Spá því að verðbólga fari úr 7,6 í 8,4 prósent Eiður Þór Árnason skrifar 13. júní 2022 14:35 Greining Íslandsbanka á von á því að verðbólgan nái hámarki í haust. Vísir/Vilhelm Greining Íslandsbanka spáir 8,4% verðbólgu í júnímánuði en tólf mánaða verðbólga mældist 7,6% í maí og hefur ekki mælst svo mikil frá því í mars 2010. Gangi spá bankans eftir væri um að ræða 1,0% hækkun á vísitölu neysluverðs frá fyrri mánuði. Áfram vegur innflutt verðbólga og hækkandi íbúðaverð þungt í hækkun vísitölunnar. Greining Íslandsbanka gerir ráð fyrir í bráðabirgðaspá að töluverð hækkun eldsneytisverðs og flugfargjalda sé helsta ástæða þess að verðbólga aukist í júní. Verðbólgan nái toppi í ágúst þegar hún mælist 8,8% en mikil óvissa ríki um stöðuna og aðstæður séu fljótar að breytast. „Íbúðaverð heldur áfram að hækka samkvæmt spá okkar. Reiknuð húsaleiga, sem endurspeglar þróun íbúðaverðs að mestu, hefur hækkað um ríflega 10% frá ársbyrjun. Við spáum því að liðurinn hækki um 2,2% á milli mánaða.“ Íbúðaverð haldi áfram að hækka Að sögn Greiningar Íslandsbanka virðist ekkert lát vera á hækkunum íbúðaverðs og útlit fyrir að á næstu mánuðum haldi verð áfram að hækka. Bundnar séu vonir við að markaðurinn fari að róast þegar líður á árið með hækkandi vöxtum og auknu framboði nýrra íbúða. Fyrir utan húsnæðisliðinn er það liðurinn ferðir og flutningar sem vegur þyngst og spáir Greining Íslandsbanka að hann hækki um 2,5% milli maí og júní. Þar muni mestu um eldsneytisverð sem hækki um 6,7%. Á sama tíma hækkar húsnæðisliðurinn um 2,2% milli mánaða, samkvæmt spá bankans. Í skammtímaspá Greiningar Íslandsbanka er gert ráð fyrir 0,4% hækkun verðbólgu í júlí, 0,6% í ágúst og 0,4% í september. Gangi sú spá eftir mælist verðbólga 8,7% í september og er gert ráð fyrir að hún nái toppi eftir það leyti og taki svo að hjaðna. Verðbólga muni fyrst hjaðna mjög hægt en hraðar þegar líða tekur á næsta ár. Verðlag Íslenskir bankar Fasteignamarkaður Mest lesið Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Viðskipti innlent Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Viðskipti innlent Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Viðskipti innlent Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Viðskipti innlent Steinunn frá UNICEF til Festu Viðskipti innlent Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Sjá meira
Áfram vegur innflutt verðbólga og hækkandi íbúðaverð þungt í hækkun vísitölunnar. Greining Íslandsbanka gerir ráð fyrir í bráðabirgðaspá að töluverð hækkun eldsneytisverðs og flugfargjalda sé helsta ástæða þess að verðbólga aukist í júní. Verðbólgan nái toppi í ágúst þegar hún mælist 8,8% en mikil óvissa ríki um stöðuna og aðstæður séu fljótar að breytast. „Íbúðaverð heldur áfram að hækka samkvæmt spá okkar. Reiknuð húsaleiga, sem endurspeglar þróun íbúðaverðs að mestu, hefur hækkað um ríflega 10% frá ársbyrjun. Við spáum því að liðurinn hækki um 2,2% á milli mánaða.“ Íbúðaverð haldi áfram að hækka Að sögn Greiningar Íslandsbanka virðist ekkert lát vera á hækkunum íbúðaverðs og útlit fyrir að á næstu mánuðum haldi verð áfram að hækka. Bundnar séu vonir við að markaðurinn fari að róast þegar líður á árið með hækkandi vöxtum og auknu framboði nýrra íbúða. Fyrir utan húsnæðisliðinn er það liðurinn ferðir og flutningar sem vegur þyngst og spáir Greining Íslandsbanka að hann hækki um 2,5% milli maí og júní. Þar muni mestu um eldsneytisverð sem hækki um 6,7%. Á sama tíma hækkar húsnæðisliðurinn um 2,2% milli mánaða, samkvæmt spá bankans. Í skammtímaspá Greiningar Íslandsbanka er gert ráð fyrir 0,4% hækkun verðbólgu í júlí, 0,6% í ágúst og 0,4% í september. Gangi sú spá eftir mælist verðbólga 8,7% í september og er gert ráð fyrir að hún nái toppi eftir það leyti og taki svo að hjaðna. Verðbólga muni fyrst hjaðna mjög hægt en hraðar þegar líða tekur á næsta ár.
Verðlag Íslenskir bankar Fasteignamarkaður Mest lesið Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Viðskipti innlent Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Viðskipti innlent Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Viðskipti innlent Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Viðskipti innlent Steinunn frá UNICEF til Festu Viðskipti innlent Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Sjá meira