Einkunnir Íslands: Þórir Jóhann og Hákon stóðu upp úr Íþróttadeild Vísis skrifar 13. júní 2022 21:03 Þórir Jóhann Helgason átti flottan leik og skoraði annað mark Íslands. Vísir/Hulda Margrét Leikmenn íslenska landsliðsins áttu misgóðan dag er liðið gerði 2-2 jafntefli við Ísrael öðru sinni í Þjóðadeild karla í fótbolta í kvöld. Ísland er með þrjú stig eftir þrjá leiki í riðlinum. Jón Dagur Þorsteinsson og Þórir Jóhann Helgason skoruðu mörk Íslands sem komst tvisvar yfir í leiknum. Daníel Leó Grétarsson varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark í fyrri hálfleik og þá jafnaði Ísrael með umdeildu marki þar sem myndbandsdómarar sögðu að Rúnar Alex Rúnarsson hefðu varið boltann innan marklínunnar. Ísland er með þrjú stig í öðru sæti riðilsins eftir þrjá leiki en Ísrael er með fimm stig á toppnum. Albanía hefur leikið tvo leiki og er með eitt stig. Einkunnagjöf leikmanna íslenska landsliðsins má sjá að neðan. Rúnar Alex Rúnarsson, markvörður: 7 Sinnti flestöllu sínu vel. Gat lítið við mörkum Ísraela gert, og gerði raunar allt sem hann gat til að koma í veg fyrir það síðara. Myndbandsdómarar einfaldlega tóku þá vörslu af honum. Alfons Sampsted, hægri bakvörður: 5 Átti í töluverðum vandræðum með að eiga við Manor Solomon. Sérstaklega átti hann erfitt uppdráttar gegn honum í síðari hálfleiknum. Daníel Leó Grétarsson, miðvörður: 6 Var óheppinn að skora sjálfsmark en gerði annars fátt af sér. Öflugur í loftinu og var sterkur gegn Dabbur í fyrri hálfleiknum sérstaklega. Hörður Björgvin Magnússon, miðvörður: 6 Frábær sending í aðdraganda seinna marksins og óheppinn að skora ekki úr aukaspyrnu sem small í slánni undir lok fyrri hálfleiks. Koma alltaf augnablik þar sem manni finnst vanta upp á öryggið varnarlega. Davíð Kristján Ólafsson, vinstri bakvörður: 4,5 Mikið sótt á hann í fyrri hálfleiknum þar sem hvert færið rak annað. Átti erfitt með að eiga við Abada á kantinum og sjálfsmarkið kemur eftir sókn upp hægri kantinn. Birkir Bjarnason, miðjumaður: 5 Kom lítið út úr honum sóknarlega en gefur liðinu ró og öryggi. Var sprunginn í seinni og kippt út af. Hákon Arnar Haraldsson, miðjumaður: 7 Sýndi lipra takta á köflum og ljóst að mikið er í hann spunnið. Sinnti pressunni vel og vann boltann tvisvar, þrisvar á vallarhelmingi Ísrael. Hefði átt að fá stoðsendingu í færi Arnórs Sigurðssonar í fyrri hálfleik. Þórir Jóhann Helgason, miðjumaður: 7 (Maður leiksins) Skoraði annað mark Íslands og sitt annað mark í riðlinum með laglegri innanfótarspyrnu. Átti fínasta leik á miðsvæðinu og ekki hægt að kvarta mikið undan hans frammistöðu. Arnór Sigurðsson, hægri kantmaður: 6 Átti ágætis spretti en var minna áberandi en gegn Albaníu fyrir viku. Hefði átt að gera betur í algjöru dauðafæri á 23. mínútu þar sem hann hafði tækifæri til að koma Íslandi 2-0 yfir og gera þetta að allt öðrum leik. Jón Dagur Þorsteinsson, vinstri kantmaður: 7 Fínir sprettir líkt og félagi sinn á hægri kantinum og skorar laglegt skallamark. Dró aðeins af honum eftir því sem leið á. Andri Lucas Guðjohnsen, framherji: 5,5 Barðist og þjösnaðist og vann einhverja skallabolta. Átti hörkuskottilraun snemma í síðari hálfleik en gekk illa að finna markið. Ísak Bergmann Jóhannesson kom inn á fyrir Arnór Sigurðsson á 61. mínútu: 5 Ágætis taktar inn á milli og linkaði fínt í spili. Breytti ekki leiknum. Sveinn Aron Guðjohnsen kom inn á fyrir Andra Lucas Guðjohnsen á 61. mínútu: 5 Kom sér í færi og stöður en var mislagðar fætur þegar í færin var komið. Aron Elís Þrándarson kom inn á fyrir Birki Bjarnason á 79. mínútu: - Spilaði ekki nóg til að fá einkunn. Stefán Teitur Þórðarson kom inn á fyrir Jón Dag Þorsteinsson á 79. mínútu: - Spilaði ekki nóg til að fá einkunn. Albert Guðmundsson kom inn á fyrir Þóri Jóhann Helgason á 90. mínútu: - Spilaði ekki nóg til að fá einkunn. Þjóðadeild UEFA Landslið karla í fótbolta Mest lesið Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Stólarnir fastir í München Körfubolti Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Semenya hættir baráttu sinni Sport Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Grindavík - Njarðvík | Grindvíkingar snúa aftur á sinn heimavöll Körfubolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Fleiri fréttir Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Diljá lagði upp í níu marka sigri Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Sjá meira
