„Súrar núna en það gerir okkur bara hungraðri í að taka sigurinn næst“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 10. júlí 2022 19:30 Guðrún Arnardóttir var súr og svekkt með það að taka aðeins eitt stig úr fyrsta leik Íslands á EM. Vísir/Vilhelm Guðrún Arnardóttir, varnarmaður íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, var nokkuð súr og svekkt með það að liðið hafi aðeins tekið eitt stig úr leiknum gegn Belgíu fyrr í dag, en liðin gerðu 1-1 jafntefli í opnunarleik D-riðils á EM. „Akkúrat núna er þetta svolítið súrt,“ sagði Guðrún að leik loknum. „Mér fannst við heilt yfir betri aðilinn í leiknum og mér fannst við geta tekið sigurinn. Þannig að akkúrat núna svíður þetta svolítið.“ Þrátt fyrir að vera ósátt við úrslitin var Guðrún þó nokkuð ánægð með spilamennsku liðsins. „Mér fannst við fínar varnarlega og þær voru í rauninni ekki að ná að skapa sér mikið sjálfar. Það sem þær náðu að skapa sér var út frá okkar mistökum. Við hefðum getað verið aðeins rólegri á boltann sóknarlega fannst mér, sérstaklega í fyrri hálfleik. Svo hefðum við náttúrulega getað klárað færin til að vinna.“ Staðan í leiknum var markalaus þegar haldið var inn í hálfleikshléið, en íslensku stelpurnar mættu af miklum krafti út í síðari hálfleikinn. Guðrún segir þó að ekki hafi verið gerðar miklar áherslubreytingar inni í búningsklefa. „Við töluðum bara um að halda sama striki. Við þurftum að vera aggresívar og halda áfram með góðan varnarleik og að sama skapi vera svolítið „ruthless“ fram á við. En að sama skapi þurftum við að halda í boltann þegar við vorum að vinna hann. Færin þeirra voru að skapast út frá okkar mistökum þannig að við þurftum að minnka okkar mistök og þá myndu færin þeirra minnka líka.“ Íslenska liðið fékk svo sannarlega færin til að taka öll stigin þrjú, en því miður gekk það ekki upp í dag. „Þó að mér hafi fundist seinni hálfleikurinn betri en sá fyrri þá fannst mér við samt betri aðilinn í fyrri hálfleik. Við vorum að skapa færi og við vorum að halda í boltann þannig að það er súrt að hafa ekki náð þrem stigum í dag.“ Varnarlína íslenska liðsins stóð að mestu leyti vel í dag og Guðrún hrósaði öllu liðinu fyrir sína varnavinnu í dag. „Það er allt liðið sem verst og það gerir okkur í vörninni auðveldara fyrir þegar mennirnir fyrir framan okkur vinna góða vinnu. Vörnin snýst um allt liðið frá framherja niður í markmann.“ Íslenska liðið er nú með eitt stig eftir fyrsta leikinn á EM og þarf að bæta í ef það á að takast að komast upp úr riðlinum. „Við erum svolítið súrar núna en það gerir okkur bara hungraðari í að taka sigurinn næst. Við eru hvergi nærri hættar,“ sagði Guðrún að lokum. Klippa: Guðrun Arnardottir eftir leik EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Fleiri fréttir Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Sjá meira
„Akkúrat núna er þetta svolítið súrt,“ sagði Guðrún að leik loknum. „Mér fannst við heilt yfir betri aðilinn í leiknum og mér fannst við geta tekið sigurinn. Þannig að akkúrat núna svíður þetta svolítið.“ Þrátt fyrir að vera ósátt við úrslitin var Guðrún þó nokkuð ánægð með spilamennsku liðsins. „Mér fannst við fínar varnarlega og þær voru í rauninni ekki að ná að skapa sér mikið sjálfar. Það sem þær náðu að skapa sér var út frá okkar mistökum. Við hefðum getað verið aðeins rólegri á boltann sóknarlega fannst mér, sérstaklega í fyrri hálfleik. Svo hefðum við náttúrulega getað klárað færin til að vinna.“ Staðan í leiknum var markalaus þegar haldið var inn í hálfleikshléið, en íslensku stelpurnar mættu af miklum krafti út í síðari hálfleikinn. Guðrún segir þó að ekki hafi verið gerðar miklar áherslubreytingar inni í búningsklefa. „Við töluðum bara um að halda sama striki. Við þurftum að vera aggresívar og halda áfram með góðan varnarleik og að sama skapi vera svolítið „ruthless“ fram á við. En að sama skapi þurftum við að halda í boltann þegar við vorum að vinna hann. Færin þeirra voru að skapast út frá okkar mistökum þannig að við þurftum að minnka okkar mistök og þá myndu færin þeirra minnka líka.“ Íslenska liðið fékk svo sannarlega færin til að taka öll stigin þrjú, en því miður gekk það ekki upp í dag. „Þó að mér hafi fundist seinni hálfleikurinn betri en sá fyrri þá fannst mér við samt betri aðilinn í fyrri hálfleik. Við vorum að skapa færi og við vorum að halda í boltann þannig að það er súrt að hafa ekki náð þrem stigum í dag.“ Varnarlína íslenska liðsins stóð að mestu leyti vel í dag og Guðrún hrósaði öllu liðinu fyrir sína varnavinnu í dag. „Það er allt liðið sem verst og það gerir okkur í vörninni auðveldara fyrir þegar mennirnir fyrir framan okkur vinna góða vinnu. Vörnin snýst um allt liðið frá framherja niður í markmann.“ Íslenska liðið er nú með eitt stig eftir fyrsta leikinn á EM og þarf að bæta í ef það á að takast að komast upp úr riðlinum. „Við erum svolítið súrar núna en það gerir okkur bara hungraðari í að taka sigurinn næst. Við eru hvergi nærri hættar,“ sagði Guðrún að lokum. Klippa: Guðrun Arnardottir eftir leik
EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Fleiri fréttir Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn