Mamma Karólínu er ekki öfundsjúk út í mömmu Gló Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. júlí 2022 09:00 Fjóla Rún Þorleifsdóttir og Vilhjálmur Kári Haraldsson, foreldrar Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur sjást hér í miðjum hópi af sínu fólki sem fjölmennti til Englands til að styðja á bak við stelpuna. Vísir/Vilhelm Karólína Lea Vilhjálmsdóttir á mömmu á Íslandi og hefur síðan fundið sér aðra mömmu úti hjá Bayern München. Báðar mömmurnar eru mættar á EM í Englandi, önnur til að horfa en hin spilar með íslenska liðinu eins og Karólína. Karólína Lea fór ung út til stórliðs Bayern München og það var stórt skref að taka fyrir táning. Svo fór að mamma hennar kom til hennar í heilan mánuð. Móðir hennar, Fjóla Rún Þorleifsdóttir, er að sjálfsögðu mætt til Englands til að fylgjast með stelpunni sinni og liðsfélögum hennar í íslenska landsliðinu. Svo stutt síðan hún var bara pínulítil „Maður er svo stoltur en manni finnst líka svo stutt síðan hún var bara pínulítil. Maður er eiginlega ekki að trúa því að hún sé komin hingað og sé að fara að spila á EM. Það er eiginlega bara óraunverulegt,“ sagði Fjóla Rún Þorleifsdóttir. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir á æfingu með íslenska landsliðinu.Vísir/Vilhelm „Hún byrjar fjórtán ára í meistaraflokki og eftir það fer boltinn að rúlla,“ sagði Fjóla Rún en Karólína Lea hefur þegar fengið stór próf á sínum feril og staðist þau vel. „Hún hefur alltaf verið með alveg ótrúlegt jafnaðargeð. Hún hefur stillt væntingarnar svolítið eftir því hvað hún ætlar að ná langt. Hún er ótrúlega fókuseruð og með svo skýr markmið. Það er eitthvað sem pabbi hennar hefur alið börnin okkar svolítið upp með að setja sér markmið,“ sagði Fjóla. Faðir Karólínu Leu, Vilhjálmur Kári Haraldsson, var um tíma aðalþjálfari Breiðabliks. Ég er svona meira í sálfræðilega hlutanum „Hann veit eitthvað aðeins meira en ég um fótbolta en ég er svona meira í sálfræðilega hlutanum,“ sagði Fjóla. Hún segir að fjölskyldan hafi farið út á stórmóti með karlalandsliðinu. „Við vorum búin að upplifa þetta með karlalandsliðinu og gleðina sem fylgdi því. Hún svolítið missti af því af því að hún var að byggja upp sinn feril. Auðvitað ætluðum við að vera fljót til og kaupa miða og flug hingað. Við ætluðum ekki að missa af því,“ sagði Fjóla. „Við erum hér ég og maðurinn minn og strákurinn okkar. Svo eru tengdarforeldrar mínir, mágur minn og svilkona og stelpan þeirra. Svo ætlat elsta dóttir mín að koma með kærasta sínum. Þetta er stór hópur,“ sagði Fjóla. Þetta er aðeins öðruvísi en þegar karlalandsliðið var að keppa á stórmótunum. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir er í mun stærra hlutverki hjá íslenska landsliðinu en hjá Bayern München en það gæti breyst á næstunni.Vísir/Vilhelm „Þetta er meiri fjölskyldustemmning. Það er klárt mál. Hingað koma fjölskyldurnar og öll börnin, afar og ömmur. Þetta er aðeins öðruvísi hópur en var á karlamótunum en alveg frábær,“ sagði Fjóla. Það er pressa á Karólínu Leu sem er komin í stórt hlutverk í landsliðinu, er ein af andlitum liðsins og er farin að sjá mikið í auglýsingum heima á Íslandi. Ótrúlega stíf dagskrá þangað til að hún fer að sofa „Hún höndlar það ótrúlega vel. Hún vaknar á morgnanna og svo bara byrjar hún að fá sér hafragrautinn og svo er ótrúlega stíf dagskrá þangað til að hún fer að sofa. Hún leyfir sér aldrei að fara of hátt upp,“ sagði Fjóla. „Hún veit hvað hún ætlar sér og veit að við stöndum við bakið á henni í blíðu og stríðu. Það er það sem hún þarf að vita,“ sagði Fjóla. Velgengnin með landsliðinu hjálpar mikið. „Það hefur haft góð áhrif á hana og þá sérstaklega sálfræðilega hlutann. Hún hefur alltaf fengið mikinn stuðning hjá Steina. EF hún verður meiðslalaus og allt gengur vel þá held ég að hún fái að fara að spila meira hjá Bayern München. Það er alveg toppklúbbur þar,“ sagði Fjóla. „Það er gott fyrir manna sem foreldri að vita af henni þar. Þar er ekkert sem klikkar. Maður veit að hún á eftir að fá tækifæri,“ sagði Fjóla en er hún ekkert öfundsjúk að dóttir hennar sé farin að kalla Glódísi Perlu Viggósdóttur mömmu Gló en þær spila saman hjá Bayern. Ég var svo ánægð þegar Glódís og Kristófer komu út „Nei alls ekki og mér finnst það bara ofboðslega notalegt. Ég var svo ánægð þegar Glódís og Kristófer komu út og núna Cecelía líka. Það eru ótrúlegt tengsl þar á milli,“ sagði Fjóla. „Fólk hefur verið að spyrja mann er þetta virkilega svona gaman hjá þeim. Fyrir mitt leyti og það sem ég heyri þá er þetta bara meira en það. Fýlupúkinn er ekki fundinn í landsliðinu og það er þessi samkennd og þessi gleði þegar aðrir gera vel. Það er eitt það sem drifkraftur hjá þeim. Ég vil trú að það skili sér fyrir þær,“ sagði Fjóla. EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Fleiri fréttir Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Neymar segir að Mbappé hafi verið afbrýðisamur út í Messi Víkingar fá mikinn liðsstyrk Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Úrslit breyta öllu: „Arnar gerir sér grein fyrir því“ Bitur reynsla Arnars nú skilaboð til leikmanna Íslands: „Í guðanna bænum“ Endrick reddaði Real Madrid í framlengingunni Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Sjá meira
Karólína Lea fór ung út til stórliðs Bayern München og það var stórt skref að taka fyrir táning. Svo fór að mamma hennar kom til hennar í heilan mánuð. Móðir hennar, Fjóla Rún Þorleifsdóttir, er að sjálfsögðu mætt til Englands til að fylgjast með stelpunni sinni og liðsfélögum hennar í íslenska landsliðinu. Svo stutt síðan hún var bara pínulítil „Maður er svo stoltur en manni finnst líka svo stutt síðan hún var bara pínulítil. Maður er eiginlega ekki að trúa því að hún sé komin hingað og sé að fara að spila á EM. Það er eiginlega bara óraunverulegt,“ sagði Fjóla Rún Þorleifsdóttir. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir á æfingu með íslenska landsliðinu.Vísir/Vilhelm „Hún byrjar fjórtán ára í meistaraflokki og eftir það fer boltinn að rúlla,“ sagði Fjóla Rún en Karólína Lea hefur þegar fengið stór próf á sínum feril og staðist þau vel. „Hún hefur alltaf verið með alveg ótrúlegt jafnaðargeð. Hún hefur stillt væntingarnar svolítið eftir því hvað hún ætlar að ná langt. Hún er ótrúlega fókuseruð og með svo skýr markmið. Það er eitthvað sem pabbi hennar hefur alið börnin okkar svolítið upp með að setja sér markmið,“ sagði Fjóla. Faðir Karólínu Leu, Vilhjálmur Kári Haraldsson, var um tíma aðalþjálfari Breiðabliks. Ég er svona meira í sálfræðilega hlutanum „Hann veit eitthvað aðeins meira en ég um fótbolta en ég er svona