Spá 0,75 prósenta hækkun stýrivaxta Bjarki Sigurðsson og Eiður Þór Árnason skrifa 16. júní 2022 09:22 Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands mun kynna næstu stýrivaxtahækkun sína þann 22. júní. Vísir/Sigurjón Bæði hagfræðideild Landsbankans og Greining Íslandsbanka spá því að peningastefnunefnd Seðlabankans muni hækka stýrivexti um 0,75 prósentustig í næstu viku. Gangi spárnar eftir fara meginvextir bankans úr 3,75 í 4,5 prósent. Þegar hagfræðideild Landsbankans birti þjóðhagsspá sína í maí gerði hún ráð fyrir að stýrivextir myndu hækka um 0,5 prósent og er því um að ræða umtalsverða hækkun á stuttum tíma. Vísað er til þess að verðbólguhorfur hafi nú versnað, nýlegar tölur sýni mikinn hagvöxt á fyrsta ársfjórðungi og gögn um innlenda kortaveltu sýni að eftirspurnarþrýstingur sé mikill. Fari stýrivextir upp í 4,5 prósent síðar í mánuðinum, líkt og gert er ráð fyrir, verða þeir orðnir jafnháir og þeir voru áður en peningastefnunefnd Seðlabankans hóf að lækka vexti árið 2019. Þrátt fyrir umtalsverðar stýrivaxtahækkanir síðustu misseri eru raunstýrivextir áfram neikvæðir. Greining Íslandsbanka telur líklegt að vaxtahækkunarferli Seðlabankans sé hvergi nærri lokið enda vilji bankinn trúlega koma raunstýrivöxtum yfir núllið fyrr en seinna. „Trúlega mun bankinn vilja stíga fast til jarðar því ef brugðist er of seint við gæti þurft að hækka vexti meira en ella. Það veltur svo ekki síst á því hvort, og þá hversu mikið, aðrir hagstjórnaraðilar á borð við stjórnvöld og aðila vinnumarkaðar leggja hönd á plóg við að minnka verðbólguþrýsting á komandi misserum hversu hátt stýrivextirnir fara áður en yfir líkur í yfirstandandi vaxtahækkunarferli.“ Versnandi verðbólguhorfur styðji við ákvörðunina „Við teljum líklegt að nefndin muni ræða 0,5-1,0 prósentustiga hækkun vaxta, en á síðasta fundi var rætt um 0,75-1,0 prósentustiga hækkun. Nefndin var þá einróma í þeirri ákvörðun að hækka vextina um 1,0 prósentustig og gaf jafnframt til kynna að vextir yrðu einnig hækkaðir næst. Að þessu sinni teljum við líklegast að hækkun um 0,75 prósentustig verði niðurstaðan, sem er vissulega stórt skref þó það sé ekki jafn stórt og síðast,“ segir í spá Landsbankans. Versnandi verðbólguhorfur styðji við ákvörðun Seðlabankans um að hækka stýrivexti en í nýjustu verðbólguspá er gert ráð fyrir því að verðbólgan verði 8,7 prósent í júní. Fréttin hefur verið uppfærð til að bæta við umfjöllun um nýja spá Greiningar Íslandsbanka. Seðlabankinn Íslenskir bankar Efnahagsmál Verðlag Íslenska krónan Tengdar fréttir Hækka spá sína og gera ráð fyrir 8,7 prósent verðbólgu í júní Hagfræðideild Landsbankans gerir ráð fyrir að ársverðbólga mælist 8,7% í júní en hún var 7,6% í maí. Um er að ræða talsvert meiri hækkun en bankinn hafði áður spáð og skýrist það fyrst og fremst af því að verð á eldsneyti hefur hækkað mun meira en hagfræðideildin átti von á. 15. júní 2022 10:13 Hækka stýrivexti í fyrsta sinn í ellefu ár Evrópski seðlabankinn hyggst færa stýrivexti sína upp um 0,25 prósentustig í júlí sem verður fyrsta hækkunin í ellefu ár. Þá boðar seðlabankinn aðra hækkun í september sem gæti reynst umfangsmeiri ef ekki tekst að koma böndum á verðbólguna. 9. júní 2022 21:17 Mest lesið Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Fleiri fréttir Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Sjá meira
