Samkvæmt könnuninni segjast 41 prósent landsmanna andvíg en 27 prósent fylgjandi frjálsum innflutningi á landbúnaðarvörum. Ríflega 21 prósent þeirra sem þátt tóku í könnuninni tók ekki afstöðu eða vildi ekki svara.
Í blaðinu segir frá því að afstaða landsmanna hafi lítið breyst frá því að sambærileg könnun var síðast framkvæmd, eða árið 2014.
Samkvæmt könnuninni eru karlmenn hlynntari frjálsum innflutningi á landbúnaðarvörum en konur og sömuleiðis er yngra fólk meira fylgjandi en þeir sem eldri eru.
Enn fremur kemur fram að fólk á höfuðborgarsvæðinu sé jákvæðari í garð slíks innflutnings en fólk á landsbyggðinni.