meira í sálfræðilega hlutanum,“ sagði Fjóla. Hún segir að fjölskyldan hafi farið út á stórmóti með karlalandsliðinu. „Við vorum búin að upplifa þetta með karlalandsliðinu og gleðina sem fylgdi því. Hún svolítið missti af því af því að hún var að byggja upp sinn feril. Auðvitað ætluðum við að vera fljót til og kaupa miða og flug hingað. Við ætluðum ekki að missa af því,“ sagði Fjóla. „Við erum hér ég og maðurinn minn og strákurinn okkar. Svo eru tengdarforeldrar mínir, mágur minn og svilkona og stelpan þeirra. Svo ætlat elsta dóttir mín að koma með kærasta sínum. Þetta er stór hópur,“ sagði Fjóla. Þetta er aðeins öðruvísi en þegar karlalandsliðið var að keppa á stórmótunum. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir er í mun stærra hlutverki hjá íslenska landsliðinu en hjá Bayern München en það gæti breyst á næstunni.Vísir/Vilhelm „Þetta er meiri fjölskyldustemmning. Það er klárt mál. Hingað koma fjölskyldurnar og öll börnin, afar og ömmur. Þetta er aðeins öðruvísi hópur en var á karlamótunum en alveg frábær,“ sagði Fjóla. Það er pressa á Karólínu Leu sem er komin í stórt hlutverk í landsliðinu, er ein af andlitum liðsins og er farin að sjá mikið í auglýsingum heima á Íslandi. Ótrúlega stíf dagskrá þangað til að hún fer að sofa „Hún höndlar það ótrúlega vel. Hún vaknar á morgnanna og svo bara byrjar hún að fá sér hafragrautinn og svo er ótrúlega stíf dagskrá þangað til að hún fer að sofa. Hún leyfir sér aldrei að fara of hátt upp,“ sagði Fjóla. „Hún veit hvað hún ætlar sér og veit að við stöndum við bakið á henni í blíðu og stríðu. Það er það sem hún þarf að vita,“ sagði Fjóla. Velgengnin með landsliðinu hjálpar mikið. „Það hefur haft góð áhrif á hana og þá sérstaklega sálfræðilega hlutann. Hún hefur alltaf fengið mikinn stuðning hjá Steina. EF hún verður meiðslalaus og allt gengur vel þá held ég að hún fái að fara að spila meira hjá Bayern München. Það er alveg toppklúbbur þar,“ sagði Fjóla. „Það er gott fyrir manna sem foreldri að vita af henni þar. Þar er ekkert sem klikkar. Maður veit að hún á eftir að fá tækifæri,“ sagði Fjóla en er hún ekkert öfundsjúk að dóttir hennar sé farin að kalla Glódísi Perlu Viggósdóttur mömmu Gló en þær spila saman hjá Bayern. Ég var svo ánægð þegar Glódís og Kristófer komu út „Nei alls ekki og mér finnst það bara ofboðslega notalegt. Ég var svo ánægð þegar Glódís og Kristófer komu út og núna Cecelía líka. Það eru ótrúlegt tengsl þar á milli,“ sagði Fjóla. „Fólk hefur verið að spyrja mann er þetta virkilega svona gaman hjá þeim. Fyrir mitt leyti og það sem ég heyri þá er þetta bara meira en það. Fýlupúkinn er ekki fundinn í landsliðinu og það er þessi samkennd og þessi gleði þegar aðrir gera vel. Það er eitt það sem drifkraftur hjá þeim. Ég vil trú að það skili sér fyrir þær,“ sagði Fjóla.
EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Fleiri fréttir Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Neymar segir að Mbappé hafi verið afbrýðisamur út í Messi Víkingar fá mikinn liðsstyrk Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Úrslit breyta öllu: „Arnar gerir sér grein fyrir því“ Bitur reynsla Arnars nú skilaboð til leikmanna Íslands: „Í guðanna bænum“ Endrick reddaði Real Madrid í framlengingunni Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Sjá meira