Bósi ljósár bannaður í Mið-Austurlöndum út af samkynja kossi Magnús Jochum Pálsson skrifar 13. júní 2022 10:54 Teiknimyndin Ljósár sem fjallar um ævintýri Bósa ljósár verður ekki sýnd í nokkrum Mið-Austurlöndum. Disney/Pixar Ljósár, nýjasta myndin frá Disney um Bósa ljósár, hefur verið bönnuð í Sádí-Arabíu, Sameinuðu arabísku furstadæmunum og Kúvæt vegna atriðis þar sem tvær konur kyssast. Teiknimyndin er „spin-off“ af hinni vinsælu seríu Leikfangasögu (e. Toy Story) og fjallar um geimævintýri Bósa Ljósár út fyrir endimörk alheimsins. Samkvæmt The Hollywood Reporter hefur myndin verið bönnuð í nokkrum löndum í Mið-Austurlöndum vegna atriðis þar sem geimfarinn Alisha Hawthorne og kona hennar kyssast. Upphaflega hafði atriðið verið klippt út úr myndinni en var sett aftur inn í kjölfar viðbragða Pixar-starfsmanna sem ásökuðu Disney um hinsegin-ritskoðun. Bósi Ljósár og Alisha Hawthorne sem hefur vakið viðbrögð í Mið-Austurlöndum vegna kynhneigðar sinnar.Disney/Pixar Viðbrögð Pixar-starfsmanna voru hluti af stærri mótmælum innan Disney-fyrirtækisins þar sem stjórnendur voru gagnrýndir fyrir skort á viðbrögðum við lagafrumvarpinu „Don‘t Say Gay“ sem var lagt fram í Flórída og bannaði hinseginfræðslu í leik- og grunnskólum í fylkinu. Ítrekaðar ritskoðanir Þessi ritskoðun er hluti af lengri sögu milli Disney og Mið-Austurlanda. Ljósár er enn ein Disney-myndin sem er ekki sýnd í Mið-Austurlöndum af því hún inniheldur persónur sem eru hinsegin eða fjallar um hinseginmálefni. Í apríl var Marvel-myndin Doctor Strange in the Multiverse of Madness ekki sýnd af því America Chavez, ein persóna myndarinnar, er hinsegin. Það fylgdi í kjölfar ritskoðunar á annarri Marvel-mynd, Eternals, sem var ekki sýnd í mörgum löndum Mið-Austurlanda af því hún innihélt samkynja par. Á endanum var ritskoðuð útgáfa af myndinni hins vegar sýnd í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Þá var söngleikjamyndin West Side Story ekki heldur sýnd í janúar vegna persónu sem var trans í myndinni og leikin af kynsegin leikkonu. Það er spurning hvort ritskoðuð útgáfa af Ljósár verði á endanum sýnd í Mið-Austurlöndum en íslenskir áhorfendur þurfa þó ekki að örvænta þar sem Ljósár verður frumsýnd í kvikmyndahúsum hérlendis á þjóðhátíðardaginn næstkomandi í Sambíóunum. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=wHBBoUtJHhA">watch on YouTube</a> Disney Bíó og sjónvarp Hinsegin Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Fleiri fréttir Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Samkvæmt The Hollywood Reporter hefur myndin verið bönnuð í nokkrum löndum í Mið-Austurlöndum vegna atriðis þar sem geimfarinn Alisha Hawthorne og kona hennar kyssast. Upphaflega hafði atriðið verið klippt út úr myndinni en var sett aftur inn í kjölfar viðbragða Pixar-starfsmanna sem ásökuðu Disney um hinsegin-ritskoðun. Bósi Ljósár og Alisha Hawthorne sem hefur vakið viðbrögð í Mið-Austurlöndum vegna kynhneigðar sinnar.Disney/Pixar Viðbrögð Pixar-starfsmanna voru hluti af stærri mótmælum innan Disney-fyrirtækisins þar sem stjórnendur voru gagnrýndir fyrir skort á viðbrögðum við lagafrumvarpinu „Don‘t Say Gay“ sem var lagt fram í Flórída og bannaði hinseginfræðslu í leik- og grunnskólum í fylkinu. Ítrekaðar ritskoðanir Þessi ritskoðun er hluti af lengri sögu milli Disney og Mið-Austurlanda. Ljósár er enn ein Disney-myndin sem er ekki sýnd í Mið-Austurlöndum af því hún inniheldur persónur sem eru hinsegin eða fjallar um hinseginmálefni. Í apríl var Marvel-myndin Doctor Strange in the Multiverse of Madness ekki sýnd af því America Chavez, ein persóna myndarinnar, er hinsegin. Það fylgdi í kjölfar ritskoðunar á annarri Marvel-mynd, Eternals, sem var ekki sýnd í mörgum löndum Mið-Austurlanda af því hún innihélt samkynja par. Á endanum var ritskoðuð útgáfa af myndinni hins vegar sýnd í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Þá var söngleikjamyndin West Side Story ekki heldur sýnd í janúar vegna persónu sem var trans í myndinni og leikin af kynsegin leikkonu. Það er spurning hvort ritskoðuð útgáfa af Ljósár verði á endanum sýnd í Mið-Austurlöndum en íslenskir áhorfendur þurfa þó ekki að örvænta þar sem Ljósár verður frumsýnd í kvikmyndahúsum hérlendis á þjóðhátíðardaginn næstkomandi í Sambíóunum. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=wHBBoUtJHhA">watch on YouTube</a>
Disney Bíó og sjónvarp Hinsegin Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Fleiri fréttir Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira