Hollywood fréttir: Fyrstu myndirnar af Ryan Gosling sem Ken Heiðar Sumarliðason skrifar 17. júní 2022 11:59 Margot Robbie og Ryan Gosling. Fyrstu myndirnar af Ryan Gosling sem Ken í Barbie-kvikmyndinni, sem kemur út eftir rúmt ár, hafa nú birst. Áður höfðu Warner Bros. birt myndir af Margot Robbie í gervi titilpersónunnar. Greta Gerwig leikstýrir myndinni og skrifar hana með Noah Baumbach, samstarfsmanni sínum til margra ára. Fátt er vitað um söguþráð myndarinnar, en þar sem Gerwig og Baumbach hafa hingað til verið eftirlæti sjálfstæða kvikmyndageirans, má búast við því að útgáfa þeirra af Barbie og Ken verði ekki eins og flestir eiga von á. Margot Robbie og Ryan Gosling sem Barbie og Ken. Robbie staðfesti þetta hálfpartinn þegar hún sagði í nýlegu viðtali við British Vogue: „Þegar fólk heyrir nafnið Barbie telur það sig vita um hverslags mynd sé að ræða, en heyrir svo að Greta Gerwig leikstýri og áttar sig á að það viti sennilega ekki neitt.“ Waititi ætlar að gera eitthvað nýtt með Star Wars Taika Waititi hefur tekið við stjórnartaumunum á næstu Star Wars kvikmyndinni sem fer í framleiðslu. Hann hefur hins vegar engan áhuga á að fylli inn í eyður sem gömlu myndirnar skildu eftir sig, líkt og Solo og Rogue One gerðu. Það er ekkert í gagn í mér innan Star Wars-heimsins ef ég geri mynd þar sem allir eru bara: Vá frábært, þarna eru teikningarnar að Fálkanum, eða þarna er amma Chewbacca. Waititi ætlar því að setja sinn eigin stimpil á myndina sem mun koma út í desember árið 2025, skapa nýjar persónur, kringumstæður og stækka Star Wars heiminn. Taika Waititi í vinnunni. Disney er nú að setja meira púður í að skapa þáttaraðir og kvikmyndir sem tengjast heimi gömlu myndanna lítið. John Watts, leikstjóri Spiderman: No Way Home, vinnur nú að Star Wars þáttaröð um fjögur tólf ára börn, sem sækir innblástur sinn frá Steven Spielberg myndum níunda áratugarins. Þáttaröðin mun heita Skeleton Crew og er Jude Law eini leikarinn sem hefur verið staðfestur. Nú standa yfir tökur á þáttunum Ahsoka og Andor sem koma út á næsta ári, en báðir tengjast þeir persónum sem nú þegar hafa birst í Star Wars heiminum. Bradley Cooper reis úr feni fíknarinnar Leikarinn Bradley Cooper mætti í hlaðvarpsþáttinn Smartless, sem er stjórnað af kollegum hans Will Arnett, Sean Hayes og Jason Bateman. Þar ræddi hann um að hafa orðið fíkniefnum og áfengi að bráð og hvernig heimsókn frá Arnett árið 2014 hjálpaði honum að átta sig á því hve djúpt hann var sokkinn. Bradley Cooper á sínum yngri árum, ásamt Amy Poehler. Arnett hafi síðdegis bankað upp á hjá Cooper og bent honum á að hann hafi enn ekki hleypt hundunum sínum út til að pissa og átt við hann alvarlegt samtal. Það var þá sem Cooper áttaði sig á að kókaínið hafði tekið yfir líf hans. Cooper segist á þessum tíma hafa verið rúinn sjálfstrausti og gjörsamlega týndur í lífinu. Í hlaðvarpinu benti Bateman honum einnig á að í dag væri hann algjör andstæða mannsins sem hann var þessum tíma; orðinn hlýr, tillitssamur og örlátur. Lightyear fær hálfvolgar móttökur Eina kvikmyndin sem frumsýnd er á Íslandi þessa helgina er teiknimyndin Lightyear, en hún fjallar um Bósa Ljósár, sem fólk þekkir úr Toy Story kvikmyndunum. Þó er þetta ekki sá Bósi sem áður hefur birst, heldur er hér um að ræða þá kvikmynd sem upprunalegu höfundar Toy Story sáu fyrir sér að leikfangið Bósi væri sprottið úr. Dómar gagnrýnenda hafa ekki verið jafn glimrandi og hjá Toy Story bálknum. Meðaleinkunn myndarinnar á vefsíðunni Metacritc, sem safnar saman dómum helstu gagnrýnenda, er 61 af 100, á meðan Toy Story myndirnar eru allar merktar sem „must-see“ og dómarnir eftir því. Allar Toy Story myndirnar hafa hlotið glimrandi dóma gagnrýnenda. Þegar þetta er skrifað er Lightyear með einkunnina 4,7 frá áhorfendum á Imdb.com. Það er þó ekkert hægt að lesa út úr þeirri tölu þar sem rúmlega 46% einkunna eru núll, sem þýðir að myndin er að verða fyrir svokölluðu „review bombing.“ Það er þegar einstaklingar, sem fæstir hafa séð myndina, gefa henni núll, af því hún inniheldur eitthvað sem þeim líkar ekki. Nú þegar hafa stjórnvöld í nokkrum Miðausturlöndum bannað sýningar á myndinni vegna þess að hún inniheldur koss milli tveggja kvenna og má leiða líkum að því að fyrrnefnt „review bombing“ tengist því. Samkvæmt Hollywood Reporter eru sérfræðingar að spá því að innkoman fyrstu sýningarhelgi verði á bilinu 70 til 85 milljónir dollara. Til samanburðar var innkoman af fyrstu sýningarhelgi Toy Story 4 120 milljónir dollara, því virðist eilítið minni spenna fyrir Lightyear heldur Toy Story seríunni sjálfri. Þetta er þó í takti við aðra afleggjara vinsælla kvikmynda, sem yfirleitt hala inn minna fé en myndirnar sem þeir spretta úr. Jon Snow snýr mögulega aftur í Game of Thrones framhaldi HBO hefur hafið þróun á framhaldi af Game of Thrones, en þar mun eftirlæti aðdáenda þáttaraðarinnar, Jon Snow, eiga sviðið. Jon Snow úr Game of Thrones. Kit Harrington mun endurtaka leikinn sem Snow ef þáttaröðin fær grænt ljós og fara í framleiðslu. Leikarinn var í tvígang tilnefndur til Emmy verðlaun fyrir túlkun sína á hetjunni Snow. Í lokaþætti Thrones uppgötvaði Snow að hans sanna nafn væri Aegon Targryen og væri mögulegur erfingi járnkrúnunnar. Stjörnubíó Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fleiri fréttir Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Fátt er vitað um söguþráð myndarinnar, en þar sem Gerwig og Baumbach hafa hingað til verið eftirlæti sjálfstæða kvikmyndageirans, má búast við því að útgáfa þeirra af Barbie og Ken verði ekki eins og flestir eiga von á. Margot Robbie og Ryan Gosling sem Barbie og Ken. Robbie staðfesti þetta hálfpartinn þegar hún sagði í nýlegu viðtali við British Vogue: „Þegar fólk heyrir nafnið Barbie telur það sig vita um hverslags mynd sé að ræða, en heyrir svo að Greta Gerwig leikstýri og áttar sig á að það viti sennilega ekki neitt.“ Waititi ætlar að gera eitthvað nýtt með Star Wars Taika Waititi hefur tekið við stjórnartaumunum á næstu Star Wars kvikmyndinni sem fer í framleiðslu. Hann hefur hins vegar engan áhuga á að fylli inn í eyður sem gömlu myndirnar skildu eftir sig, líkt og Solo og Rogue One gerðu. Það er ekkert í gagn í mér innan Star Wars-heimsins ef ég geri mynd þar sem allir eru bara: Vá frábært, þarna eru teikningarnar að Fálkanum, eða þarna er amma Chewbacca. Waititi ætlar því að setja sinn eigin stimpil á myndina sem mun koma út í desember árið 2025, skapa nýjar persónur, kringumstæður og stækka Star Wars heiminn. Taika Waititi í vinnunni. Disney er nú að setja meira púður í að skapa þáttaraðir og kvikmyndir sem tengjast heimi gömlu myndanna lítið. John Watts, leikstjóri Spiderman: No Way Home, vinnur nú að Star Wars þáttaröð um fjögur tólf ára börn, sem sækir innblástur sinn frá Steven Spielberg myndum níunda áratugarins. Þáttaröðin mun heita Skeleton Crew og er Jude Law eini leikarinn sem hefur verið staðfestur. Nú standa yfir tökur á þáttunum Ahsoka og Andor sem koma út á næsta ári, en báðir tengjast þeir persónum sem nú þegar hafa birst í Star Wars heiminum. Bradley Cooper reis úr feni fíknarinnar Leikarinn Bradley Cooper mætti í hlaðvarpsþáttinn Smartless, sem er stjórnað af kollegum hans Will Arnett, Sean Hayes og Jason Bateman. Þar ræddi hann um að hafa orðið fíkniefnum og áfengi að bráð og hvernig heimsókn frá Arnett árið 2014 hjálpaði honum að átta sig á því hve djúpt hann var sokkinn. Bradley Cooper á sínum yngri árum, ásamt Amy Poehler. Arnett hafi síðdegis bankað upp á hjá Cooper og bent honum á að hann hafi enn ekki hleypt hundunum sínum út til að pissa og átt við hann alvarlegt samtal. Það var þá sem Cooper áttaði sig á að kókaínið hafði tekið yfir líf hans. Cooper segist á þessum tíma hafa verið rúinn sjálfstrausti og gjörsamlega týndur í lífinu. Í hlaðvarpinu benti Bateman honum einnig á að í dag væri hann algjör andstæða mannsins sem hann var þessum tíma; orðinn hlýr, tillitssamur og örlátur. Lightyear fær hálfvolgar móttökur Eina kvikmyndin sem frumsýnd er á Íslandi þessa helgina er teiknimyndin Lightyear, en hún fjallar um Bósa Ljósár, sem fólk þekkir úr Toy Story kvikmyndunum. Þó er þetta ekki sá Bósi sem áður hefur birst, heldur er hér um að ræða þá kvikmynd sem upprunalegu höfundar Toy Story sáu fyrir sér að leikfangið Bósi væri sprottið úr. Dómar gagnrýnenda hafa ekki verið jafn glimrandi og hjá Toy Story bálknum. Meðaleinkunn myndarinnar á vefsíðunni Metacritc, sem safnar saman dómum helstu gagnrýnenda, er 61 af 100, á meðan Toy Story myndirnar eru allar merktar sem „must-see“ og dómarnir eftir því. Allar Toy Story myndirnar hafa hlotið glimrandi dóma gagnrýnenda. Þegar þetta er skrifað er Lightyear með einkunnina 4,7 frá áhorfendum á Imdb.com. Það er þó ekkert hægt að lesa út úr þeirri tölu þar sem rúmlega 46% einkunna eru núll, sem þýðir að myndin er að verða fyrir svokölluðu „review bombing.“ Það er þegar einstaklingar, sem fæstir hafa séð myndina, gefa henni núll, af því hún inniheldur eitthvað sem þeim líkar ekki. Nú þegar hafa stjórnvöld í nokkrum Miðausturlöndum bannað sýningar á myndinni vegna þess að hún inniheldur koss milli tveggja kvenna og má leiða líkum að því að fyrrnefnt „review bombing“ tengist því. Samkvæmt Hollywood Reporter eru sérfræðingar að spá því að innkoman fyrstu sýningarhelgi verði á bilinu 70 til 85 milljónir dollara. Til samanburðar var innkoman af fyrstu sýningarhelgi Toy Story 4 120 milljónir dollara, því virðist eilítið minni spenna fyrir Lightyear heldur Toy Story seríunni sjálfri. Þetta er þó í takti við aðra afleggjara vinsælla kvikmynda, sem yfirleitt hala inn minna fé en myndirnar sem þeir spretta úr. Jon Snow snýr mögulega aftur í Game of Thrones framhaldi HBO hefur hafið þróun á framhaldi af Game of Thrones, en þar mun eftirlæti aðdáenda þáttaraðarinnar, Jon Snow, eiga sviðið. Jon Snow úr Game of Thrones. Kit Harrington mun endurtaka leikinn sem Snow ef þáttaröðin fær grænt ljós og fara í framleiðslu. Leikarinn var í tvígang tilnefndur til Emmy verðlaun fyrir túlkun sína á hetjunni Snow. Í lokaþætti Thrones uppgötvaði Snow að hans sanna nafn væri Aegon Targryen og væri mögulegur erfingi járnkrúnunnar.
Stjörnubíó Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fleiri fréttir Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira