„Sýndu sitt rétta andlit í seinni hálfleik“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 29. júní 2022 19:16 Þorsteinn Halldórsson var ánægður með seinni hálfleikinn í sigri Íslands í kvöld. Mynd/Skjáskot Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, var ánægður með sigur liðsins gegn Póllandi í seinasta leik íslenska landsliðsins áður en Evrópumeistaramótið tekur við. Íslenska liðið lék vel í síðari hálfleik og Þorsteinn einbeitti sér að honum. „Ég er mjög sáttur með seinni hálfleikinn, hann var góður fannst mér heilt yfir,“ sagði Þorsteinn eftir sigur íslenska liðsins í dag. „Við vorum áræðin í okkar leik þá og þorðum að stíga hátt á þær og gerðum það vel og lokuðum vel á þær. Auðvitað fengu þær færi og allt það, eða hættulega sénsa og möguleika á að skapa sér færi, en heilt yfir fannst mér seinni hálfleikurinn bara flottur.“ „Í fyrri hálfleik byrjuðum við ágætlega, en svo kom þarna kafli sem var erfiður hjá okkur og við vorum að erfiða svolítið mikið. En það jákvæða við það er að við stígum upp í seinni hálfleik og gerum það vel.“ Nokkur munur var á spilamennsku íslenska liðsins í fyrri og seinni hálfleik, en Þorsteinn segist þó ekki hafa haldið neina þrumuræðu inni í klefa til að kveikja í liðinu. „Við fórum bara rólega yfir einhverja taktíska hluti. Bara ákveðnar lausnir sem við vildum koma með og ákveðna hluti sem við vildum gera betur. Margt af því heppnaðist en svo raunverulega stigu leikmenn bara upp og sýndu sitt rétta andlit í seinni hálfleik.“ Næst á dagskrá hjá íslenska liðinu er Evrópumeistaramótið sem hefst eftir slétta viku. Fyrsti leikur Íslands er þann 10. júlí gegn Belgíu, en Þorsteinn segir að næstu dagar muni einkennast af æfingum, ferðalögum og hvíld. „Það er bara endurheimt á morgun og rólegur dagur þá. Síðan förum við til Þýskalands að undirbúa okkur enn frekar. Æfa vel og slípa okkur enn betur saman og gera okkur klár fyrir EM,“ sagði Þorsteinn að lokum. Klippa: Þorsteinn Halldórsson eftir sigur Íslands gegn Póllandi Landslið kvenna í fótbolta EM 2022 í Englandi Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Arsenal vann Lundúnaslaginn Enski boltinn Postecoglou rekinn Enski boltinn Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Fótbolti Haaland skaut City á toppinn Enski boltinn Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fótbolti Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fullkomin byrjun Bayern heldur áfram Breiðablik - Víkingur | Nýju meistararnir mæta erkifjendum Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Jafnt í Víkinni í lokaumferðinni Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Katla skoraði sigurmark Fiorentina gegn Milan í uppbótartíma Þriðja tap Norrköping í röð Postecoglou rekinn Dramatískt sigurmark Barcelona í uppbótartíma Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi „Ég spila fyrir mömmu mína“ Strasbourg nálægt því að vinna Evrópumeistarana í toppslagnum Sjá meira
„Ég er mjög sáttur með seinni hálfleikinn, hann var góður fannst mér heilt yfir,“ sagði Þorsteinn eftir sigur íslenska liðsins í dag. „Við vorum áræðin í okkar leik þá og þorðum að stíga hátt á þær og gerðum það vel og lokuðum vel á þær. Auðvitað fengu þær færi og allt það, eða hættulega sénsa og möguleika á að skapa sér færi, en heilt yfir fannst mér seinni hálfleikurinn bara flottur.“ „Í fyrri hálfleik byrjuðum við ágætlega, en svo kom þarna kafli sem var erfiður hjá okkur og við vorum að erfiða svolítið mikið. En það jákvæða við það er að við stígum upp í seinni hálfleik og gerum það vel.“ Nokkur munur var á spilamennsku íslenska liðsins í fyrri og seinni hálfleik, en Þorsteinn segist þó ekki hafa haldið neina þrumuræðu inni í klefa til að kveikja í liðinu. „Við fórum bara rólega yfir einhverja taktíska hluti. Bara ákveðnar lausnir sem við vildum koma með og ákveðna hluti sem við vildum gera betur. Margt af því heppnaðist en svo raunverulega stigu leikmenn bara upp og sýndu sitt rétta andlit í seinni hálfleik.“ Næst á dagskrá hjá íslenska liðinu er Evrópumeistaramótið sem hefst eftir slétta viku. Fyrsti leikur Íslands er þann 10. júlí gegn Belgíu, en Þorsteinn segir að næstu dagar muni einkennast af æfingum, ferðalögum og hvíld. „Það er bara endurheimt á morgun og rólegur dagur þá. Síðan förum við til Þýskalands að undirbúa okkur enn frekar. Æfa vel og slípa okkur enn betur saman og gera okkur klár fyrir EM,“ sagði Þorsteinn að lokum. Klippa: Þorsteinn Halldórsson eftir sigur Íslands gegn Póllandi
Landslið kvenna í fótbolta EM 2022 í Englandi Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Arsenal vann Lundúnaslaginn Enski boltinn Postecoglou rekinn Enski boltinn Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Fótbolti Haaland skaut City á toppinn Enski boltinn Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fótbolti Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fullkomin byrjun Bayern heldur áfram Breiðablik - Víkingur | Nýju meistararnir mæta erkifjendum Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Jafnt í Víkinni í lokaumferðinni Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Katla skoraði sigurmark Fiorentina gegn Milan í uppbótartíma Þriðja tap Norrköping í röð Postecoglou rekinn Dramatískt sigurmark Barcelona í uppbótartíma Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi „Ég spila fyrir mömmu mína“ Strasbourg nálægt því að vinna Evrópumeistarana í toppslagnum Sjá meira