SAS óskar eftir gjaldþrotavernd í Bandaríkjunum Atli Ísleifsson skrifar 5. júlí 2022 07:44 SAS hefur mikið verið í fréttum síðustu daga, meðal annars vegna verkfallsaðgerða flugmanna og miklum fjölda flugferða sem hefur verið aflýst. EPA Norræna flugfélagið SAS hefur leitað til dómstóla í New York í Bandaríkjunnum og óskað eftir gjaldþrotavernd þar vestra. SAS greinir frá þessu í fréttatilkynningu í morgun. Um er að ræða svokallaða „11. kafla vernd“, en í slíkum tilvikum fara eigendur áfram með fulla stjórn fyrirtækisins á meðan tilhögunin stendur. Yfirvöld fylgjast þó vel með þróun skuldamála og eiga sæti við borðið í viðræðum SAS við lánardrottna. Samtímis veitir tilhögunin vernd gegn lánardrottnum sem gætu annars farið fram á að félagið verði tekið til gjaldþrotaskipta. SAS hefur mikið verið í fréttum síðustu daga, meðal annars vegna verkfallsaðgerða flugmanna og miklum fjölda flugferða sem hefur verið aflýst. Í frétt DR segir að reiknað sé með að ferlið taki níu til tólf mánuði, en ákvörðunin um að óska eftir gjaldþrotavernd var tekin á stjórnarfundi SAS í morgun. Verður ráðist í endurskipulagningu á rekstrinum á meðan. Stjórnarformaðurinn Carsten Dilling segir að SAS muni halda starfseminni áfram líkt og verið hefur. Ákvörðunin hafi verið tekin að vel ígrunduðu máli, enda hafi fjölmörg flugfélög, stór sem smá, nýtt sér úrræðið með góðum árangri. „Við höfum komist að þeirri niðurstöðu að gjaldþrotavernd sé besti kosturinn í stöðunni,“ segir Dilling. SAS er að hluta í eigu danska og sænska ríkisins, auk einkaaðila. Fréttir af flugi Svíþjóð Danmörk Bandaríkin Tengdar fréttir Flugmenn SAS í verkfall Um níu hundruð flugmenn flugfélagsins SAS munu leggja niður störf í dag eftir að kjaraviðræður þeirra við flugfélagið sigldu í strand. 4. júlí 2022 12:02 Mest lesið Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Frábært ár að baki hjá Bylgjunni Samstarf Siggi til Varist Viðskipti innlent Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Alvotech Viðskipti innlent Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Sjá meira
SAS greinir frá þessu í fréttatilkynningu í morgun. Um er að ræða svokallaða „11. kafla vernd“, en í slíkum tilvikum fara eigendur áfram með fulla stjórn fyrirtækisins á meðan tilhögunin stendur. Yfirvöld fylgjast þó vel með þróun skuldamála og eiga sæti við borðið í viðræðum SAS við lánardrottna. Samtímis veitir tilhögunin vernd gegn lánardrottnum sem gætu annars farið fram á að félagið verði tekið til gjaldþrotaskipta. SAS hefur mikið verið í fréttum síðustu daga, meðal annars vegna verkfallsaðgerða flugmanna og miklum fjölda flugferða sem hefur verið aflýst. Í frétt DR segir að reiknað sé með að ferlið taki níu til tólf mánuði, en ákvörðunin um að óska eftir gjaldþrotavernd var tekin á stjórnarfundi SAS í morgun. Verður ráðist í endurskipulagningu á rekstrinum á meðan. Stjórnarformaðurinn Carsten Dilling segir að SAS muni halda starfseminni áfram líkt og verið hefur. Ákvörðunin hafi verið tekin að vel ígrunduðu máli, enda hafi fjölmörg flugfélög, stór sem smá, nýtt sér úrræðið með góðum árangri. „Við höfum komist að þeirri niðurstöðu að gjaldþrotavernd sé besti kosturinn í stöðunni,“ segir Dilling. SAS er að hluta í eigu danska og sænska ríkisins, auk einkaaðila.
Fréttir af flugi Svíþjóð Danmörk Bandaríkin Tengdar fréttir Flugmenn SAS í verkfall Um níu hundruð flugmenn flugfélagsins SAS munu leggja niður störf í dag eftir að kjaraviðræður þeirra við flugfélagið sigldu í strand. 4. júlí 2022 12:02 Mest lesið Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Frábært ár að baki hjá Bylgjunni Samstarf Siggi til Varist Viðskipti innlent Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Alvotech Viðskipti innlent Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Sjá meira
Flugmenn SAS í verkfall Um níu hundruð flugmenn flugfélagsins SAS munu leggja niður störf í dag eftir að kjaraviðræður þeirra við flugfélagið sigldu í strand. 4. júlí 2022 12:02