„Við erum bara fótboltamenn og höfum gaman af lífinu“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. júlí 2022 15:31 Elín Metta Jensen og Svava Rós Guðmundsdóttir eru jafnaldrar úr Val sem eru að keppa um sömu stöðu á Evrópumótinu i Englandi. Svava Rós kom inná sem varamaður á móti Belgíu en ekki Elín Metta. Vísir/Vilhelm Næsti mótherji íslensku stelpnanna eru Ítalir sem fengu stóran skell á móti Frökkum sama dag og íslensku stelpurnar gerðu 1-1 jafntefli við Belga. Ólafur Pétursson, markmannsþjálfari íslenska kvennalandsliðsins, lagði áherslu á það eins og aðrir í þjálfarateyminu að þetta væri allt enn þá í höndum íslenska liðsins. Stig í fyrsta leik er enginn heimsendir og sigur á móti Ítalíu kemur liðinu í ágæta stöðu. Þetta er í okkar höndum „Þetta er í okkar höndum og við þurfum að ná í sigur á móti Ítalíu. Vonandi eigum við bara góðan leik. Við erum búnir að undirbúa liðið vel og erum að fara á fund á morgun og hinn um Ítalina,“ sagði Ólafur. „Við vitum um þeirra styrkleika og veikleika. Vonandi náum við að nýta okkur veikleikana þeirra,“ sagði Ólafur. Ólafur Pétursson ræddi við blaðamenn fyrir æfingu liðsins.Vísir/Vilhelm 5-1 tap Ítala á móti Frökkum vakti furðu marga og úrslitin komu íslenska þjálfarateyminu mikið á óvart. „Það voru gríðarlegir yfirburðir í fyrri hálfleik en vissulega hefðu Ítalirnir geta komist yfir því þeir fengu dauðafæri í byrjun í stöðunni 0-0 þar sem franski markvörðurinn varði mjög vel. Eftir það var þetta bara einstefna í 45 mínútur og svo var þetta bara rólegur seinni hálfleikur,“ sagði Ólafur. „Ég bjóst nú alls ekki við þessu. Ítalirnir hafa líka verið þéttir og ekki verið að fá mikið af mörkum á sig,“ sagði Ólafur. Við náum gríðarlega vel saman Ólafur talar mjög vel um hópinn eins og allir aðrir sem Vísir hefur rætt við úr og í tengslum við íslenska liðið. „Þetta er frábær hópur, bæði leikmenn og starfsfólk. Við náum gríðarlega vel saman og það er mikið hlegið og við skemmtun okkur gríðarlega vel saman,“ sagði Ólafur og aldursmunurinn í hópnum truflar það ekki. „Við erum bara fótboltamenn og höfum gaman af lífinu,“ sagði Ólafur. Ísland leikur annan leik sinn á Evrópumótinu á móti Ítalíu á fimmtudaginn kemur. EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Fleiri fréttir „Félagið setur mig í skítastöðu“ Jóhann Berg lagði upp í mikilvægum sigri Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Strembin verkefni hjá Glódísi og Sveindísi Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Orri Steinn og félagar i undanúrslit spænska bikarsins Albert fékk ekki að spila í leiknum sem byrjaði í desember en lauk í febrúar Hætta við leikinn í miðnætursólinni Framarar lausir við Frambanann Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Greindi frá válegum tíðindum Sjá meira
Ólafur Pétursson, markmannsþjálfari íslenska kvennalandsliðsins, lagði áherslu á það eins og aðrir í þjálfarateyminu að þetta væri allt enn þá í höndum íslenska liðsins. Stig í fyrsta leik er enginn heimsendir og sigur á móti Ítalíu kemur liðinu í ágæta stöðu. Þetta er í okkar höndum „Þetta er í okkar höndum og við þurfum að ná í sigur á móti Ítalíu. Vonandi eigum við bara góðan leik. Við erum búnir að undirbúa liðið vel og erum að fara á fund á morgun og hinn um Ítalina,“ sagði Ólafur. „Við vitum um þeirra styrkleika og veikleika. Vonandi náum við að nýta okkur veikleikana þeirra,“ sagði Ólafur. Ólafur Pétursson ræddi við blaðamenn fyrir æfingu liðsins.Vísir/Vilhelm 5-1 tap Ítala á móti Frökkum vakti furðu marga og úrslitin komu íslenska þjálfarateyminu mikið á óvart. „Það voru gríðarlegir yfirburðir í fyrri hálfleik en vissulega hefðu Ítalirnir geta komist yfir því þeir fengu dauðafæri í byrjun í stöðunni 0-0 þar sem franski markvörðurinn varði mjög vel. Eftir það var þetta bara einstefna í 45 mínútur og svo var þetta bara rólegur seinni hálfleikur,“ sagði Ólafur. „Ég bjóst nú alls ekki við þessu. Ítalirnir hafa líka verið þéttir og ekki verið að fá mikið af mörkum á sig,“ sagði Ólafur. Við náum gríðarlega vel saman Ólafur talar mjög vel um hópinn eins og allir aðrir sem Vísir hefur rætt við úr og í tengslum við íslenska liðið. „Þetta er frábær hópur, bæði leikmenn og starfsfólk. Við náum gríðarlega vel saman og það er mikið hlegið og við skemmtun okkur gríðarlega vel saman,“ sagði Ólafur og aldursmunurinn í hópnum truflar það ekki. „Við erum bara fótboltamenn og höfum gaman af lífinu,“ sagði Ólafur. Ísland leikur annan leik sinn á Evrópumótinu á móti Ítalíu á fimmtudaginn kemur.
EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Fleiri fréttir „Félagið setur mig í skítastöðu“ Jóhann Berg lagði upp í mikilvægum sigri Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Strembin verkefni hjá Glódísi og Sveindísi Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Orri Steinn og félagar i undanúrslit spænska bikarsins Albert fékk ekki að spila í leiknum sem byrjaði í desember en lauk í febrúar Hætta við leikinn í miðnætursólinni Framarar lausir við Frambanann Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Greindi frá válegum tíðindum Sjá meira