Hallbera: Höfum ekkert verið að missa okkur í spennuföllum hingað til Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. júlí 2022 10:30 Hallbera Guðný Gísladóttir er á sínu þriðja Evrópumóti og spilar landsleik númer 129 í dag. Vísir/Vilhelm Hallbera Guðný Gísladóttir er ein af hundrað landsleikja leikmönnum í íslenska landsliðshópnum og er nú komin á sitt þriðja Evrópumót. Það eru miklar líkur á því að hún verði í byrjunarliðinu á móti Belgum í dag. Hallbera segist vera búin að bíða spennt eftir þessu móti og sú spenna á sinn þátt í því að hún er enn að spila á hæsta stigi þrátt fyrir að það séu liðnir nítján mánuðir síðan Ísland komst inn á þetta EM. „Ég man alveg eftir því þegar ákveðið var að mótið færi fram í Englandi. Þá fékk maður extra búst og þetta er eitthvað sem maður vildi vera partur af. Maður sér hvernig opnunarleikirnir eru búnir að vera, fullt af fólki og ógeðslega gaman,“ sagði Hallbera Guðný Gísladóttir. „Þetta er það sem er búið að vera að gerast í Evrópu og örugglega fleiri stöðum eins og Bandaríkjunum. Það er mikill áhugi, verið að setja hvert áhorfendametið á fætur öðru. Munurinn er svo mikill, þegar maður hugsar tíu ár til baka, að þetta fáránlegt og geggjað að við náðum að vera partur að þessu,“ sagði Hallbera. „Þessar ungu stelpur hjá okkur eru að spila í Bayern og Wolfsborg og þessum liðum. Ef maður hugsar til baka þegar ég var á þeirra aldri þá var maður eins og einhver algjör kjúklingaskítur. Svo koma þær hérna eins og einhverjar stjörnur og drottningar,“ sagði Hallbera. Hallbera viðurkennir að það hafi komið til greina að hætta að spila fótbolta á hæsta stigi. En ætlaði hún að hætta? „Ekki alveg strax. Maður hugsaði um það þegar mótinu var frestað. Ég fékk ekki góða tilfinningu. Það var svolítið spurning um hvort maður yrði með eða ekki. Það er ekki sjálfgefið að vera 35 ára gamall og reyna að hanga í þessum stelpum hérna. Það er ákveðinn sigur að vera hérna í þessum hóp. Það er alls ekki sjálfgefið að kroppurinn haldi og allt það. Það þarf allt að ganga upp,“ sagði Hallbera. Hún hætti að spila með Val og komst að hjá AIK í sænsku deildinni. Núna er hún komin til Kalmar. „Allt þetta Covid dæmi heima og maður fékk leiða. Ég þurfti að skipta um umhverfi og það gerði mjög mikið fyrir mig. Ég flyt til Stokkhólms og næ að klára þar nám í leiðinni. Þetta spilaðist allt mjög vel fyrir mig. Ég fékk smá auka búst að skipta um umhverfi og það gaf mér þennan aukakraft,“ sagði Hallbera. Margir eru að velta fyrir sér hvort spennustigið verði til vandræða í leiknum við Belgíu í dag. Það er búið að bíða lengi eftir þessu móti og spennan hefur magnast mikið eftir komuna til Englands. „Varðandi spennustigið hjá okkur þá höfum við ekkert verið að missa okkur í einhverjum spennuföllum hingað til. Ég held að það sé alltaf ákveðin spenna þegar maður er að fara í fyrsta leik. Ég fann það þegar ég vaknaði í morgun og fattaði að það eru bara tveir dagar í leik. Þetta verður ógeðslega gaman og svo er maður fljótur að hrista úr sér skrekkinn þegar leikurinn er byrjaður. Ég á ekki von á því að við verðum eitthvað á tauginni í þessum leik,“ sagði Hallbera. Leikur Íslands og Belgíu hefst klukkan 16.00 að íslenskum tíma og verður vel fylgst með honum hér inn á Vísi. EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Hvað gera Stólarnir eftir rassskellinn? Körfubolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ Körfubolti Fleiri fréttir Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Hjörtur skoraði þegar Volos tryggði sætið Hákon Arnar kveður kollega sinn í framlíninu sem getur valið úr tilboðum Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Sjá meira
Hallbera segist vera búin að bíða spennt eftir þessu móti og sú spenna á sinn þátt í því að hún er enn að spila á hæsta stigi þrátt fyrir að það séu liðnir nítján mánuðir síðan Ísland komst inn á þetta EM. „Ég man alveg eftir því þegar ákveðið var að mótið færi fram í Englandi. Þá fékk maður extra búst og þetta er eitthvað sem maður vildi vera partur af. Maður sér hvernig opnunarleikirnir eru búnir að vera, fullt af fólki og ógeðslega gaman,“ sagði Hallbera Guðný Gísladóttir. „Þetta er það sem er búið að vera að gerast í Evrópu og örugglega fleiri stöðum eins og Bandaríkjunum. Það er mikill áhugi, verið að setja hvert áhorfendametið á fætur öðru. Munurinn er svo mikill, þegar maður hugsar tíu ár til baka, að þetta fáránlegt og geggjað að við náðum að vera partur að þessu,“ sagði Hallbera. „Þessar ungu stelpur hjá okkur eru að spila í Bayern og Wolfsborg og þessum liðum. Ef maður hugsar til baka þegar ég var á þeirra aldri þá var maður eins og einhver algjör kjúklingaskítur. Svo koma þær hérna eins og einhverjar stjörnur og drottningar,“ sagði Hallbera. Hallbera viðurkennir að það hafi komið til greina að hætta að spila fótbolta á hæsta stigi. En ætlaði hún að hætta? „Ekki alveg strax. Maður hugsaði um það þegar mótinu var frestað. Ég fékk ekki góða tilfinningu. Það var svolítið spurning um hvort maður yrði með eða ekki. Það er ekki sjálfgefið að vera 35 ára gamall og reyna að hanga í þessum stelpum hérna. Það er ákveðinn sigur að vera hérna í þessum hóp. Það er alls ekki sjálfgefið að kroppurinn haldi og allt það. Það þarf allt að ganga upp,“ sagði Hallbera. Hún hætti að spila með Val og komst að hjá AIK í sænsku deildinni. Núna er hún komin til Kalmar. „Allt þetta Covid dæmi heima og maður fékk leiða. Ég þurfti að skipta um umhverfi og það gerði mjög mikið fyrir mig. Ég flyt til Stokkhólms og næ að klára þar nám í leiðinni. Þetta spilaðist allt mjög vel fyrir mig. Ég fékk smá auka búst að skipta um umhverfi og það gaf mér þennan aukakraft,“ sagði Hallbera. Margir eru að velta fyrir sér hvort spennustigið verði til vandræða í leiknum við Belgíu í dag. Það er búið að bíða lengi eftir þessu móti og spennan hefur magnast mikið eftir komuna til Englands. „Varðandi spennustigið hjá okkur þá höfum við ekkert verið að missa okkur í einhverjum spennuföllum hingað til. Ég held að það sé alltaf ákveðin spenna þegar maður er að fara í fyrsta leik. Ég fann það þegar ég vaknaði í morgun og fattaði að það eru bara tveir dagar í leik. Þetta verður ógeðslega gaman og svo er maður fljótur að hrista úr sér skrekkinn þegar leikurinn er byrjaður. Ég á ekki von á því að við verðum eitthvað á tauginni í þessum leik,“ sagði Hallbera. Leikur Íslands og Belgíu hefst klukkan 16.00 að íslenskum tíma og verður vel fylgst með honum hér inn á Vísi.
EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Hvað gera Stólarnir eftir rassskellinn? Körfubolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ Körfubolti Fleiri fréttir Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Hjörtur skoraði þegar Volos tryggði sætið Hákon Arnar kveður kollega sinn í framlíninu sem getur valið úr tilboðum Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Sjá meira
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn