Danny Guthrie gjaldþrota Atli Arason skrifar 16. júní 2022 07:31 Danny Guthrie lék 17 leiki með Fram. Hér er hann í teiknuðum Fram búning sem Framarar birtu áður en hann samdi við liðið í maí 2021. mynd/Fram Danny Guthrie, fyrrum leikmaður Fram, Newcastle og Liverpool, hefur verið úrskurðaður gjaldþrota í Bretlandi eftir að honum tókst ekki að endurgreiða lán sem hann tók árið 2019. Guthrie kaus frekar að endurgreiða veðmálaskuldir en að greiða upp lánið. Þetta kemur fram í tilkynningu sem birt var á vefsíðu breska ríkisins í gær. Samkvæmt tilkynningunni fékk Guthrie lán hjá vini sínum í maí 2019 upp á 75 þúsund pund, sem er um 12 milljónir króna á núvirði. Hann sagðist ætla að nota lánið til að standa straum af íbúðaláni sínu og annara útgjalda, lán sem hann ætlaði að endurgreiða við sölu á húsnæði sínu. Áður en að sölu húsnæðisins kom tókst Guthrie að safna um 120 þúsund pundum í veðmálaskuldir, tæpar 20 milljónir króna. Þegar Guthrie seldi húsið sitt í ágúst 2020 greiddi hann upp veðmálaskuldir sínar en lántakan upp á 75 þúsund pund var áfram ógreidd. Danny Guthrie lék með Newcastle frá 2008-2012. Hér sést hann tækla Dider Drogba í leik gegn Chelsea. Fyrir vikið hefur Guthrie verið úrskurðaður gjaldþrota og heldur hann þeirri stöðu í sex ár, eða þar til í maí 2028. Á þeim tíma má hann ekki fá meira en 500 pund lánuð, sem er um 80 þúsund krónur. Honum er einnig bannað að gegna stjórnarstöðu í bresku fyrirtæki þangað til að gjaldþrots úrskurðurinn rennur sitt skeið. Guthrie kom upp í gegnum unglingastarf Liverpool en hann lék á sínum tíma 103 leiki í ensku úrvalsdeildinni með Liverpool, Reading, Bolton og Newcastle. Guthrie lauk löngum ferli sínum hér á Íslandi, þegar hann lék með Fram í Lengjudeildinni síðasta sumar. Í dag starfar hann sem þjálfari í Dúbaí. Enski boltinn Gjaldþrot Íslenski boltinn Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Angel Reese í hálfs leiks bann Körfubolti Fleiri fréttir Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu sem birt var á vefsíðu breska ríkisins í gær. Samkvæmt tilkynningunni fékk Guthrie lán hjá vini sínum í maí 2019 upp á 75 þúsund pund, sem er um 12 milljónir króna á núvirði. Hann sagðist ætla að nota lánið til að standa straum af íbúðaláni sínu og annara útgjalda, lán sem hann ætlaði að endurgreiða við sölu á húsnæði sínu. Áður en að sölu húsnæðisins kom tókst Guthrie að safna um 120 þúsund pundum í veðmálaskuldir, tæpar 20 milljónir króna. Þegar Guthrie seldi húsið sitt í ágúst 2020 greiddi hann upp veðmálaskuldir sínar en lántakan upp á 75 þúsund pund var áfram ógreidd. Danny Guthrie lék með Newcastle frá 2008-2012. Hér sést hann tækla Dider Drogba í leik gegn Chelsea. Fyrir vikið hefur Guthrie verið úrskurðaður gjaldþrota og heldur hann þeirri stöðu í sex ár, eða þar til í maí 2028. Á þeim tíma má hann ekki fá meira en 500 pund lánuð, sem er um 80 þúsund krónur. Honum er einnig bannað að gegna stjórnarstöðu í bresku fyrirtæki þangað til að gjaldþrots úrskurðurinn rennur sitt skeið. Guthrie kom upp í gegnum unglingastarf Liverpool en hann lék á sínum tíma 103 leiki í ensku úrvalsdeildinni með Liverpool, Reading, Bolton og Newcastle. Guthrie lauk löngum ferli sínum hér á Íslandi, þegar hann lék með Fram í Lengjudeildinni síðasta sumar. Í dag starfar hann sem þjálfari í Dúbaí.
Enski boltinn Gjaldþrot Íslenski boltinn Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Angel Reese í hálfs leiks bann Körfubolti Fleiri fréttir Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Sjá meira