Fyrirliði Belga segir að mótið sé nánast búið fyrir þær tapi þær á móti Íslandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. júlí 2022 12:30 Tessa Wullaert bregður á leik í UEFA-myndatökunni fyrir Evrópumótið. Getty/Alex Caparros Fyrirliði Belgíu ætlar að ræða við Söru Björk Gunnarsdóttur þegar Ísland og Belgía mætast en ekki fyrr en eftir leikinn. Tessa Wullaert er markahæsti leikmaður belgíska landsliðsins frá upphafi og átti mjög gott tímabil heima fyrir með Anderlecht. Eftir langan feril erlendis fór hún heim og vann titil. Á síðasta tímabili varð hún bæði belgískur meistari og var kosin besti leikmaður belgísku deildarinnar. Hún er 29 ára og er í frábæru formi en á sínum ferli hefur Wullaert spilað með liðum eins og Wolfsburg og Manchester City. Wullaert ræddi við UEFA um riðilinn og leikmanninn í íslenska liðinu sem hún þekkir mjög vel. „Það er enginn auðveldur riðill á EM. Við verðum að gefa allt okkar í alla leiki. Fyrsti leikurinn okkar mun þó ráða miklu um framhaldið,“ sagði Tessa Wullaert um leikinn á móti Íslandi. „Þessi fyrsti leikur á móti Íslandi. Ef við töpum honum þá er nánast hægt að segja að við séum úr leik í mótinu,“ sagði Wullaert. „Aðalmarkmið okkar er því að vinna fyrsta leikinn og gefa síðan allt okkar í leikina við Frakkland og Ítalíu. Markmið okkar er að komast upp úr riðlinum og gera þar sem betur en 2017 þegar það tókst ekki,“ sagði Wullaert. „Ég spilaði með Söru [Björk] Gunnarsdóttur hjá Wolfsburg og það verður því gaman að hitta hana. Kannski spjöllum við saman eftir leikinn en aldrei fyrir hann,“ sagði Wullaert. Leikur Íslands og Belgíu hefst klukkan 16.00 og verður fylgst vel með honum hér inn á Vísi. EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti Fleiri fréttir „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Sjá meira
Tessa Wullaert er markahæsti leikmaður belgíska landsliðsins frá upphafi og átti mjög gott tímabil heima fyrir með Anderlecht. Eftir langan feril erlendis fór hún heim og vann titil. Á síðasta tímabili varð hún bæði belgískur meistari og var kosin besti leikmaður belgísku deildarinnar. Hún er 29 ára og er í frábæru formi en á sínum ferli hefur Wullaert spilað með liðum eins og Wolfsburg og Manchester City. Wullaert ræddi við UEFA um riðilinn og leikmanninn í íslenska liðinu sem hún þekkir mjög vel. „Það er enginn auðveldur riðill á EM. Við verðum að gefa allt okkar í alla leiki. Fyrsti leikurinn okkar mun þó ráða miklu um framhaldið,“ sagði Tessa Wullaert um leikinn á móti Íslandi. „Þessi fyrsti leikur á móti Íslandi. Ef við töpum honum þá er nánast hægt að segja að við séum úr leik í mótinu,“ sagði Wullaert. „Aðalmarkmið okkar er því að vinna fyrsta leikinn og gefa síðan allt okkar í leikina við Frakkland og Ítalíu. Markmið okkar er að komast upp úr riðlinum og gera þar sem betur en 2017 þegar það tókst ekki,“ sagði Wullaert. „Ég spilaði með Söru [Björk] Gunnarsdóttur hjá Wolfsburg og það verður því gaman að hitta hana. Kannski spjöllum við saman eftir leikinn en aldrei fyrir hann,“ sagði Wullaert. Leikur Íslands og Belgíu hefst klukkan 16.00 og verður fylgst vel með honum hér inn á Vísi.
EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti Fleiri fréttir „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn