Þegar Guðrún Þórbjörg, sem er kölluð Dúna, mætti í viðtal fyrir æfingu liðsins þá var um að gera að forvitnast aðeins um lífið innan hópsins. Hún segir allan hópinn ná vel saman og skiptir þar engu um hvern eða hverja er að ræða.

„Við erum öllum mjög náin og strákarnir hanga alveg með okkur alveg eins og við stelpurnar. Þetta er mjög gaman og þær eru geggjaðar stelpurnar,“ sagði Guðrún.
Einhverjir hafa hreinlega velt fyrir sér hvort að það geti hreinlega verið svona gaman hjá liðinu. Út á við lítur þetta út eins og fullkomnasti mórall sem hefur sést hjá landsliði í langan tíma.
„Þetta er alls ekkert „fake“, ég get alveg sagt ykkur það. Það er frábær stemmning í liðinu og það er alveg ótrúlegt. Þær ná ótrúlega vel saman, eru ótrúlegar jákvæðar og það er geggjað hugarfar hjá þeim öllum,“ sagði Guðrún.
Hún var allt í einu kominn út úr skugganum og í sviðsljósið þegar hún var boðuð í viðtöl við íslensku fjölmiðlanna.
„Þetta er smá sem ég þarf að venjast en bara gaman,“ sagði Guðrún um það verkefni.
Ísland leikur annan leik sinn á Evrópumótinu á móti Ítalíu á fimmtudaginn kemur.