Þegar hagfræðideild Landsbankans birti þjóðhagsspá sína í maí gerði hún ráð fyrir að stýrivextir myndu hækka um 0,5 prósent og er því um að ræða umtalsverða hækkun á stuttum tíma. Vísað er til þess að verðbólguhorfur hafi nú versnað, nýlegar tölur sýni mikinn hagvöxt á fyrsta ársfjórðungi og gögn um innlenda kortaveltu sýni að eftirspurnarþrýstingur sé mikill. Fari stýrivextir upp í 4,5 prósent síðar í mánuðinum, líkt og gert er ráð fyrir, verða þeir orðnir jafnháir og þeir voru áður en peningastefnunefnd Seðlabankans hóf að lækka vexti árið 2019. Þrátt fyrir umtalsverðar stýrivaxtahækkanir síðustu misseri eru raunstýrivextir áfram neikvæðir. Greining Íslandsbanka telur líklegt að vaxtahækkunarferli Seðlabankans sé hvergi nærri lokið enda vilji bankinn trúlega koma raunstýrivöxtum yfir núllið fyrr en seinna. „Trúlega mun bankinn vilja stíga fast til jarðar því ef brugðist er of seint við gæti þurft að hækka vexti meira en ella. Það veltur svo ekki síst á því hvort, og þá hversu mikið, aðrir hagstjórnaraðilar á borð við stjórnvöld og aðila vinnumarkaðar leggja hönd á plóg við að minnka verðbólguþrýsting á komandi misserum hversu hátt stýrivextirnir fara áður en yfir líkur í yfirstandandi vaxtahækkunarferli.“ Versnandi verðbólguhorfur styðji við ákvörðunina „Við teljum líklegt að nefndin muni ræða 0,5-1,0 prósentustiga hækkun vaxta, en á síðasta fundi var rætt um 0,75-1,0 prósentustiga hækkun. Nefndin var þá einróma í þeirri ákvörðun að hækka vextina um 1,0 prósentustig og gaf jafnframt til kynna að vextir yrðu einnig hækkaðir næst. Að þessu sinni teljum við líklegast að hækkun um 0,75 prósentustig verði niðurstaðan, sem er vissulega stórt skref þó það sé ekki jafn stórt og síðast,“ segir í spá Landsbankans. Versnandi verðbólguhorfur styðji við ákvörðun Seðlabankans um að hækka stýrivexti en í nýjustu verðbólguspá er gert ráð fyrir því að verðbólgan verði 8,7 prósent í júní. Fréttin hefur verið uppfærð til að bæta við umfjöllun um nýja spá Greiningar Íslandsbanka.
Seðlabankinn Íslenskir bankar Efnahagsmál Verðlag Íslenska krónan Tengdar fréttir Hækka spá sína og gera ráð fyrir 8,7 prósent verðbólgu í júní Hagfræðideild Landsbankans gerir ráð fyrir að ársverðbólga mælist 8,7% í júní en hún var 7,6% í maí. Um er að ræða talsvert meiri hækkun en bankinn hafði áður spáð og skýrist það fyrst og fremst af því að verð á eldsneyti hefur hækkað mun meira en hagfræðideildin átti von á. 15. júní 2022 10:13 Hækka stýrivexti í fyrsta sinn í ellefu ár Evrópski seðlabankinn hyggst færa stýrivexti sína upp um 0,25 prósentustig í júlí sem verður fyrsta hækkunin í ellefu ár. Þá boðar seðlabankinn aðra hækkun í september sem gæti reynst umfangsmeiri ef ekki tekst að koma böndum á verðbólguna. 9. júní 2022 21:17 Mest lesið Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Fleiri fréttir Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Sjá meira
Hækka spá sína og gera ráð fyrir 8,7 prósent verðbólgu í júní Hagfræðideild Landsbankans gerir ráð fyrir að ársverðbólga mælist 8,7% í júní en hún var 7,6% í maí. Um er að ræða talsvert meiri hækkun en bankinn hafði áður spáð og skýrist það fyrst og fremst af því að verð á eldsneyti hefur hækkað mun meira en hagfræðideildin átti von á. 15. júní 2022 10:13
Hækka stýrivexti í fyrsta sinn í ellefu ár Evrópski seðlabankinn hyggst færa stýrivexti sína upp um 0,25 prósentustig í júlí sem verður fyrsta hækkunin í ellefu ár. Þá boðar seðlabankinn aðra hækkun í september sem gæti reynst umfangsmeiri ef ekki tekst að koma böndum á verðbólguna. 9. júní 2022 21:17