„Liðið verður tilbúið fyrir EM, það er alveg klárt“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 30. júní 2022 07:01 Sara Björk Gunnarsdóttir byrjaði sinn fyrsta landsleik í tæpa 19 mánuði í gær. Vísir/Skjáskot Sara Björk Gunnarsdóttir, leikjahæsti leikmaður íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, var að vonum ánægð með sigur liðsins gegn Pólverjum í lokaleik Íslands fyrir Evrópumeistaramótið. Hún segir að liðið hafi fundið taktinn í síðari hálfleik og að það sé klárt að íslensku stelpurnar verði klárar fyrir EM. „Mér fannst þetta góður seinni hálfleikur. Við fundum ekki alveg taktinn í fyrri hálfleik,“ sagði Sara Björk eftir sigur íslenska liðsins í gær. „Við vorum ekki alveg með pressuna á hreinu og svo er líka bara slæmt að fá á sig mark í lokin á fyrri hálfleiknum. En mér fannst við koma betur út í seinni hálfleik og pressan gekk betur. Við stigum ofar og þetta varð þægilegra. Við unnum boltann ofar og náum að skora þrjú mörk. Það er mikilvægast að fá góða tilfinningu í seinni hálfleiknum og hafa unnið leikinn og fara með þessa tilfinningu á EM.“ Sara var að byrja sinn fyrsta landsleik í rúmlega eitt og hálft ár, en þrátt fyrir það sagðist hún vera bara nokkuð brött eftir leikinn. „Mér líður bara vel sko. En ég finn alveg að það eru 90 mínútur í kroppnum þannig að ég mun ná að hvíla mig og láta sjúkrateymið vel um mig. Vonandi næ ég endurheimt sem fyrst.“ Íslenska liðið heldur nú til Þýskalands til að leggja lokahönd á undirbúning liðsins fyrir EM. Sara segist spennt fyrir þessum dögum sem framundan eru. „Mér líður ágætlega í Þýskalandi. Ég held að þeð sé allt í toppstandi í Þýskalandi, við erum búnar að vera hérna í Póllandi með góðan undirbúning og það var góður undirbúningur heima. Nú erum við með leik og við erum með sigur og svo höldum við bara áfram. Förum til Þýskalands og æfum vel og gerum okkur tilbúnar fyrir EM.“ „Liðið verður tilbúið fyrir EM, það er alveg klárt,“ sagði Sara að lokum. Klippa: Sara Björk Landslið kvenna í fótbolta EM 2022 í Englandi Mest lesið Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ Fótbolti Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Fótbolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Fótbolti Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fótbolti Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann Fótbolti Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Fótbolti Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fullkomin byrjun Bayern heldur áfram Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Jafnt í Víkinni í lokaumferðinni Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Katla skoraði sigurmark Fiorentina gegn Milan í uppbótartíma Þriðja tap Norrköping í röð Postecoglou rekinn Dramatískt sigurmark Barcelona í uppbótartíma Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Sjá meira
„Mér fannst þetta góður seinni hálfleikur. Við fundum ekki alveg taktinn í fyrri hálfleik,“ sagði Sara Björk eftir sigur íslenska liðsins í gær. „Við vorum ekki alveg með pressuna á hreinu og svo er líka bara slæmt að fá á sig mark í lokin á fyrri hálfleiknum. En mér fannst við koma betur út í seinni hálfleik og pressan gekk betur. Við stigum ofar og þetta varð þægilegra. Við unnum boltann ofar og náum að skora þrjú mörk. Það er mikilvægast að fá góða tilfinningu í seinni hálfleiknum og hafa unnið leikinn og fara með þessa tilfinningu á EM.“ Sara var að byrja sinn fyrsta landsleik í rúmlega eitt og hálft ár, en þrátt fyrir það sagðist hún vera bara nokkuð brött eftir leikinn. „Mér líður bara vel sko. En ég finn alveg að það eru 90 mínútur í kroppnum þannig að ég mun ná að hvíla mig og láta sjúkrateymið vel um mig. Vonandi næ ég endurheimt sem fyrst.“ Íslenska liðið heldur nú til Þýskalands til að leggja lokahönd á undirbúning liðsins fyrir EM. Sara segist spennt fyrir þessum dögum sem framundan eru. „Mér líður ágætlega í Þýskalandi. Ég held að þeð sé allt í toppstandi í Þýskalandi, við erum búnar að vera hérna í Póllandi með góðan undirbúning og það var góður undirbúningur heima. Nú erum við með leik og við erum með sigur og svo höldum við bara áfram. Förum til Þýskalands og æfum vel og gerum okkur tilbúnar fyrir EM.“ „Liðið verður tilbúið fyrir EM, það er alveg klárt,“ sagði Sara að lokum. Klippa: Sara Björk
Landslið kvenna í fótbolta EM 2022 í Englandi Mest lesið Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ Fótbolti Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Fótbolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Fótbolti Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fótbolti Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann Fótbolti Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Fótbolti Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fullkomin byrjun Bayern heldur áfram Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Jafnt í Víkinni í lokaumferðinni Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Katla skoraði sigurmark Fiorentina gegn Milan í uppbótartíma Þriðja tap Norrköping í röð Postecoglou rekinn Dramatískt sigurmark Barcelona í uppbótartíma Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn