„Þetta eru leikmenn sem vilja bara vinna og það skapar ákveðnar kröfur“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. júlí 2022 12:00 Þorsteinn Halldórsson ræðir við Dagnýju Brynjarsdóttur á æfingu íslenska landsliðsins. Vísir/Vilhelm Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins, vildi leggja áherslu á jákvæðu hlutina eftir að hafa fengið að melta jafnteflisleikinn á móti Belgum á EM í Englandi. „Það er margt sem við getum tekið jákvætt út úr þessu. Það sem við lítum líka jákvætt á þetta er að við höfum enn þá stjórna á aðstæðum. Við stýrum því sjálf hversu langt við förum í þessum riðli og hvað við gerum í næsta leik,“ sagði Þorsteinn Halldórsson. Eftir æfinguna á mánudaginn sem snerist að mestu um endurheimt leikmanna sem spiluðu mikið á móti Ítalíu og að koma blóðinu á hreyfingu hjá þeim sem spiluðu minna. Í framhaldinu fór hópurinn að einbeita sér að verkefninu á móti Ítalíu. „Ég er sáttur við margt. Það var gífurleg vinnusemi í þeim og miðjumennirnir hlupu hrikalega mikið. Þær gerðu Belgunum erfitt fyrir í því sem þær eru góðar í sem er að halda boltanum og finna ákveðin svæði. Það voru ekki mörg móment sem þær sköpuðu eitthvað í gegnum eitthvað spil,“ sagði Þorsteinn. „Einu hætturnar voru þegar við töpuðum boltanum á slæmum stað. Að öðru leyti náðu þær ekki upp neinu spili á móti okkur og náðu ekki að ógna okkur þannig nema kannski eftir smá klaufagang hjá okkur,“ sagði Þorsteinn. „Heilt yfir var ég mjög sáttur við leikinn og auðvitað hefðum við viljað vinna þennan leik miðað við það hvernig hann þróaðist. Stig er alltaf betra en ekkert og við stjórnum alla vega framhaldinu eins og er,“ sagði Þorsteinn. Hann segir að stelpurnar setji ekki síður kröfur á þjálfarateymið en þeir á þær. „Þetta eru keppnismanneskjur og auðvitað voru þær fúlar og svekktar að hafa ekki klárað þetta. Þetta eru leikmenn sem vilja bara vinna. Það er gott að vera í svoleiðis hóp og skapar ákveðnar kröfur. Þær setja kröfur á sjálfa sig og setja ákveðnar kröfur á okkur,“ sagði Þorsteinn. EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti Bein útsending: Kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Íslenski boltinn Fimm fengu bann fyrir slagsmálin Körfubolti Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Íslenski boltinn „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn Fleiri fréttir Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Bein útsending: Kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Haaland væntanlega úr leik í deildinni Saka klár í slaginn á ný Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Sjá meira
„Það er margt sem við getum tekið jákvætt út úr þessu. Það sem við lítum líka jákvætt á þetta er að við höfum enn þá stjórna á aðstæðum. Við stýrum því sjálf hversu langt við förum í þessum riðli og hvað við gerum í næsta leik,“ sagði Þorsteinn Halldórsson. Eftir æfinguna á mánudaginn sem snerist að mestu um endurheimt leikmanna sem spiluðu mikið á móti Ítalíu og að koma blóðinu á hreyfingu hjá þeim sem spiluðu minna. Í framhaldinu fór hópurinn að einbeita sér að verkefninu á móti Ítalíu. „Ég er sáttur við margt. Það var gífurleg vinnusemi í þeim og miðjumennirnir hlupu hrikalega mikið. Þær gerðu Belgunum erfitt fyrir í því sem þær eru góðar í sem er að halda boltanum og finna ákveðin svæði. Það voru ekki mörg móment sem þær sköpuðu eitthvað í gegnum eitthvað spil,“ sagði Þorsteinn. „Einu hætturnar voru þegar við töpuðum boltanum á slæmum stað. Að öðru leyti náðu þær ekki upp neinu spili á móti okkur og náðu ekki að ógna okkur þannig nema kannski eftir smá klaufagang hjá okkur,“ sagði Þorsteinn. „Heilt yfir var ég mjög sáttur við leikinn og auðvitað hefðum við viljað vinna þennan leik miðað við það hvernig hann þróaðist. Stig er alltaf betra en ekkert og við stjórnum alla vega framhaldinu eins og er,“ sagði Þorsteinn. Hann segir að stelpurnar setji ekki síður kröfur á þjálfarateymið en þeir á þær. „Þetta eru keppnismanneskjur og auðvitað voru þær fúlar og svekktar að hafa ekki klárað þetta. Þetta eru leikmenn sem vilja bara vinna. Það er gott að vera í svoleiðis hóp og skapar ákveðnar kröfur. Þær setja kröfur á sjálfa sig og setja ákveðnar kröfur á okkur,“ sagði Þorsteinn.
EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti Bein útsending: Kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Íslenski boltinn Fimm fengu bann fyrir slagsmálin Körfubolti Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Íslenski boltinn „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn Fleiri fréttir Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Bein útsending: Kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Haaland væntanlega úr leik í deildinni Saka klár í slaginn á ný Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Sjá meira