætti. Virðingarfyllst Stjórn KKD KR KR Subway-deild karla Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Sjá meira
Greint var frá því á Vísi fyrr í dag að skipulagning á Íslandsmótum í körfubolta hefðu lítillega tafist þar sem KR var veittur frestur á að greiða skráningargjöld fyrir meistaraflokka sína í karla- og kvennaflokki. Ástæðan var sú að KR var í skuld við KKÍ og félögum er ekki heimilt að skrá sig til keppni meðan slíkt skuld er ógreidd til sambandsins. Fresturinn til skráningar rann út 31. maí síðastliðinn en KR gerði skuldina upp, auk þess að greiða skráningargjaldið í gær og málið því afgreitt. KR þurfti aftur á móti að bera meiri kostnað en önnur félög vegna seinagangsins, í samræmi við lög KKÍ, sem segja til um að lið sem greiði seint borgi tvöfalt. KR þurfti því að borga 880 þúsund krónur í stað 440 þúsund fyrir liðin sín tvö. Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, staðfesti við Vísi fyrr í dag að KR væri félagið sem um ræðir. Þetta eru KR-ingar ósáttir við og gagnrýna í yfirlýsingu sem þeir sendu síðdegis. „Körfuknattleiksdeild KR harmar ummæli formanns KKÍ í viðtali á visir.is í dag þar sem hann nafngreinir KR vegna tafa á greiðslum til Körfuknattleikssamband Íslands,“ segir í yfirlýsingunni þar sem segir jafnframt að KR-ingar muni koma athugasemdum sínum á framfæri við formanninn persónulega, frekar en að gera það í gegnum fjölmiðla: „Körfuknattleiksdeild KR hefur ýmislegt um það að segja að formaður KKÍ breyti útaf venjum sambandsins og ræði einkamál félaganna og sambandsins á opinberum vettvangi. Deildin hyggst þó ekki elta formanninn á þeirri vegferð og hefur komið athugasemdum sínum á framfæri við KKÍ með hefðbundnum hætti,“ segir í yfirlýsingunni sem má sjá í heild sinni að neðan. Yfirlýsing Körfuknattleiksdeildar KR Varðandi fréttaflutning um skuld Körfuknattleiksdeildar KR við KKÍ. Körfuknattleiksdeild KR harmar ummæli formanns KKÍ í viðtali á visir.is í dag þar sem hann nafngreinir KR vegna tafa á greiðslum til Körfuknattleikssamband Íslands. Eins og vitað er þá hefur Covid faraldurinn haft mikil áhrif á íþróttaheyfinguna eins og margt annað í hagkerfinu og er KKD KR þar síst undanskilin. Róðurinn hefur á stundum verið þungur en það er bjart framundan nú þegar faraldurinn er yfirstaðin. Rétt er að ítreka það líkt og formaðurinn tekur fram að skuldin sem um ræðir hefur verið greidd að fullu. Körfuknattleiksdeild KR hefur ýmislegt um það að segja að formaður KKÍ breyti útaf venjum sambandsins og ræði einkamál félaganna og sambandsins á opinberum vettvangi. Deildin hyggst þó ekki elta formanninn á þeirri vegferð og hefur komið athugasemdum sínum á framfæri við KKÍ með hefðbundnum hætti. Virðingarfyllst Stjórn KKD KR
KR Subway-deild karla Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Sjá meira