Stærsta stund ferilsins í dag Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. júní 2022 13:16 Róbert Wessmann, stjórnarformaður og stofnandi Alvotech. Alvotech Alvotech, líftæknifyrirtæki Róberts Wessmann, verður skráð á markað í Bandaríkjunum í dag. Fyrirtækið verður það fyrsta íslenska sem skráð er á markað í Bandaríkjunum og á Íslandi - og þá er þetta í fyrsta sinn í rúm tuttugu ár sem íslenskt fyrirtæki er skráð í bandarísku kauphöllina. Hlutabréfin í Alvotech verða skráð undir auðkenninu ALVO. Í skráningarferlinu aflaði Alvotech nýs hlutafjár að verðmæti tæplega 23 milljarða króna gegn útgáfu almennra hluta á genginu 10 Bandaríkjadalir, eða um 1300 íslenskra króna. Alvotech verður við skráningu eina íslenska fyrirtækið sem skráð er á markað í Bandaríkjunum - en þetta er enn fremur í annað sinn sem íslenskt fyrirtæki er þar skráð. Það fyrsta var Decode, sem skráð var í kringum aldamótin en fór af bandarískum markaði 2010. Bréf í Alvotech verða jafnframt tekin til viðskipta í íslensku kauphöllinni frá og með 23. júní næstkomandi, en það yrði í fyrsta sinn sem bréf í íslensku fyrirtæki eru skráð samtímis til viðskipta í á hlutabréfamarkaði í Bandaríkjunum og á Íslandi. Í tilefni skráningarinnar mun Róbert Wessmann, stjórnarformaður og stofnandi Alvotech, opna markaði í kauphöllinni í New York í dag með því að hringja hinni víðfrægu bjöllu sem þar er. Beina útsendingu af bjölluhringingunni, sem hefst um 13:20 að íslenskum tíma, má nálgast hér og í spilaranum hér að ofan. „Ferillinn er búinn að vera... það hafa verið mörg fyrirtæki og þetta hefur gengið yfir það heila gríðarlega vel. En þetta er alveg langstærsta stundin af þeim öllum, held ég,“ segir Róbert. En aðstæður á mörkuðum, vestanhafs og hér heima, eru litaðar óvissu. Hlutabréf í frjálsu falli, verðbólga sögulega há og helstu seðlabankar iðnríkja hækka vexti. Róbert er þó bjartsýnn á viðtökur fjárfesta. „Félagið er komið með fyrsta lyfið á markað og við sjáum fyrir okkur að svona á komandi misserum verði reksturinn af félaginu mjög góður. Þannig að á endanum skiptir auðvitað mestu máli hvernig gengur og hvernig reksturinn gengur, þannig að við erum bjartsýn. Þó að ég sé sammála því að markaðsaðstæður gætu verið betri. En fyrirtækið er að gera gríðarlega góða hluti,“ segir Róbert Wessmann, stjórnarformaður Alvotech. Lyf Íslendingar erlendis Líftækni Bandaríkin Alvotech Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Bein útsending: UTmessan Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Sjá meira
Hlutabréfin í Alvotech verða skráð undir auðkenninu ALVO. Í skráningarferlinu aflaði Alvotech nýs hlutafjár að verðmæti tæplega 23 milljarða króna gegn útgáfu almennra hluta á genginu 10 Bandaríkjadalir, eða um 1300 íslenskra króna. Alvotech verður við skráningu eina íslenska fyrirtækið sem skráð er á markað í Bandaríkjunum - en þetta er enn fremur í annað sinn sem íslenskt fyrirtæki er þar skráð. Það fyrsta var Decode, sem skráð var í kringum aldamótin en fór af bandarískum markaði 2010. Bréf í Alvotech verða jafnframt tekin til viðskipta í íslensku kauphöllinni frá og með 23. júní næstkomandi, en það yrði í fyrsta sinn sem bréf í íslensku fyrirtæki eru skráð samtímis til viðskipta í á hlutabréfamarkaði í Bandaríkjunum og á Íslandi. Í tilefni skráningarinnar mun Róbert Wessmann, stjórnarformaður og stofnandi Alvotech, opna markaði í kauphöllinni í New York í dag með því að hringja hinni víðfrægu bjöllu sem þar er. Beina útsendingu af bjölluhringingunni, sem hefst um 13:20 að íslenskum tíma, má nálgast hér og í spilaranum hér að ofan. „Ferillinn er búinn að vera... það hafa verið mörg fyrirtæki og þetta hefur gengið yfir það heila gríðarlega vel. En þetta er alveg langstærsta stundin af þeim öllum, held ég,“ segir Róbert. En aðstæður á mörkuðum, vestanhafs og hér heima, eru litaðar óvissu. Hlutabréf í frjálsu falli, verðbólga sögulega há og helstu seðlabankar iðnríkja hækka vexti. Róbert er þó bjartsýnn á viðtökur fjárfesta. „Félagið er komið með fyrsta lyfið á markað og við sjáum fyrir okkur að svona á komandi misserum verði reksturinn af félaginu mjög góður. Þannig að á endanum skiptir auðvitað mestu máli hvernig gengur og hvernig reksturinn gengur, þannig að við erum bjartsýn. Þó að ég sé sammála því að markaðsaðstæður gætu verið betri. En fyrirtækið er að gera gríðarlega góða hluti,“ segir Róbert Wessmann, stjórnarformaður Alvotech.
Lyf Íslendingar erlendis Líftækni Bandaríkin Alvotech Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Bein útsending: UTmessan Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Sjá meira