Glugginn opinn en hvaða lið grípa í veskið? Sindri Sverrisson og Ingvi Þór Sæmundsson skrifa 29. júní 2022 10:01 Almarr Ormarsson ku vera á leið aftur til Fram og þá er framtíð Óskars Arnar Haukssonar hjá Stjörnunni í óvissu. vísir/Hulda Margrét Íslensk knattspyrnufélög geta núna stundað viðskipti að vild því félagaskiptaglugginn var opnaður í dag og verður ekki lokað fyrr en á miðnætti 26. júlí. Tíu umferðir eru búnar í Bestu deild karla og án vafa hugsa einhver félaganna tólf í deildinni sér gott til glóðarinnar að geta lappað upp á leikmannahópa sína. Vísir gerði nokkurs konar þarfagreiningu fyrir félögin og fór yfir það hvar mesta þörfin væri fyrir liðsstyrk, eins og sjá má hér að neðan. Stórveldi á borð við FH og KR horfa upp á þann möguleika að þau gætu endað á að spila í neðri hlutanum þegar deildinni verður í fyrsta sinn skipt upp í tvennt í haust. Vilji þau forðast það þurfa þau því væntanlega að opna budduna. Risið er hátt á Blikum þessa dagana enda eru þeir langbesta lið landsins.vísir/Hulda Margrét Breiðablik er í toppmálum, með ellefu stiga forskot á næstu þrjú lið sem þó eiga leik til góða, og sjálfsagt ekki rík þörf fyrir nýja leikmenn í Kópavogi nema að aðrir séu á leið í atvinnumennsku. ÍBV og Leiknir sitja í fallsætunum en stutt er upp í næstu lið og forráðamenn ÍA, Fram og Keflavíkur eru eflaust ekkert í rónni varðandi hættuna á falli. Meðal leikmanna sem gætu verið eftirsóttir næsta mánuðinn má nefna Óskar Örn Hauksson, Sigurð Egil Lárusson, Brynjar Gauta Guðjónsson, Elfar Frey Helgason og Viðar Örn Kjartansson. Breiðablik 1. sæti Hvað vantar? Blikar þurfa í raun ekkert enda hafa þeir spilað langbesta fótboltann á Íslandi í sumar og virðast nánast algjörlega óstöðvandi. Ný viðbót gæti ruggað bát sem engin ástæða er til að rugga. Stjarnan 2. sæti Hvað vantar? Stjörnumenn hafa stólað á sína ungu og efnilegu leikmenn í sumar og það hefur gefið góða raun. Garðbæingar þurfa helst sóknarmann ef Emil Atlason meiðist eða hættir að skora, og ef til vill miðvörð ef Brynjar Gauti hverfur á braut. Víkingur 3. sæti Hvað vantar? Víkingar eru vel settir en söknuðu Pablos Punyed sárt þegar hann var meiddur og gætu viljað ráða betur við það. Meistararnir þurfa líka að búa sig undir það að Kristall Máni Ingason verði fenginn út í atvinnumennsku. Valur 4. sæti Hvað vantar? Valsmenn virðast ansi vel settir hvað leikmannahóp varðar og hefðu kannski mest not fyrir nýjan íþróttasálfræðing. Hraður kantmaður gæti eflt sóknarleikinn en Valur hefur ekki enn fyllt skarðið sem Aron Bjarnason skildi eftir sig þegar hann fór eftir tímabilið 2020. Sigurður Egill Lárusson hefur fengið fá tækifæri með Val í sumar. Verður hann áfram á Hlíðarenda?vísir/Hulda Margrét KA 5. sæti Hvað vantar? Miðjumann fyrst að Sebastiaan Brebels er farinn, mögulega varnarmann ef Oleksiy Bykov fer og sterkan markaskorara ef slíkur er á lausu. Eftir frábæra byrjun á tímabilinu hafa KA-menn gefið eftir að undanförnu og þurfa að hafa sig alla við til að komast í úrslitakeppni efstu sex liðanna. KR 6. sæti Hvað vantar? Unga leikmenn með næga hæfileika til að fríska upp á aldrað og reynslumikið lið sem valdið hefur vonbrigðum í sumar. Jafnmikil þörf er á liðsstyrk um allan völl. Keflavík 7. sæti Hvað vantar? Gæðamiðjumann fyrir hinn úkraínska Ivan Kaliuzhnyi sem er á förum og sóknarmann í stað Joey Gibbs ef fæðingarorlof hans í Ástralíu dregst á langinn. Fram 8. sæti Hvað vantar? Miðvörð sem liðið getur stólað á og mögulega öflugri markvörð. Framarar hafa fengið á sig langflest mörk í sumar eða 26 í tíu leikjum en spila reyndar opinn fótbolta. Þeir þurfa að stoppa í götin aftast á vellinum ef þeir ætla að spila í Bestu deildinni á næsta tímabili. Þeir eru greinilega meðvitaðir um það og hafa gert Stjörnunni tilboð í Brynjar Gauta. Þá er Almarr Ormarsson aftur á leið til Fram samkvæmt heimildum Fótbolta.net. Fram hefur falast eftir kröftum Brynjars Gauta Guðjónssonar enda ekki vanþörf á að styrkja varnarleik liðsins.vísir/daníel FH 9. sæti Hvað vantar? Eitthvað mikið er að í Kaplakrika og spurning hvort að Eiður Smári Guðjohnsen geti bætt úr því. Hann hlýtur að skoða það að fá allavega einn hreinræktaðan miðvörð og mögulega fleiri leikmenn. Leikmannahópur FH er undarlega samsettur en það þarf meira en einn félagaskiptaglugga til að koma því í lag. ÍA 10. sæti Hvað vantar? Það var forvitnilegt úrræði að fá Garðar Gunnlaugsson aftur í slaginn og sýnir að ÍA vantar sóknarmann. Viktor Jónsson hefur ekkert spilað í sumar vegna meiðsla og þótt Eyþór Aron Wöhler hafi staðið sig vel myndi Jón Þór Hauksson eflaust ekki slá hendinni á móti framherja. Skapandi miðjumaður gæti einnig bætt liðið mikið. ÍA hefur þegar fengið danska kantmanninn Kristian Lindberg og gæti bætt meira við sig. Leiknir 11. sæti Hvað vantar? Leiknismenn hafa skorað fæst mörk allra liða, aðeins sjö, svo augljósa svarið er skæður sóknar- eða kantmaður sem gæti komið með nýtt og ferskt blóð fremst á vellinum. ÍBV 12. sæti Hvað vantar? Góðan kantmann og markvörð, og mögulega nýjan þjálfara ef hlutirnir fara ekki að smella hjá Hermanni Hreiðarssyni og ráðgjafa hans, Heimi Hallgrímssyni. Besta deild karla Mest lesið Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Fótbolti Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Handbolti Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Íslenski boltinn „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Handbolti Fleiri fréttir Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Sjá meira
Tíu umferðir eru búnar í Bestu deild karla og án vafa hugsa einhver félaganna tólf í deildinni sér gott til glóðarinnar að geta lappað upp á leikmannahópa sína. Vísir gerði nokkurs konar þarfagreiningu fyrir félögin og fór yfir það hvar mesta þörfin væri fyrir liðsstyrk, eins og sjá má hér að neðan. Stórveldi á borð við FH og KR horfa upp á þann möguleika að þau gætu endað á að spila í neðri hlutanum þegar deildinni verður í fyrsta sinn skipt upp í tvennt í haust. Vilji þau forðast það þurfa þau því væntanlega að opna budduna. Risið er hátt á Blikum þessa dagana enda eru þeir langbesta lið landsins.vísir/Hulda Margrét Breiðablik er í toppmálum, með ellefu stiga forskot á næstu þrjú lið sem þó eiga leik til góða, og sjálfsagt ekki rík þörf fyrir nýja leikmenn í Kópavogi nema að aðrir séu á leið í atvinnumennsku. ÍBV og Leiknir sitja í fallsætunum en stutt er upp í næstu lið og forráðamenn ÍA, Fram og Keflavíkur eru eflaust ekkert í rónni varðandi hættuna á falli. Meðal leikmanna sem gætu verið eftirsóttir næsta mánuðinn má nefna Óskar Örn Hauksson, Sigurð Egil Lárusson, Brynjar Gauta Guðjónsson, Elfar Frey Helgason og Viðar Örn Kjartansson. Breiðablik 1. sæti Hvað vantar? Blikar þurfa í raun ekkert enda hafa þeir spilað langbesta fótboltann á Íslandi í sumar og virðast nánast algjörlega óstöðvandi. Ný viðbót gæti ruggað bát sem engin ástæða er til að rugga. Stjarnan 2. sæti Hvað vantar? Stjörnumenn hafa stólað á sína ungu og efnilegu leikmenn í sumar og það hefur gefið góða raun. Garðbæingar þurfa helst sóknarmann ef Emil Atlason meiðist eða hættir að skora, og ef til vill miðvörð ef Brynjar Gauti hverfur á braut. Víkingur 3. sæti Hvað vantar? Víkingar eru vel settir en söknuðu Pablos Punyed sárt þegar hann var meiddur og gætu viljað ráða betur við það. Meistararnir þurfa líka að búa sig undir það að Kristall Máni Ingason verði fenginn út í atvinnumennsku. Valur 4. sæti Hvað vantar? Valsmenn virðast ansi vel settir hvað leikmannahóp varðar og hefðu kannski mest not fyrir nýjan íþróttasálfræðing. Hraður kantmaður gæti eflt sóknarleikinn en Valur hefur ekki enn fyllt skarðið sem Aron Bjarnason skildi eftir sig þegar hann fór eftir tímabilið 2020. Sigurður Egill Lárusson hefur fengið fá tækifæri með Val í sumar. Verður hann áfram á Hlíðarenda?vísir/Hulda Margrét KA 5. sæti Hvað vantar? Miðjumann fyrst að Sebastiaan Brebels er farinn, mögulega varnarmann ef Oleksiy Bykov fer og sterkan markaskorara ef slíkur er á lausu. Eftir frábæra byrjun á tímabilinu hafa KA-menn gefið eftir að undanförnu og þurfa að hafa sig alla við til að komast í úrslitakeppni efstu sex liðanna. KR 6. sæti Hvað vantar? Unga leikmenn með næga hæfileika til að fríska upp á aldrað og reynslumikið lið sem valdið hefur vonbrigðum í sumar. Jafnmikil þörf er á liðsstyrk um allan völl. Keflavík 7. sæti Hvað vantar? Gæðamiðjumann fyrir hinn úkraínska Ivan Kaliuzhnyi sem er á förum og sóknarmann í stað Joey Gibbs ef fæðingarorlof hans í Ástralíu dregst á langinn. Fram 8. sæti Hvað vantar? Miðvörð sem liðið getur stólað á og mögulega öflugri markvörð. Framarar hafa fengið á sig langflest mörk í sumar eða 26 í tíu leikjum en spila reyndar opinn fótbolta. Þeir þurfa að stoppa í götin aftast á vellinum ef þeir ætla að spila í Bestu deildinni á næsta tímabili. Þeir eru greinilega meðvitaðir um það og hafa gert Stjörnunni tilboð í Brynjar Gauta. Þá er Almarr Ormarsson aftur á leið til Fram samkvæmt heimildum Fótbolta.net. Fram hefur falast eftir kröftum Brynjars Gauta Guðjónssonar enda ekki vanþörf á að styrkja varnarleik liðsins.vísir/daníel FH 9. sæti Hvað vantar? Eitthvað mikið er að í Kaplakrika og spurning hvort að Eiður Smári Guðjohnsen geti bætt úr því. Hann hlýtur að skoða það að fá allavega einn hreinræktaðan miðvörð og mögulega fleiri leikmenn. Leikmannahópur FH er undarlega samsettur en það þarf meira en einn félagaskiptaglugga til að koma því í lag. ÍA 10. sæti Hvað vantar? Það var forvitnilegt úrræði að fá Garðar Gunnlaugsson aftur í slaginn og sýnir að ÍA vantar sóknarmann. Viktor Jónsson hefur ekkert spilað í sumar vegna meiðsla og þótt Eyþór Aron Wöhler hafi staðið sig vel myndi Jón Þór Hauksson eflaust ekki slá hendinni á móti framherja. Skapandi miðjumaður gæti einnig bætt liðið mikið. ÍA hefur þegar fengið danska kantmanninn Kristian Lindberg og gæti bætt meira við sig. Leiknir 11. sæti Hvað vantar? Leiknismenn hafa skorað fæst mörk allra liða, aðeins sjö, svo augljósa svarið er skæður sóknar- eða kantmaður sem gæti komið með nýtt og ferskt blóð fremst á vellinum. ÍBV 12. sæti Hvað vantar? Góðan kantmann og markvörð, og mögulega nýjan þjálfara ef hlutirnir fara ekki að smella hjá Hermanni Hreiðarssyni og ráðgjafa hans, Heimi Hallgrímssyni.
Besta deild karla Mest lesið Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Fótbolti Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Handbolti Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Íslenski boltinn „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Handbolti Fleiri fréttir Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Sjá meira