Sjö ráðin til indó Atli Ísleifsson skrifar 30. júní 2022 15:54 Sara, Stefanía, Einar, Valgerður, Hermann, Lilja og Hjördís. Aðsend Íslenski sparisjóðurinn indó hefur ráðið sjö nýja starfsmenn, þau Hjördísi Elsu Ásgeirsdóttur, EInar Björgvin Eiðsson, Stefaníu Sch. Thorsteinsson, Lilju Kristínu Birgisdóttur, Söru Mildred Harðardóttur, Hermann Guðmundsson og Valgerði Kristinsdóttur. Í tilkynningu kemur fram að Hjördís Elsa Ásgeirsdóttir hafi verið ráðin nýr markaðsstjóri indó. „Hjördís Elsa kemur frá Krónunni þar sem hún stýrði markaðsmálum Krónunnar síðastliðin ár, nú síðast sem forstöðumaður markaðs- og umhverfismála. Hjördís er með MS gráðu í markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum frá Háskóla Íslands. Einar Björgvin Eiðsson er nýr vörustjóri indó. Einar sem er búsettur í Stokkhólmi kemur frá hinum sænska Klarna Bank þar sem hann vann að stækkun og rekstri bankans. Einar er iðnaðarverkfræðingur frá Konunglega Tækniháskólanum í Stokkhólmi og með MBA gráðu útgefna í sameiningu frá New York University, London School of Economics og HEC Paris. Stefanía Sch. Thorsteinsson er nýr áhættustjóri indó. Stefanía hefur starfað sem skrifstofustjóri áhættustýringar hjá Reykjavíkurborg. Þar áður sem sérfræðingur í áhættugreiningu hjá Fjármálaeftirlitinu, nú Seðlabanka Íslands, og Arion banka. Stefanía er stærðfræðingur frá Háskóla Íslands, er löggildur verðbréfamiðlari og með diplómagráðu í fjárhagslegri áhættugreiningu og ákvörðunartöku. Lilja Kristín Birgisdóttir er nýr verkefnastjóri stafrænna markaðsmála hjá indó. Lilja kemur frá Krónunni þar sem hún starfaði sem sérfræðingur í markaðs- og umhverfismálum síðustu ár. Lilja er með BA gráðu í stjórnmálafræði og er að ljúka MS gráðu í markaðsfræði frá Háskólanum á Bifröst. Sara Mildred Harðardóttir er nýr þjónustustjóri indó. Sara stýrði áður þjónustuveri Reykjavík Sightseeing og er með BA gráðu í mannfræði og viðskiptafræði og stundar nú meistaranám í verkefnastjórnun við Háskóla Íslands. Hermann Guðmundsson og Valgerður Kristinsdóttir eru nýir forritarar hjá indó. Hermann hefur stundað nám í tölvunarfræði í Háskólanum í Reykjavík og NOVA í Virginíuríki í Bandaríkjunum og Valgerður er með BS gráðu í tölvunarfræði frá Háskóla Íslands,“ segir í tilkynningunni. Um indó segir að um sé að ræða nýjan íslenska sparisjóð sem leggi áherslu á einfalda, sanngjarna og gagnsæja bankaþjónustu. „Indó fékk starfsleyfi frá Seðlabanka Íslands 15. febrúar sl. og varð fullgildur aðili að greiðslukerfum banka á Íslandi í maí. Fyrst um sinn mun indó bjóða upp á veltureikning en til stendur að auka vöruframboðið með tímanum. Nú standa yfir prófanir með lokuðum hópi áhugasamra aðila sem hafa skráð sig á biðlista hjá indó og mun prófarahópurinn fara ört stækkandi þar til indó opnar fyrir alla síðar á árinu.“ Vistaskipti Íslenskir bankar Mest lesið Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Viðskipti innlent Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Fleiri fréttir Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Sjá meira
Í tilkynningu kemur fram að Hjördís Elsa Ásgeirsdóttir hafi verið ráðin nýr markaðsstjóri indó. „Hjördís Elsa kemur frá Krónunni þar sem hún stýrði markaðsmálum Krónunnar síðastliðin ár, nú síðast sem forstöðumaður markaðs- og umhverfismála. Hjördís er með MS gráðu í markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum frá Háskóla Íslands. Einar Björgvin Eiðsson er nýr vörustjóri indó. Einar sem er búsettur í Stokkhólmi kemur frá hinum sænska Klarna Bank þar sem hann vann að stækkun og rekstri bankans. Einar er iðnaðarverkfræðingur frá Konunglega Tækniháskólanum í Stokkhólmi og með MBA gráðu útgefna í sameiningu frá New York University, London School of Economics og HEC Paris. Stefanía Sch. Thorsteinsson er nýr áhættustjóri indó. Stefanía hefur starfað sem skrifstofustjóri áhættustýringar hjá Reykjavíkurborg. Þar áður sem sérfræðingur í áhættugreiningu hjá Fjármálaeftirlitinu, nú Seðlabanka Íslands, og Arion banka. Stefanía er stærðfræðingur frá Háskóla Íslands, er löggildur verðbréfamiðlari og með diplómagráðu í fjárhagslegri áhættugreiningu og ákvörðunartöku. Lilja Kristín Birgisdóttir er nýr verkefnastjóri stafrænna markaðsmála hjá indó. Lilja kemur frá Krónunni þar sem hún starfaði sem sérfræðingur í markaðs- og umhverfismálum síðustu ár. Lilja er með BA gráðu í stjórnmálafræði og er að ljúka MS gráðu í markaðsfræði frá Háskólanum á Bifröst. Sara Mildred Harðardóttir er nýr þjónustustjóri indó. Sara stýrði áður þjónustuveri Reykjavík Sightseeing og er með BA gráðu í mannfræði og viðskiptafræði og stundar nú meistaranám í verkefnastjórnun við Háskóla Íslands. Hermann Guðmundsson og Valgerður Kristinsdóttir eru nýir forritarar hjá indó. Hermann hefur stundað nám í tölvunarfræði í Háskólanum í Reykjavík og NOVA í Virginíuríki í Bandaríkjunum og Valgerður er með BS gráðu í tölvunarfræði frá Háskóla Íslands,“ segir í tilkynningunni. Um indó segir að um sé að ræða nýjan íslenska sparisjóð sem leggi áherslu á einfalda, sanngjarna og gagnsæja bankaþjónustu. „Indó fékk starfsleyfi frá Seðlabanka Íslands 15. febrúar sl. og varð fullgildur aðili að greiðslukerfum banka á Íslandi í maí. Fyrst um sinn mun indó bjóða upp á veltureikning en til stendur að auka vöruframboðið með tímanum. Nú standa yfir prófanir með lokuðum hópi áhugasamra aðila sem hafa skráð sig á biðlista hjá indó og mun prófarahópurinn fara ört stækkandi þar til indó opnar fyrir alla síðar á árinu.“
Vistaskipti Íslenskir bankar Mest lesið Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Viðskipti innlent Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Fleiri fréttir Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Sjá meira