Vann sitt fyrsta risamót eftir æsispennandi lokasprett á Opna bandaríska Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. júní 2022 07:30 Matthew Fitzpatrick kom, sá og sigraði um helgina. David Cannon/Getty Images Englendingurinn Matt Fitzpatrick vann Opna bandaríska meistaramótið í golfi sem fram fór um helgina. Hinn 27 ára gamli Fitzpatrick hafði betur eftir hörkukeppni við Scottie Scheffler, efsta kylfing heimslistans, og Will Zalatoris. Aðeins munaði einu höggi á kylfingunum. Opna bandaríska meistaramótið fór fram í 122. sinn um helgina. Fitzpatrick fylgir í fótspor hins goðsagnakennda Jack Nicklaus en hann er aðeins annar kylfingur sögunnar, og sá fyrsti sem er ekki frá Bandaríkjunum, til að vinna áhugamannamót Bandaríkjanna (e. US Amateur) og meistaramótið (e. US Open) á sama velli en hann vann áhugamannamótið árið 2013. Fitzpatrick hefur sjö sinnum landað sigri á Evrópumótaröðinni en aldrei unnið stórmót, það er fyrr en nú. Fyrir lokadag mótsins voru Fitzpatrick og Zalatoris jafnir. Sá fyrrnefndi spilaði á 68 höggum sem dugði til sigurs en en alls spilaði Fitzpatrick á sex höggum undir pari á meðan Zalatoris og Scheffler voru báðir á fimm höggum undir pari. Fitzpatrick átti ótrúlegt skot úr glompu undir lok móts sem sá til þess að hann átti möguleika á titlinum. Skotið má sjá hér að neðan. Absolute nails. #USOpen pic.twitter.com/2V218Ahvnj— U.S. Open (USGA) (@usopengolf) June 20, 2022 „Þetta er ólýsanleg tilfinning. Það er svo mikil klisja en þetta er eitthvað sem manni dreymir um sem barn. Ég gæti lagt kylfuna á hilluna á morgun og verið hamingjusamur maður,“ sagði Fitzpatrick við fjölmiðla að móti loknu. Verandi frá Sheffield í Englandi þó tókst honum að blanda Sheffield United inn í umræðuna. „Ég er eins – það býst enginn við að mér gangi vel, eða það býst enginn við að ég nái árangri. Mér líður eins og ég hafi þurft að leggja virkilega hart að mér til að ná þessum árangri. Það er hugarfarið hjá öllum þar sem ég ólst upp. Að vera lítilmagni og þurfa vinna fyrir því sem þú færð,“ bætti Fitzpatrick við. A ball striking clinic! @MattFitz94 hit 17/18 greens in regulation on Sunday, best in the #USOpen field.His spectacular effort is our @Lexus Top Performance of the Day. #LexusGolf pic.twitter.com/oQ3YPgxxmA— U.S. Open (USGA) (@usopengolf) June 20, 2022 Hann svo sannarlega fyrir kaupinu um helgina en alls fær hann 3,15 milljónir Bandaríkjadala í sinn hlut. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Golf Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Tom Brady steyptur í brons Sport Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, enskur fótbolti og fleira Sport Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enski boltinn Fleiri fréttir Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Hulda Clara og Karen Lind efstar Axel og Dagbjartur leiða Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Donald Trump sást svindla á golfvellinum Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vélmennið leiðir Opna breska Reyndi allt til að koma kúlunni niður Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Sjá meira
Opna bandaríska meistaramótið fór fram í 122. sinn um helgina. Fitzpatrick fylgir í fótspor hins goðsagnakennda Jack Nicklaus en hann er aðeins annar kylfingur sögunnar, og sá fyrsti sem er ekki frá Bandaríkjunum, til að vinna áhugamannamót Bandaríkjanna (e. US Amateur) og meistaramótið (e. US Open) á sama velli en hann vann áhugamannamótið árið 2013. Fitzpatrick hefur sjö sinnum landað sigri á Evrópumótaröðinni en aldrei unnið stórmót, það er fyrr en nú. Fyrir lokadag mótsins voru Fitzpatrick og Zalatoris jafnir. Sá fyrrnefndi spilaði á 68 höggum sem dugði til sigurs en en alls spilaði Fitzpatrick á sex höggum undir pari á meðan Zalatoris og Scheffler voru báðir á fimm höggum undir pari. Fitzpatrick átti ótrúlegt skot úr glompu undir lok móts sem sá til þess að hann átti möguleika á titlinum. Skotið má sjá hér að neðan. Absolute nails. #USOpen pic.twitter.com/2V218Ahvnj— U.S. Open (USGA) (@usopengolf) June 20, 2022 „Þetta er ólýsanleg tilfinning. Það er svo mikil klisja en þetta er eitthvað sem manni dreymir um sem barn. Ég gæti lagt kylfuna á hilluna á morgun og verið hamingjusamur maður,“ sagði Fitzpatrick við fjölmiðla að móti loknu. Verandi frá Sheffield í Englandi þó tókst honum að blanda Sheffield United inn í umræðuna. „Ég er eins – það býst enginn við að mér gangi vel, eða það býst enginn við að ég nái árangri. Mér líður eins og ég hafi þurft að leggja virkilega hart að mér til að ná þessum árangri. Það er hugarfarið hjá öllum þar sem ég ólst upp. Að vera lítilmagni og þurfa vinna fyrir því sem þú færð,“ bætti Fitzpatrick við. A ball striking clinic! @MattFitz94 hit 17/18 greens in regulation on Sunday, best in the #USOpen field.His spectacular effort is our @Lexus Top Performance of the Day. #LexusGolf pic.twitter.com/oQ3YPgxxmA— U.S. Open (USGA) (@usopengolf) June 20, 2022 Hann svo sannarlega fyrir kaupinu um helgina en alls fær hann 3,15 milljónir Bandaríkjadala í sinn hlut. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum.
Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum.
Golf Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Tom Brady steyptur í brons Sport Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, enskur fótbolti og fleira Sport Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enski boltinn Fleiri fréttir Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Hulda Clara og Karen Lind efstar Axel og Dagbjartur leiða Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Donald Trump sást svindla á golfvellinum Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vélmennið leiðir Opna breska Reyndi allt til að koma kúlunni niður Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti