Mamma Gunnhildar Yrsu hrædd um að brenna á skallanum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. júlí 2022 11:30 Gunnhildur Yrsa Jónsdótir á sitt fólk í stúkunni. Hér eru frá vinstri: Jón Sæmundsson, Elfur Fríða Jónsdóttir, Ýr Sigurðardóttir og Ilmur Jónsdóttir þegar þau hittu ljósmyndara á stuðningsmannasvæðinu í Manchester. Vísir/Vilhelm Það fer ekki fram hjá neinum þegar Ýr Sigurðardóttir læknir, móðir landsliðskonunnar Gunnhildar Yrsu Jónsdóttur, mætir á svæðið á þessu Evrópumóti. Ýr er með mjög sérstaka og áberandi klippingu og klippingu sem var sérvalin í tilefni af Evrópumótinu í Englandi. Ýr segist ekki fá mikinn frítíma, enda í mjög krefjandi starfi og hún er því mætt til Englands til að njóta frísins og sjá dóttur sína hjálpa íslenska landsliðinu á ná sem lengst á mótinu. Já ég vek aðeins athygli „Já ég vek aðeins athygli enda er þetta til þess gert,“ sagði Ýr Sigurðardóttir létt. „Við komum reyndar bara frá Íslandi og vorum bara í Manchester vélinni. Þetta er bara frábært,“ sagði Ýr en hún vinnur líka mikið í Bandaríkjunum. Vísir/Vilhelm „Ég er svona fram og til baka. Ég er talsvert á Íslandi og er líka á barnaspítalanum,“ sagði Ýr. Stemmningin í Englandi hefur verið frábær. „Mér finnst hún alveg ótrúlega flott og það er gaman að fylgjast með liðinu og unga fólkinu. Þetta er bara æðislegt,“ sagði Ýr. Það kom fljótt í ljós að hún var búin að eignast fótboltastelpu. „Við fluttum til Ameríku og hún byrjaði í boltanum. Það var mjög fljótlega farið að velja hana í úrvalslið í barnaboltanum í Ameríku. Maður vissi að hún væri mjög efnileg,“ sagði Ýr um dóttur sína Gunnhildi. Gunnhildur Yrsa var fyrirliði liðsins í forföllum Söru Bjarka Gunnarsdóttur. „Einhver var að taka við,“ sagði Ýr en rétt fyrir EM sneri Sara Björk til baka og Gunnhildur horfði eftir fyrirliðabandinu til hennar. „Ég held að það hafi í rauninni ekki verið tekið af henni. Ég held að þetta hafi bara verið eðlilegt. Sara þurfti bara að bregða sér frá í annað,“ sagði Ýr brosandi. Leiðtogi alveg sama hvar hún er „Hún er öllu vön og ég held að hún sé leiðtogi alveg sama hvar hún er. Hún er líka leiðtogi fyrir systkinin sín og á hún nú nokkuð mörg. Ég held að þetta hafi ekki skipt hana nokkru máli,“ sagði Ýr. Gunnhildur spilar í bandarísku deildinni með Orlando Pride og það kann mamma hennar vel að meta. „Hún er í Orlando og við erum þar líka. Ég sagði það við hana þegar hún fór til Utah að hún ætti að vera í Orlando frekar. Ég var mjög glöð þegar hún flutti sig um set,“ sagði Ýr. Hún hefur áður verið á Evrópumóti kvenna. „Við fórum á EM síðast. Ég fór ekki á HM en var í Ameríku og gerði hárið á mér fyrir HM þegar karlalið Íslands fór á HM. Þá var ég í Ameríku með hárið svona,“ sagði Ýr. Meira mál að fá svona klippingu á Íslandi „Það var ekkert mál að láta klippa mig svona í Bandaríkjunum en ekki heima á Íslandi þegar ég bað einhvern um að gera þetta eins. Þá þurfti ég að finna Ómar hárgreiðslunema á Greiðunni. Hann loksins sagði: Ég gerði það. Hann gerði þetta fríhendis,“ sagði Ýr. Það er smá áhætta tekin með slíkri klippingu á sólríkum dögum eins og hafa verið hér í Englandi. „Ég er ansi hrædd um að brenna á skallanum en það eru margir búnir að taka mynd,“ sagði Ýr. „Ég var reyndar búin að safna hári í fjögur ár en það ferlega eitthvað lufsulegt þannig að það var gott að það fór,“ sagði Ýr og hún hefur trú á íslenska liðinu á mótinu. „Þetta er æðislegt og ég er loksins komin í frí. Ég vinn mjög mikið og ætla svo að njóta tímans hér,“ sagði Ýr að lokum. EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Fótbolti Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Körfubolti „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Enski boltinn Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin Enski boltinn Fleiri fréttir Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjá meira
Ýr er með mjög sérstaka og áberandi klippingu og klippingu sem var sérvalin í tilefni af Evrópumótinu í Englandi. Ýr segist ekki fá mikinn frítíma, enda í mjög krefjandi starfi og hún er því mætt til Englands til að njóta frísins og sjá dóttur sína hjálpa íslenska landsliðinu á ná sem lengst á mótinu. Já ég vek aðeins athygli „Já ég vek aðeins athygli enda er þetta til þess gert,“ sagði Ýr Sigurðardóttir létt. „Við komum reyndar bara frá Íslandi og vorum bara í Manchester vélinni. Þetta er bara frábært,“ sagði Ýr en hún vinnur líka mikið í Bandaríkjunum. Vísir/Vilhelm „Ég er svona fram og til baka. Ég er talsvert á Íslandi og er líka á barnaspítalanum,“ sagði Ýr. Stemmningin í Englandi hefur verið frábær. „Mér finnst hún alveg ótrúlega flott og það er gaman að fylgjast með liðinu og unga fólkinu. Þetta er bara æðislegt,“ sagði Ýr. Það kom fljótt í ljós að hún var búin að eignast fótboltastelpu. „Við fluttum til Ameríku og hún byrjaði í boltanum. Það var mjög fljótlega farið að velja hana í úrvalslið í barnaboltanum í Ameríku. Maður vissi að hún væri mjög efnileg,“ sagði Ýr um dóttur sína Gunnhildi. Gunnhildur Yrsa var fyrirliði liðsins í forföllum Söru Bjarka Gunnarsdóttur. „Einhver var að taka við,“ sagði Ýr en rétt fyrir EM sneri Sara Björk til baka og Gunnhildur horfði eftir fyrirliðabandinu til hennar. „Ég held að það hafi í rauninni ekki verið tekið af henni. Ég held að þetta hafi bara verið eðlilegt. Sara þurfti bara að bregða sér frá í annað,“ sagði Ýr brosandi. Leiðtogi alveg sama hvar hún er „Hún er öllu vön og ég held að hún sé leiðtogi alveg sama hvar hún er. Hún er líka leiðtogi fyrir systkinin sín og á hún nú nokkuð mörg. Ég held að þetta hafi ekki skipt hana nokkru máli,“ sagði Ýr. Gunnhildur spilar í bandarísku deildinni með Orlando Pride og það kann mamma hennar vel að meta. „Hún er í Orlando og við erum þar líka. Ég sagði það við hana þegar hún fór til Utah að hún ætti að vera í Orlando frekar. Ég var mjög glöð þegar hún flutti sig um set,“ sagði Ýr. Hún hefur áður verið á Evrópumóti kvenna. „Við fórum á EM síðast. Ég fór ekki á HM en var í Ameríku og gerði hárið á mér fyrir HM þegar karlalið Íslands fór á HM. Þá var ég í Ameríku með hárið svona,“ sagði Ýr. Meira mál að fá svona klippingu á Íslandi „Það var ekkert mál að láta klippa mig svona í Bandaríkjunum en ekki heima á Íslandi þegar ég bað einhvern um að gera þetta eins. Þá þurfti ég að finna Ómar hárgreiðslunema á Greiðunni. Hann loksins sagði: Ég gerði það. Hann gerði þetta fríhendis,“ sagði Ýr. Það er smá áhætta tekin með slíkri klippingu á sólríkum dögum eins og hafa verið hér í Englandi. „Ég er ansi hrædd um að brenna á skallanum en það eru margir búnir að taka mynd,“ sagði Ýr. „Ég var reyndar búin að safna hári í fjögur ár en það ferlega eitthvað lufsulegt þannig að það var gott að það fór,“ sagði Ýr og hún hefur trú á íslenska liðinu á mótinu. „Þetta er æðislegt og ég er loksins komin í frí. Ég vinn mjög mikið og ætla svo að njóta tímans hér,“ sagði Ýr að lokum.
EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Fótbolti Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Körfubolti „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Enski boltinn Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin Enski boltinn Fleiri fréttir Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjá meira