Segja framsetningu um stöðu á leigumarkaði vera villandi Atli Ísleifsson skrifar 16. júní 2022 14:35 Guðmundur Hrafn Arngrímsson, formaður Samtaka leigjenda, segir ekki rétt að miða við meðallaun í landinu þegar staðan á leigumarkaði sé skoðuð. Vísir/Vilhelm Formaður Samtaka leigjenda segir framsetningu Húsnæðis- og mannvirkjastofunar um ástandið á leigumarkaði vera villandi og að ekki sé rétt að miða við hlutfall af meðallaunum. Slíkt gefi skakka mynd þar sem flestir á leigumarkaði séu í lágtekjuhópum. Húsnæðis- og mannvirkjustofnun birti í gær mánaðarskýrslu sína um stöðuna á húsnæðismarkaði þar sem sagði að ýmsir mælikvarðar bendi til þess að betra sé að vera á leigumarkaði nú en oft áður. Þó var bent á að blikur væru á lofti og að staðan gæti snúist við á næstu misserum. Í skýrslunni sagði að leiguverð á höfuðborgarsvæðinu hafi farið lækkandi á föstu verðlagi frá því í byrjun árs og að leiguverðið væru nú orðið lægra en fyrir ári síðan og hafi það ekki mælst lægra að raunvirði síðan í ágústmánuði 2017. „Leiguverð á höfuðborgarsvæðinu í apríl sem hlutfall af launum er það lægsta sem mælst hefur en gögnin ná aftur til byrjun árs 2013. Hlutfallið náði hámarki í lok árs 2018 en mælist nú 15,6% lægra en það gerði þá,“ sagði í skýrslu HMS. Ekki sé miðað við meðallaun Guðmundur Hrafn Arngrímsson, formaður Samtaka leigjenda, segir að það sem samtökin setji út á sé að stofnunin miði við meðallaun. „Við sem erum á leigumarkaði og eigum í samtali við leigjendur höfum þá sterku tilfinningu og teljum okkur vita það að meirihluti leigjenda eru í lægri leiguþrepunum. Það segir sig svolítið sjálft. Fólk sem er á leigumarkaði er fólk sem getur kannski ekki safnað sér fyrir útborgun og þar af leiðandi er ekki réttlátt að okkar mati að miða við meðallaun í landi þegar verið að skoða álag á tekjuhópina. Meðallaun í landinu eru um 690 þúsund krónur á meðan lágmarkslaun eru 360 þúsund, örorkubætur og framfærslubætur eru 300 þúsund. Á sama tíma er meðalleiguverð í Reykjavík, vestan Kringlumýrarbrautar, farið yfir 3.300 krónur á fermetrann,“ segir Guðmundur Hrafn. Óeðlileg þróun fyrir faraldur Guðmundur Hrafn segir að þegar litið sé á þróunina frá 2011, þegar byrjað var að gefa út vísitölu leiguverðs, og til aprílmánaðar 2020, þegar áhrif Covid á leigumarkaðinn komu fram, þá hafi átt sér stað mjög óeðlileg þróun á leiguverði með tilliti til launa og samfylgni við hækkun fasteignaverðs. Leiguverð hafi hækkað mjög á þessum tíma. „Við höfum líka borið ástandið á leigumarkaði hér saman við ástandið á leigumarkaðinn í Kaupmannahöfn í Danmörku. Hlutfall meðalhúsaleigu á 100 fermetra íbúð á Kaupmannahöfn er ekki nema 37 prósent af lágmarkslaunum. Á sama tíma er hlutfallið 69 prósent hér. Við erum að benda á það að þeir hópar sem eru á leigumarkaði, að álag leiguverðs á tekjur þeirra er miklu, miklu hærra hér en annars staðar.“ Guðmundur Hrafn bendir sömuleiðis á að meðalleiguverðið hjá Hagstofunni, sé tiltölulega skakkt þar sem fjöldinn allur af leigusamningum, þar sem leiga sé hærri en hjá leigusamningar á vegum félagslegra úrræða, séu ekki þinglýstir og það skekki heildarmyndina. Leigumarkaður Húsnæðismál Tengdar fréttir Segir leiguverð ekki þurfa að fylgja hækkandi fasteignaverði Leiguverð hefur ekki mælst lægra að raunvirði síðan 2017. Hagfræðingur hjá Húsnæðis-og mannvirkjastofnun segir leiguverð ekki alltaf þurfa að fylgja fasteignaverði. Kostnaður við að eiga og reka íbúð hafi ekki hækkað mikið 15. júní 2022 14:21 Leiguverð sem hlutfall af launum ekki mælst lægra síðan 2013 Umsvif á fasteignamarkaði halda áfram að dragast saman og framboð af íbúðum til sölu er farið að aukast á nýjan leik eftir verulegan samdrátt allt frá því í maí 2020. Hátt hlutfall íbúða sem seldist á yfirverði í apríl og stuttur sölutími er hins vegar vísbending um að eftirspurnarþrýstingur hafi þó enn verið mikill í mánuðinum. 15. júní 2022 08:15 Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Húsnæðis- og mannvirkjustofnun birti í gær mánaðarskýrslu sína um stöðuna á húsnæðismarkaði þar sem sagði að ýmsir mælikvarðar bendi til þess að betra sé að vera á leigumarkaði nú en oft áður. Þó var bent á að blikur væru á lofti og að staðan gæti snúist við á næstu misserum. Í skýrslunni sagði að leiguverð á höfuðborgarsvæðinu hafi farið lækkandi á föstu verðlagi frá því í byrjun árs og að leiguverðið væru nú orðið lægra en fyrir ári síðan og hafi það ekki mælst lægra að raunvirði síðan í ágústmánuði 2017. „Leiguverð á höfuðborgarsvæðinu í apríl sem hlutfall af launum er það lægsta sem mælst hefur en gögnin ná aftur til byrjun árs 2013. Hlutfallið náði hámarki í lok árs 2018 en mælist nú 15,6% lægra en það gerði þá,“ sagði í skýrslu HMS. Ekki sé miðað við meðallaun Guðmundur Hrafn Arngrímsson, formaður Samtaka leigjenda, segir að það sem samtökin setji út á sé að stofnunin miði við meðallaun. „Við sem erum á leigumarkaði og eigum í samtali við leigjendur höfum þá sterku tilfinningu og teljum okkur vita það að meirihluti leigjenda eru í lægri leiguþrepunum. Það segir sig svolítið sjálft. Fólk sem er á leigumarkaði er fólk sem getur kannski ekki safnað sér fyrir útborgun og þar af leiðandi er ekki réttlátt að okkar mati að miða við meðallaun í landi þegar verið að skoða álag á tekjuhópina. Meðallaun í landinu eru um 690 þúsund krónur á meðan lágmarkslaun eru 360 þúsund, örorkubætur og framfærslubætur eru 300 þúsund. Á sama tíma er meðalleiguverð í Reykjavík, vestan Kringlumýrarbrautar, farið yfir 3.300 krónur á fermetrann,“ segir Guðmundur Hrafn. Óeðlileg þróun fyrir faraldur Guðmundur Hrafn segir að þegar litið sé á þróunina frá 2011, þegar byrjað var að gefa út vísitölu leiguverðs, og til aprílmánaðar 2020, þegar áhrif Covid á leigumarkaðinn komu fram, þá hafi átt sér stað mjög óeðlileg þróun á leiguverði með tilliti til launa og samfylgni við hækkun fasteignaverðs. Leiguverð hafi hækkað mjög á þessum tíma. „Við höfum líka borið ástandið á leigumarkaði hér saman við ástandið á leigumarkaðinn í Kaupmannahöfn í Danmörku. Hlutfall meðalhúsaleigu á 100 fermetra íbúð á Kaupmannahöfn er ekki nema 37 prósent af lágmarkslaunum. Á sama tíma er hlutfallið 69 prósent hér. Við erum að benda á það að þeir hópar sem eru á leigumarkaði, að álag leiguverðs á tekjur þeirra er miklu, miklu hærra hér en annars staðar.“ Guðmundur Hrafn bendir sömuleiðis á að meðalleiguverðið hjá Hagstofunni, sé tiltölulega skakkt þar sem fjöldinn allur af leigusamningum, þar sem leiga sé hærri en hjá leigusamningar á vegum félagslegra úrræða, séu ekki þinglýstir og það skekki heildarmyndina.
Leigumarkaður Húsnæðismál Tengdar fréttir Segir leiguverð ekki þurfa að fylgja hækkandi fasteignaverði Leiguverð hefur ekki mælst lægra að raunvirði síðan 2017. Hagfræðingur hjá Húsnæðis-og mannvirkjastofnun segir leiguverð ekki alltaf þurfa að fylgja fasteignaverði. Kostnaður við að eiga og reka íbúð hafi ekki hækkað mikið 15. júní 2022 14:21 Leiguverð sem hlutfall af launum ekki mælst lægra síðan 2013 Umsvif á fasteignamarkaði halda áfram að dragast saman og framboð af íbúðum til sölu er farið að aukast á nýjan leik eftir verulegan samdrátt allt frá því í maí 2020. Hátt hlutfall íbúða sem seldist á yfirverði í apríl og stuttur sölutími er hins vegar vísbending um að eftirspurnarþrýstingur hafi þó enn verið mikill í mánuðinum. 15. júní 2022 08:15 Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Segir leiguverð ekki þurfa að fylgja hækkandi fasteignaverði Leiguverð hefur ekki mælst lægra að raunvirði síðan 2017. Hagfræðingur hjá Húsnæðis-og mannvirkjastofnun segir leiguverð ekki alltaf þurfa að fylgja fasteignaverði. Kostnaður við að eiga og reka íbúð hafi ekki hækkað mikið 15. júní 2022 14:21
Leiguverð sem hlutfall af launum ekki mælst lægra síðan 2013 Umsvif á fasteignamarkaði halda áfram að dragast saman og framboð af íbúðum til sölu er farið að aukast á nýjan leik eftir verulegan samdrátt allt frá því í maí 2020. Hátt hlutfall íbúða sem seldist á yfirverði í apríl og stuttur sölutími er hins vegar vísbending um að eftirspurnarþrýstingur hafi þó enn verið mikill í mánuðinum. 15. júní 2022 08:15