Elliðaárnar opnuðu í gær Karl Lúðvíksson skrifar 21. júní 2022 09:53 Kamilla tekur fyrstu köstin í Teljarastreng með leiðsögumanninum sínum Ásgeir Heiðar Veiði hófst í Elliðaánum í gær en töluvert er gengið af laxi í ána og inná milli má sjá nokkra sem eru ansi vænir. það var samkvæmt venju í dag að Reykvíkingur ársins opnar veiðina í Elliðaánum og að þessu sinni voru það Kamilla og Marko sem fengu þann heiður. Fyrstu flugunni kastaði Kamilla í teljarastreng en þar lágu nokkrir nýgengnir laxar sem þó litu ekki við flugunni. Marko tok eitt rennsli á eftir henni en engin lax vildi þó taka að þessu sinni. Karl Lúðvíksson Fyrsti laxinn kom svo á land á Breiðunni klukkan hálf níu og það var Kamilla sem landaði honum. Við fréttum af ellefu löxum á land í gær en áin er nokkuð vatnsmikil og þrátt fyrir það er þetta virkilega fín opnun. Það er einstaklega gaman að taka rölt að Sjávarfossi þessa dagana og horfa á laxana stökkva upp fossinn en vegfarendur eru að sama skapi beðnir um að sýna veiðimönnum tillitsemi og fara ekki nærri ánni til að styggja ekki laxinn. Karl Lúðvíksson Stangveiði Mest lesið Veiði að glæðast í Straumunum Veiði Fleiri lokatölur úr laxveiðiánum Veiði Ytri Rangá í góðum gír Veiði Laxveiðin 2011 - Bráðabirgðatölur Veiði Sprenging í umsóknum um Elliðaárnar Veiði Léttklæddar laxaflugur Veiði Ný mið á haglabyssur auðvelda veiðar Veiði Er sumarflugan 2014 fundin? Veiði Fleiri lokatölur úr laxveiðiánum Veiði Veiðisýning á Egilsstöðum 3-6. nóvember Veiði
það var samkvæmt venju í dag að Reykvíkingur ársins opnar veiðina í Elliðaánum og að þessu sinni voru það Kamilla og Marko sem fengu þann heiður. Fyrstu flugunni kastaði Kamilla í teljarastreng en þar lágu nokkrir nýgengnir laxar sem þó litu ekki við flugunni. Marko tok eitt rennsli á eftir henni en engin lax vildi þó taka að þessu sinni. Karl Lúðvíksson Fyrsti laxinn kom svo á land á Breiðunni klukkan hálf níu og það var Kamilla sem landaði honum. Við fréttum af ellefu löxum á land í gær en áin er nokkuð vatnsmikil og þrátt fyrir það er þetta virkilega fín opnun. Það er einstaklega gaman að taka rölt að Sjávarfossi þessa dagana og horfa á laxana stökkva upp fossinn en vegfarendur eru að sama skapi beðnir um að sýna veiðimönnum tillitsemi og fara ekki nærri ánni til að styggja ekki laxinn. Karl Lúðvíksson
Stangveiði Mest lesið Veiði að glæðast í Straumunum Veiði Fleiri lokatölur úr laxveiðiánum Veiði Ytri Rangá í góðum gír Veiði Laxveiðin 2011 - Bráðabirgðatölur Veiði Sprenging í umsóknum um Elliðaárnar Veiði Léttklæddar laxaflugur Veiði Ný mið á haglabyssur auðvelda veiðar Veiði Er sumarflugan 2014 fundin? Veiði Fleiri lokatölur úr laxveiðiánum Veiði Veiðisýning á Egilsstöðum 3-6. nóvember Veiði