„Þetta eru leikmenn sem vilja bara vinna og það skapar ákveðnar kröfur“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. júlí 2022 12:00 Þorsteinn Halldórsson ræðir við Dagnýju Brynjarsdóttur á æfingu íslenska landsliðsins. Vísir/Vilhelm Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins, vildi leggja áherslu á jákvæðu hlutina eftir að hafa fengið að melta jafnteflisleikinn á móti Belgum á EM í Englandi. „Það er margt sem við getum tekið jákvætt út úr þessu. Það sem við lítum líka jákvætt á þetta er að við höfum enn þá stjórna á aðstæðum. Við stýrum því sjálf hversu langt við förum í þessum riðli og hvað við gerum í næsta leik,“ sagði Þorsteinn Halldórsson. Eftir æfinguna á mánudaginn sem snerist að mestu um endurheimt leikmanna sem spiluðu mikið á móti Ítalíu og að koma blóðinu á hreyfingu hjá þeim sem spiluðu minna. Í framhaldinu fór hópurinn að einbeita sér að verkefninu á móti Ítalíu. „Ég er sáttur við margt. Það var gífurleg vinnusemi í þeim og miðjumennirnir hlupu hrikalega mikið. Þær gerðu Belgunum erfitt fyrir í því sem þær eru góðar í sem er að halda boltanum og finna ákveðin svæði. Það voru ekki mörg móment sem þær sköpuðu eitthvað í gegnum eitthvað spil,“ sagði Þorsteinn. „Einu hætturnar voru þegar við töpuðum boltanum á slæmum stað. Að öðru leyti náðu þær ekki upp neinu spili á móti okkur og náðu ekki að ógna okkur þannig nema kannski eftir smá klaufagang hjá okkur,“ sagði Þorsteinn. „Heilt yfir var ég mjög sáttur við leikinn og auðvitað hefðum við viljað vinna þennan leik miðað við það hvernig hann þróaðist. Stig er alltaf betra en ekkert og við stjórnum alla vega framhaldinu eins og er,“ sagði Þorsteinn. Hann segir að stelpurnar setji ekki síður kröfur á þjálfarateymið en þeir á þær. „Þetta eru keppnismanneskjur og auðvitað voru þær fúlar og svekktar að hafa ekki klárað þetta. Þetta eru leikmenn sem vilja bara vinna. Það er gott að vera í svoleiðis hóp og skapar ákveðnar kröfur. Þær setja kröfur á sjálfa sig og setja ákveðnar kröfur á okkur,“ sagði Þorsteinn. EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ Fótbolti Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Fótbolti „Hörku barátta tveggja góðra liða“ Fótbolti Fleiri fréttir Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Sjá meira
„Það er margt sem við getum tekið jákvætt út úr þessu. Það sem við lítum líka jákvætt á þetta er að við höfum enn þá stjórna á aðstæðum. Við stýrum því sjálf hversu langt við förum í þessum riðli og hvað við gerum í næsta leik,“ sagði Þorsteinn Halldórsson. Eftir æfinguna á mánudaginn sem snerist að mestu um endurheimt leikmanna sem spiluðu mikið á móti Ítalíu og að koma blóðinu á hreyfingu hjá þeim sem spiluðu minna. Í framhaldinu fór hópurinn að einbeita sér að verkefninu á móti Ítalíu. „Ég er sáttur við margt. Það var gífurleg vinnusemi í þeim og miðjumennirnir hlupu hrikalega mikið. Þær gerðu Belgunum erfitt fyrir í því sem þær eru góðar í sem er að halda boltanum og finna ákveðin svæði. Það voru ekki mörg móment sem þær sköpuðu eitthvað í gegnum eitthvað spil,“ sagði Þorsteinn. „Einu hætturnar voru þegar við töpuðum boltanum á slæmum stað. Að öðru leyti náðu þær ekki upp neinu spili á móti okkur og náðu ekki að ógna okkur þannig nema kannski eftir smá klaufagang hjá okkur,“ sagði Þorsteinn. „Heilt yfir var ég mjög sáttur við leikinn og auðvitað hefðum við viljað vinna þennan leik miðað við það hvernig hann þróaðist. Stig er alltaf betra en ekkert og við stjórnum alla vega framhaldinu eins og er,“ sagði Þorsteinn. Hann segir að stelpurnar setji ekki síður kröfur á þjálfarateymið en þeir á þær. „Þetta eru keppnismanneskjur og auðvitað voru þær fúlar og svekktar að hafa ekki klárað þetta. Þetta eru leikmenn sem vilja bara vinna. Það er gott að vera í svoleiðis hóp og skapar ákveðnar kröfur. Þær setja kröfur á sjálfa sig og setja ákveðnar kröfur á okkur,“ sagði Þorsteinn.
EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ Fótbolti Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Fótbolti „Hörku barátta tveggja góðra liða“ Fótbolti Fleiri fréttir Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Sjá meira