„Hún er virkilega klár og hlý persóna“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. júlí 2022 14:00 Fólkið sem mættir á leiki Íslands á EM í Englandi með átján á búningunum sínum. Frá vinstri: Kári Jónsson, Jónas Jónmundsson, Dýrfinna Arnardóttir og Ingibjörg María Guðmundsdóttir. Vísir/Vilhelm Foreldrar miðvarðarins Guðrúnar Arnardóttur eru mætt til Englands til að styðja við bakið á sinni konu eins og þau eru vörn að gera. Vísir hitti þau Jónas Jónmundsson og Ingibjörg María Guðmundsdóttir á stuðningsmannasvæðinu í miðborg Manchester. Þau voru í góðum gír með fleiri úr þeirra hópi og gleðin og spennan fyrir mótinu mikil og augljóst. „Ég er stjúppabbi og hún er mamma hennar,“ sagði Jónas Jónmundsson. „Það er æðislegt að vera komin hingað og þetta er alveg geggjað. Frábær stemmning,“ sagði Ingibjörg María Guðmundsdóttir. Það koma aldrei annað til greina en að mæta á mótið. Treystum á það að hún myndi halda áfram að standa sig vel „Um leið og við vissum hvar þetta yrði haldið þá bókuðum við. Við bara treystum á það að hún myndi halda áfram að standa sig vel,“ sagði Ingibjörg. Guðrún Arnardóttir er búin að taka mörg stór skref á síðustu árum en núna spilar hún með sænsku meisturunum í Rosengård. „Já virkilega. Hún er búin að standa ótrúlega vel,“ sagði Jónas. „Ég hef ekkert auga fyrir fótbolta en ég vissi að hún myndi ná langt í því sem hún myndi ákveða sig alveg sama hvort það væri fótboltinn eða eitthvað annað. Ég var alveg viss um að hún myndi ná langt en það voru aðrar sem sögðu mér að hún væri góð í fótbolta,“ sagði Ingibjörg. Guðrún Arnardóttir fyiri utan hótel íslenska landsliðsins í Crewe.Vísir/Vilhelm Það fer ekkert fram hjá fjölmiðlamönnum sem ræða við Guðrúnu að þar fer klár kona og inn á vellinum er líka erfitt að finna skynsamari leikmann í íslenska liðinu. „Hún er virkilega klár og virkilega hlý persóna,“ sagði Ingibjörg. „Hún fer alla leið sem hún vill,“ skaut Jónas inn í. Hún er stabíl alveg í gegn Guðrún spilar í vörninni og varnarmennirnir fá ekki alltaf hrósið. „Nákvæmlega en þeir eru mikilvægir,“ sagði Jónas og þar þarf að halda haus. „Ég held að hún sé fín þar. Auðvitað er þetta alveg rétt staða fyrir hana út af því að hún er svo stabíl. Hún er stabíl alveg í gegn. Hún er spretthörð líka sem hún þarf að vera þar. Hún er líka köggull,“ sagði Ingibjörg. „Hún hefur farið hægt og rólega upp á við og er að ná toppnum,“ sagði Jónas. „Það lýsir henni líka því hún gefst ekkert upp og heldur alltaf sínu striki. Það sem er gaman hjá Guðrúnu er að hún leggur alltaf svo mikla áherslu að hafa gaman af lífinu líka ekki bara vera að hugsa um eitthvað í framtíðinni heldur að njóta dagsins í dag. Ég held að það komi henni langt ef eitthvað gengur ekki þá er hún í núinu,“ sagði Ingibjörg. Eru 27 eða 28 mætt á EM Hópurinn á bak við Guðrúnu á Evrópumótinu er ekki lítill. „Við vorum að telja það í gær og við erum 27 eða 28,“ sagði Jónas. „Þetta er mjög góður hópur,“ sagði Ingibjörg en setur þetta pressu á hana en lítur hún á þetta bara sem stuðning. „Stuðning klárlega. Við höfum alltaf talað um það að þetta er bara stuðningur. Við verðum þarna og hvetjum þig í stúkunni. Við veifum þér þegar leikurinn er búinn og hittum þig þegar við megum hitta þig. Það er engin pressa,“ sagði Ingibjörg. Hópurinn sem er alltaf í stúkunni hjá henni „Hún er líka orðin vön þessu því þetta er hópurinn sem er alltaf í stúkunni hjá henni,“ sagði Jónas. Með þeim var líka Dýrfinna Arnardóttir, systir Guðrúnar og kærasti hennar sem er Kári Jónsson, landsliðsmaður í körfubolta og nýkrýndur Íslandsmeistari með Valsmönnum. Dýrfinna var líka öflug körfuboltakona og spilaði með yngri landsliðinu. Hún varð hins vegar að hætta í körfunni vegna höfuðmeiðsla. EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Sport Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Fleiri fréttir Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Sjá meira
