Lewandowski er staðráðinn í að yfirgefa herbúðir Bayern München í sumar en samningur hans við félagið rennur út að loknu næsta keppnistímabili.
Talið er að fyrsti kostur hjá Lewandowski sé að ganga í raðir Barcelona.
Enskir fjölmiðlar greina hins vegar frá því að Manchester United hafi einnig augastað á markaskoraranum og muni einnig falast eftir kröftum hans.
Erik ten Hag tók nýverið við stjórnartaumunum hjá Manchester United en fjölmiðlar í Bretlandi eru á því að það sé forgangsatriði hjá hollenska knattspyrnustjóranum að styrkja miðsvæðið hjá liðinu.
Þannig er Frenkie de Jong, leikmaður Barcelona, sterklega orðaður við Manchester United þessa dagana.