Handbolti

Halldór Jóhann að yfirgefa Selfyssinga

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Halldór Jóhann Sigfússon er á leið frá Selfossi samkvæmt heimildarmönnum Vísis.
Halldór Jóhann Sigfússon er á leið frá Selfossi samkvæmt heimildarmönnum Vísis. Vísir/Hulda Margrét

Samkvæmt öruggum heimildum Vísis er handknattleiksþjálfarinn Halldór Jóhann Sigfússon að yfirgefa herbúðir Selfyssinga.

Halldór Jóhann tók við liði Selfoss sumarið 2020 og hefur stýrt liðinu undanfarin tvö tímabil. Hann skrifaði undir þriggja ára samning og á því eitt ár eftir af samningi sínum.

Þá segja heimildarmenn Vísis einnig að Halldór sé að taka við stöðu aðstoðarþjálfara hjá liði í dönsku úrvalsdeildinni. Ekki er komið fram hvaða lið um er ræðir en félagið stefnir á að tilkynna Halldór Jóhann í kringum næstu helgi.

Þórir Haraldsson, formaður handknattleiksdeildar Selfoss, vildi ekki tjá sig um málið að svo stöddu þegar blaðamaður Vísis náði af honum tali fyrr í dag, en benti þó á að Halldór er enn samningsbundinn liðinu og sé ekki á útleið nema með samþykki deildarinnar.

Halldór hefur komið víða við á þjálfaraferli sínum og hefur ásamt Selfyssingum þjálfað FH, Fram og landslið Barein.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×