Bensínverð ekki náð methæðum að raunvirði og geti enn hækkað Eiður Þór Árnason skrifar 16. júní 2022 16:10 Ekkert lát virðist vera á hækkunum á eldsneytisverði. Þrátt fyrir það segir Elísa Arna Hilmarsdóttir, hagfræðingur hjá Viðskiptaráði, að engin met hafi fallið. Samsett Þrátt fyrir að bensínverð hafi aldrei verið hærra í krónum talið í kjölfar umtalsverðra hækkana er enn nokkuð í að bensínverð nái hæstu hæðum á Íslandi. Bensínverð fór yfir 350 krónu múrinn á velflestum sölustöðum olíufélaganna í vikunni en ef tekið er mið af verðlagsþróun þá var meðalverðið í gær 44 krónum lægra að raunvirði en þegar það náði hámarki árið 2012. Þetta má lesa úr greiningu hagfræðinga Viðskiptaráðs Íslands sem tekur mið af þróun verðbólgu frá árinu 1996. Í útreikningunum er gert ráð fyrir 8,4% verðbólgu í júnímánuði í samræmi við spár viðskiptabankanna. „Þetta hefur hækkað mjög hratt en við eigum enn þá alveg töluvert inni ef við ætlum að fara að tala um einhver söguleg met,“ segir Elísa Arna Hilmarsdóttir, hagfræðingur hjá Viðskiptaráði, í samtali við fréttastofu. Mikilvægt sé að hafa í huga á tímum mikillar verðbólgu og verðhækkana að há krónutala jafngildi ekki endilega því að verð hafi ekki verið hærra. Hækkanir farið fram úr spám bankanna „Bensín hefur auðvitað aldrei verið hærra í krónum talið en það segir ekki alla söguna. Með sama hætti mætti segja að mjög margar vörur hafi aldrei verið hærri í krónum talið, þó staðreyndin sé kannski önnur þegar tekið er tillit til verðlagsþróunar. Vissulega hefur bensínverð hækkað mikið undanfarið en í þessu samhengi er nauðsynlegt að líta einnig til verðbólgunnar,“ segir Elísa Arna. Á móti komi að bensínbílar séu almennt sparneytnari nú en fyrir tíu árum sem skili sér í því að fólk þurfi sjaldnar að leggja kortið að bensíndælunni. Eldsneytisverð hefur hækkað meira hér á landi að undanförnu en greiningardeildir Íslandsbanka og Landsbankans gerðu ráð fyrir. Landsbankinn gaf í gær út nýja verðbólguspá og spáir nú 8,7% verðbólgu í júní. Um er að ræða talsvert meiri hækkun en í síðustu spá bankans frá því í maí. Landsbankinn segir skýringuna fyrst og fremst að bensín og olíuverð hafi hækkað mun meira en bankinn átti von á. Bensín og olía Neytendur Verðlag Tengdar fréttir 350 króna múrinn fallinn Bensínlítrinn er nú víða kominn yfir 350 krónur í kjölfar umtalsverðra hækkana seinustu misseri. Samkvæmt gögnum frá Gasvaktinni reið Orkan á vaðið á mánudag og hækkaði verð á flestum stöðvum sínum um 11,5 krónur úr 343,4 krónum í 354,9 krónur á lítrann. 15. júní 2022 17:24 Mest lesið Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Innkalla brauð vegna brots úr peru Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Sjá meira
Bensínverð fór yfir 350 krónu múrinn á velflestum sölustöðum olíufélaganna í vikunni en ef tekið er mið af verðlagsþróun þá var meðalverðið í gær 44 krónum lægra að raunvirði en þegar það náði hámarki árið 2012. Þetta má lesa úr greiningu hagfræðinga Viðskiptaráðs Íslands sem tekur mið af þróun verðbólgu frá árinu 1996. Í útreikningunum er gert ráð fyrir 8,4% verðbólgu í júnímánuði í samræmi við spár viðskiptabankanna. „Þetta hefur hækkað mjög hratt en við eigum enn þá alveg töluvert inni ef við ætlum að fara að tala um einhver söguleg met,“ segir Elísa Arna Hilmarsdóttir, hagfræðingur hjá Viðskiptaráði, í samtali við fréttastofu. Mikilvægt sé að hafa í huga á tímum mikillar verðbólgu og verðhækkana að há krónutala jafngildi ekki endilega því að verð hafi ekki verið hærra. Hækkanir farið fram úr spám bankanna „Bensín hefur auðvitað aldrei verið hærra í krónum talið en það segir ekki alla söguna. Með sama hætti mætti segja að mjög margar vörur hafi aldrei verið hærri í krónum talið, þó staðreyndin sé kannski önnur þegar tekið er tillit til verðlagsþróunar. Vissulega hefur bensínverð hækkað mikið undanfarið en í þessu samhengi er nauðsynlegt að líta einnig til verðbólgunnar,“ segir Elísa Arna. Á móti komi að bensínbílar séu almennt sparneytnari nú en fyrir tíu árum sem skili sér í því að fólk þurfi sjaldnar að leggja kortið að bensíndælunni. Eldsneytisverð hefur hækkað meira hér á landi að undanförnu en greiningardeildir Íslandsbanka og Landsbankans gerðu ráð fyrir. Landsbankinn gaf í gær út nýja verðbólguspá og spáir nú 8,7% verðbólgu í júní. Um er að ræða talsvert meiri hækkun en í síðustu spá bankans frá því í maí. Landsbankinn segir skýringuna fyrst og fremst að bensín og olíuverð hafi hækkað mun meira en bankinn átti von á.
Bensín og olía Neytendur Verðlag Tengdar fréttir 350 króna múrinn fallinn Bensínlítrinn er nú víða kominn yfir 350 krónur í kjölfar umtalsverðra hækkana seinustu misseri. Samkvæmt gögnum frá Gasvaktinni reið Orkan á vaðið á mánudag og hækkaði verð á flestum stöðvum sínum um 11,5 krónur úr 343,4 krónum í 354,9 krónur á lítrann. 15. júní 2022 17:24 Mest lesið Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Innkalla brauð vegna brots úr peru Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Sjá meira
350 króna múrinn fallinn Bensínlítrinn er nú víða kominn yfir 350 krónur í kjölfar umtalsverðra hækkana seinustu misseri. Samkvæmt gögnum frá Gasvaktinni reið Orkan á vaðið á mánudag og hækkaði verð á flestum stöðvum sínum um 11,5 krónur úr 343,4 krónum í 354,9 krónur á lítrann. 15. júní 2022 17:24