Jón Dagur Þorsteinsson og Þórir Jóhann Helgason skoruðu mörk Íslands sem komst tvisvar yfir í leiknum. Daníel Leó Grétarsson varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark í fyrri hálfleik og þá jafnaði Ísrael með umdeildu marki þar sem myndbandsdómarar sögðu að Rúnar Alex Rúnarsson hefðu varið boltann innan marklínunnar. Ísland er með þrjú stig í öðru sæti riðilsins eftir þrjá leiki en Ísrael er með fimm stig á toppnum. Albanía hefur leikið tvo leiki og er með eitt stig. Einkunnagjöf leikmanna íslenska landsliðsins má sjá að neðan. Rúnar Alex Rúnarsson, markvörður: 7 Sinnti flestöllu sínu vel. Gat lítið við mörkum Ísraela gert, og gerði raunar allt sem hann gat til að koma í veg fyrir það síðara. Myndbandsdómarar einfaldlega tóku þá vörslu af honum. Alfons Sampsted, hægri bakvörður: 5 Átti í töluverðum vandræðum með að eiga við Manor Solomon. Sérstaklega átti hann erfitt uppdráttar gegn honum í síðari hálfleiknum. Daníel Leó Grétarsson, miðvörður: 6 Var óheppinn að skora sjálfsmark en gerði annars fátt af sér. Öflugur í loftinu og var sterkur gegn Dabbur í fyrri hálfleiknum sérstaklega. Hörður Björgvin Magnússon, miðvörður: 6 Frábær sending í aðdraganda seinna marksins og óheppinn að skora ekki úr aukaspyrnu sem small í slánni undir lok fyrri hálfleiks. Koma alltaf augnablik þar sem manni finnst vanta upp á öryggið varnarlega. Davíð Kristján Ólafsson, vinstri bakvörður: 4,5 Mikið sótt á hann í fyrri hálfleiknum þar sem hvert færið rak annað. Átti erfitt með að eiga við Abada á kantinum og sjálfsmarkið kemur eftir sókn upp hægri kantinn. Birkir Bjarnason, miðjumaður: 5 Kom lítið út úr honum sóknarlega en gefur liðinu ró og öryggi. Var sprunginn í seinni og kippt út af. Hákon Arnar Haraldsson, miðjumaður: 7 Sýndi lipra takta á köflum og ljóst að mikið er í hann spunnið. Sinnti pressunni vel og vann boltann tvisvar, þrisvar á vallarhelmingi Ísrael. Hefði átt að fá stoðsendingu í færi Arnórs Sigurðssonar í fyrri hálfleik. Þórir Jóhann Helgason, miðjumaður: 7 (Maður leiksins) Skoraði annað mark Íslands og sitt annað mark í riðlinum með laglegri innanfótarspyrnu. Átti fínasta leik á miðsvæðinu og ekki hægt að kvarta mikið undan hans frammistöðu. Arnór Sigurðsson, hægri kantmaður: 6 Átti ágætis spretti en var minna áberandi en gegn Albaníu fyrir viku. Hefði átt að gera betur í algjöru dauðafæri á 23. mínútu þar sem hann hafði tækifæri til að koma Íslandi 2-0 yfir og gera þetta að allt öðrum leik. Jón Dagur Þorsteinsson, vinstri kantmaður: 7 Fínir sprettir líkt og félagi sinn á hægri kantinum og skorar laglegt skallamark. Dró aðeins af honum eftir því sem leið á. Andri Lucas Guðjohnsen, framherji: 5,5 Barðist og þjösnaðist og vann einhverja skallabolta. Átti hörkuskottilraun snemma í síðari hálfleik en gekk illa að finna markið. Ísak Bergmann Jóhannesson kom inn á fyrir Arnór Sigurðsson á 61. mínútu: 5 Ágætis taktar inn á milli og linkaði fínt í spili. Breytti ekki leiknum. Sveinn Aron Guðjohnsen kom inn á fyrir Andra Lucas Guðjohnsen á 61. mínútu: 5 Kom sér í færi og stöður en var mislagðar fætur þegar í færin var komið. Aron Elís Þrándarson kom inn á fyrir Birki Bjarnason á 79. mínútu: - Spilaði ekki nóg til að fá einkunn. Stefán Teitur Þórðarson kom inn á fyrir Jón Dag Þorsteinsson á 79. mínútu: - Spilaði ekki nóg til að fá einkunn. Albert Guðmundsson kom inn á fyrir Þóri Jóhann Helgason á 90. mínútu: - Spilaði ekki nóg til að fá einkunn.
Þjóðadeild UEFA Landslið karla í fótbolta Mest lesið Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Stólarnir fastir í München Körfubolti Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Semenya hættir baráttu sinni Sport Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Grindavík - Njarðvík | Grindvíkingar snúa aftur á sinn heimavöll Körfubolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Fleiri fréttir Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Diljá lagði upp í níu marka sigri Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Sjá meira