Vísir hitti þau Jónas Jónmundsson og Ingibjörg María Guðmundsdóttir á stuðningsmannasvæðinu í miðborg Manchester. Þau voru í góðum gír með fleiri úr þeirra hópi og gleðin og spennan fyrir mótinu mikil og augljóst. „Ég er stjúppabbi og hún er mamma hennar,“ sagði Jónas Jónmundsson. „Það er æðislegt að vera komin hingað og þetta er alveg geggjað. Frábær stemmning,“ sagði Ingibjörg María Guðmundsdóttir. Það koma aldrei annað til greina en að mæta á mótið. Treystum á það að hún myndi halda áfram að standa sig vel „Um leið og við vissum hvar þetta yrði haldið þá bókuðum við. Við bara treystum á það að hún myndi halda áfram að standa sig vel,“ sagði Ingibjörg. Guðrún Arnardóttir er búin að taka mörg stór skref á síðustu árum en núna spilar hún með sænsku meisturunum í Rosengård. „Já virkilega. Hún er búin að standa ótrúlega vel,“ sagði Jónas. „Ég hef ekkert auga fyrir fótbolta en ég vissi að hún myndi ná langt í því sem hún myndi ákveða sig alveg sama hvort það væri fótboltinn eða eitthvað annað. Ég var alveg viss um að hún myndi ná langt en það voru aðrar sem sögðu mér að hún væri góð í fótbolta,“ sagði Ingibjörg. Guðrún Arnardóttir fyiri utan hótel íslenska landsliðsins í Crewe.Vísir/Vilhelm Það fer ekkert fram hjá fjölmiðlamönnum sem ræða við Guðrúnu að þar fer klár kona og inn á vellinum er líka erfitt að finna skynsamari leikmann í íslenska liðinu. „Hún er virkilega klár og virkilega hlý persóna,“ sagði Ingibjörg. „Hún fer alla leið sem hún vill,“ skaut Jónas inn í. Hún er stabíl alveg í gegn Guðrún spilar í vörninni og varnarmennirnir fá ekki alltaf hrósið. „Nákvæmlega en þeir eru mikilvægir,“ sagði Jónas og þar þarf að halda haus. „Ég held að hún sé fín þar. Auðvitað er þetta alveg rétt staða fyrir hana út af því að hún er svo stabíl. Hún er stabíl alveg í gegn. Hún er spretthörð líka sem hún þarf að vera þar. Hún er líka köggull,“ sagði Ingibjörg. „Hún hefur farið hægt og rólega upp á við og er að ná toppnum,“ sagði Jónas. „Það lýsir henni líka því hún gefst ekkert upp og heldur alltaf sínu striki. Það sem er gaman hjá Guðrúnu er að hún leggur alltaf svo mikla áherslu að hafa gaman af lífinu líka ekki bara vera að hugsa um eitthvað í framtíðinni heldur að njóta dagsins í dag. Ég held að það komi henni langt ef eitthvað gengur ekki þá er hún í núinu,“ sagði Ingibjörg. Eru 27 eða 28 mætt á EM Hópurinn á bak við Guðrúnu á Evrópumótinu er ekki lítill. „Við vorum að telja það í gær og við erum 27 eða 28,“ sagði Jónas. „Þetta er mjög góður hópur,“ sagði Ingibjörg en setur þetta pressu á hana en lítur hún á þetta bara sem stuðning. „Stuðning klárlega. Við höfum alltaf talað um það að þetta er bara stuðningur. Við verðum þarna og hvetjum þig í stúkunni. Við veifum þér þegar leikurinn er búinn og hittum þig þegar við megum hitta þig. Það er engin pressa,“ sagði Ingibjörg. Hópurinn sem er alltaf í stúkunni hjá henni „Hún er líka orðin vön þessu því þetta er hópurinn sem er alltaf í stúkunni hjá henni,“ sagði Jónas. Með þeim var líka Dýrfinna Arnardóttir, systir Guðrúnar og kærasti hennar sem er Kári Jónsson, landsliðsmaður í körfubolta og nýkrýndur Íslandsmeistari með Valsmönnum. Dýrfinna var líka öflug körfuboltakona og spilaði með yngri landsliðinu. Hún varð hins vegar að hætta í körfunni vegna höfuðmeiðsla.
EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Sport Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Fleiri fréttir Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Sjá meira