Manaði sig upp í símtölin og vonaði það besta Stefán Árni Pálsson skrifar 20. júní 2022 10:31 Heimir Bjarnason er aðeins 27 ára en leikstýrir sinni fyrstu kvikmynd í verkinu Þrot. Kvikmyndin Þrot í leikstjórn Heimis Bjarnasonar er á leiðinni í kvikmyndahús en um er að ræða sakamáladrama. Heimir er aðeins 27 ára og er þetta fyrsta kvikmynd hans í fullri lengd en hann er jafnframt handritshöfundur kvikmyndarinnar. Þrot segir frá dularfullu morðmáli sem skekur smábæjarsamfélag og þeim áhrifum sem það hefur á líf og fortíð þriggja ólíkra einstaklinga. Gömul sár verða að nýjum og fljótt verður ljóst að sögum ber ekki saman og reynir á fjölskylduböndin sem aldrei fyrr eftir því sem sannleikurinn skýrist. Heimir útskrifaðist úr Prague Film School í Tékklandi árið 2016. Skólafélagi hans þaðan, Nicole Goode, er kvikmyndatökumaður myndarinnar. Byrjaði á myndinni í menntó „Þetta var mjög langt ferli en ég held ég hafi skrifað titilinn niður fyrst árið 2013 og byrjaði síðan bara að skrifa. Ég í raun og veru reyndi að gera myndina í menntaskóla og komst frekar langt með það. Svo fór ég út í nám til Prag og safnaði smá liði þar,“ segir Heimir. Myndin var að mestu leyti tekin á Hvolsvelli og nærliggjandi sveitum. Með helstu hlutverk fara Bára Lind Þórarinsdóttir, Anna Hafþórsdóttir, Bjarni Snæbjörnsson, Pálmi Gestsson og Guðrún S. Gísladóttir. Sindri Sindrason ræddi við Heimi í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Ég hélt að það yrði erfiðara að fá svona flottara leikara með mér í lið en svo manar maður sig bara upp í það að hringja í Guðrúnu Gísla og Pálma, senda þeim handritið og vona það besta,“ segir Heimir. Myndin hreppti titilinn Besta erlenda myndin á San Diego Movie Awards og hefur verið valin til þátttöku á BARCIFF (Barcelona Indie Filmmakers Festival), Crown Wood International Film Festival ásamt New Wave Film Festival í Þýskalandi. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Bíó og sjónvarp Ísland í dag Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Lífið Fjórir á lista Páls hættir við Lífið Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Lífið „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Lífið Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Lífið „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Lífið Slíta sambandinu en vinna áfram saman Lífið Cillian mærir Kiljan Lífið Andri Björns stendur vaktina allar helgar Lífið „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Tíska og hönnun Fleiri fréttir Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman „Við hvern ert þú að tala?“ Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Sjá meira
Heimir er aðeins 27 ára og er þetta fyrsta kvikmynd hans í fullri lengd en hann er jafnframt handritshöfundur kvikmyndarinnar. Þrot segir frá dularfullu morðmáli sem skekur smábæjarsamfélag og þeim áhrifum sem það hefur á líf og fortíð þriggja ólíkra einstaklinga. Gömul sár verða að nýjum og fljótt verður ljóst að sögum ber ekki saman og reynir á fjölskylduböndin sem aldrei fyrr eftir því sem sannleikurinn skýrist. Heimir útskrifaðist úr Prague Film School í Tékklandi árið 2016. Skólafélagi hans þaðan, Nicole Goode, er kvikmyndatökumaður myndarinnar. Byrjaði á myndinni í menntó „Þetta var mjög langt ferli en ég held ég hafi skrifað titilinn niður fyrst árið 2013 og byrjaði síðan bara að skrifa. Ég í raun og veru reyndi að gera myndina í menntaskóla og komst frekar langt með það. Svo fór ég út í nám til Prag og safnaði smá liði þar,“ segir Heimir. Myndin var að mestu leyti tekin á Hvolsvelli og nærliggjandi sveitum. Með helstu hlutverk fara Bára Lind Þórarinsdóttir, Anna Hafþórsdóttir, Bjarni Snæbjörnsson, Pálmi Gestsson og Guðrún S. Gísladóttir. Sindri Sindrason ræddi við Heimi í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Ég hélt að það yrði erfiðara að fá svona flottara leikara með mér í lið en svo manar maður sig bara upp í það að hringja í Guðrúnu Gísla og Pálma, senda þeim handritið og vona það besta,“ segir Heimir. Myndin hreppti titilinn Besta erlenda myndin á San Diego Movie Awards og hefur verið valin til þátttöku á BARCIFF (Barcelona Indie Filmmakers Festival), Crown Wood International Film Festival ásamt New Wave Film Festival í Þýskalandi. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Bíó og sjónvarp Ísland í dag Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Lífið Fjórir á lista Páls hættir við Lífið Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Lífið „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Lífið Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Lífið „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Lífið Slíta sambandinu en vinna áfram saman Lífið Cillian mærir Kiljan Lífið Andri Björns stendur vaktina allar helgar Lífið „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Tíska og hönnun Fleiri fréttir Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman „Við hvern ert þú að tala?“ Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Sjá meira