Glódís: Óþarfa mark sem við fengum á okkur Árni Jóhannsson skrifar 14. júlí 2022 19:23 Glódís átti góðan leik á móti Ítölum Vísir/Vilhelm Gunnarsson Glódís Perla Viggódóttir átti góða vakt í hjarta varnar íslenska landsliðsins í knattspyrnu á mót Ítalíu fyrr í dag. Hún var svekkt með markið sem Ísland fékk á sig og úrslitin en leikurinn endaði 1-1. „Bara ótrúlega svekkt. Óþarfa mark sem við fengum á okkur. Við vorum með ótrúlega góða stjórn á leiknum þangað til að þær ná að skora þetta mark og þá fer þetta að vera fram og til baka. Bæði lið vildu vinna leikinn og þurftu sigur og þetta er ekki leikplan sem hentar okkar liði vel og þá fórum við að missa tökin á þessum leik. Fram að markinu þá fannst mér við vera með góð tök á leiknum og þær voru ekki að skapa sér neitt. Mikið hrós á liðið þangað til þær skora þetta mark og þá hefðum við getað tekið í taumana á leiknum til að stjórna hraðanum á leiknum.“ Glódís var spurð út í markið sem Ísland fékk á sig en hún hefði þurft að sjá markið aftur til að leggja mat á það almennilega. „Ég er ekki búinn að sjá það aftur. Bara ótrúlega pirrandi mark. Hún fær að koma inn í teiginn okkar á miklum hraða og leggja boltann út. Leikmaðurinn kemur svo á miklum hraða og skorar. Ég veit ekki hvort ég hefði átt að stíga út fyrr og taka sénsinn. Gríðalega svekkjandi því mér fannst við vera með góð tök á leiknum og þær voru ekki að skapa sér neitt og þannig að þetta er ótrúlega svekkjandi þar sem við skoruðum markið snemma og vorum með leikinn í eigin höndum.“ Var tilfinningin þannig að Ítalirnir myndu brotna snemma? Voru íslensku stelpurnar að fara að ná sama takti og Frakkarnir í fyrsta leiknum? „Já, það var náttúrlega mikilvægt að fá markið snemma en eftir það þá duttum við niður og fórum að verjast. Það er samt sem áður styrkleiki hjá okkur og hefðum átt að geta án þess að fá á okkur mark. Við vorum með mjög góða stjórn á þessu fram að markinu þeirra.“ Næst er leikur við Frakkland þar sem Ísland þarf helst að ná í sigur til að ráða eigin örlögum. „Við getum það. Eins og við sögðum strax eftir leik þá er þetta erfiða leiðin. Þetta er ennþá í okkar höndum en verður ótrúlega erfitt verkefni en ég hef fulla trú á því að ef við spilum okkar besta leik þá getum við unnið Frakkana.“ EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Einkunnir Íslands: Sandra maður leiksins í markinu Ísland gerði 1-1 jafntefli við Ítalíu í öðrum leik liðsins á Evrópumótinu á Englandi. Hér er hægt að sjá einkunnir íslensku leikmannanna í leiknum þar sem Sandra Sigurðardóttir í markinu var valin maður leiksins. 14. júlí 2022 18:20 Umfjöllun: Ítalía-Ísland 1-1 | Jafntefli niðurstaðan eftir frábæra byrjun og vonin um að komast áfram lítil Svekkjandi 1-1 jafntefli niðurstaðan í leik Íslands og Ítalíu í D-riðli Evrópumóts kvenna í fótbolta eftir frábæra byrjun íslenska liðsins. 14. júlí 2022 18:15 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Fleiri fréttir Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sjá meira
„Bara ótrúlega svekkt. Óþarfa mark sem við fengum á okkur. Við vorum með ótrúlega góða stjórn á leiknum þangað til að þær ná að skora þetta mark og þá fer þetta að vera fram og til baka. Bæði lið vildu vinna leikinn og þurftu sigur og þetta er ekki leikplan sem hentar okkar liði vel og þá fórum við að missa tökin á þessum leik. Fram að markinu þá fannst mér við vera með góð tök á leiknum og þær voru ekki að skapa sér neitt. Mikið hrós á liðið þangað til þær skora þetta mark og þá hefðum við getað tekið í taumana á leiknum til að stjórna hraðanum á leiknum.“ Glódís var spurð út í markið sem Ísland fékk á sig en hún hefði þurft að sjá markið aftur til að leggja mat á það almennilega. „Ég er ekki búinn að sjá það aftur. Bara ótrúlega pirrandi mark. Hún fær að koma inn í teiginn okkar á miklum hraða og leggja boltann út. Leikmaðurinn kemur svo á miklum hraða og skorar. Ég veit ekki hvort ég hefði átt að stíga út fyrr og taka sénsinn. Gríðalega svekkjandi því mér fannst við vera með góð tök á leiknum og þær voru ekki að skapa sér neitt og þannig að þetta er ótrúlega svekkjandi þar sem við skoruðum markið snemma og vorum með leikinn í eigin höndum.“ Var tilfinningin þannig að Ítalirnir myndu brotna snemma? Voru íslensku stelpurnar að fara að ná sama takti og Frakkarnir í fyrsta leiknum? „Já, það var náttúrlega mikilvægt að fá markið snemma en eftir það þá duttum við niður og fórum að verjast. Það er samt sem áður styrkleiki hjá okkur og hefðum átt að geta án þess að fá á okkur mark. Við vorum með mjög góða stjórn á þessu fram að markinu þeirra.“ Næst er leikur við Frakkland þar sem Ísland þarf helst að ná í sigur til að ráða eigin örlögum. „Við getum það. Eins og við sögðum strax eftir leik þá er þetta erfiða leiðin. Þetta er ennþá í okkar höndum en verður ótrúlega erfitt verkefni en ég hef fulla trú á því að ef við spilum okkar besta leik þá getum við unnið Frakkana.“
EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Einkunnir Íslands: Sandra maður leiksins í markinu Ísland gerði 1-1 jafntefli við Ítalíu í öðrum leik liðsins á Evrópumótinu á Englandi. Hér er hægt að sjá einkunnir íslensku leikmannanna í leiknum þar sem Sandra Sigurðardóttir í markinu var valin maður leiksins. 14. júlí 2022 18:20 Umfjöllun: Ítalía-Ísland 1-1 | Jafntefli niðurstaðan eftir frábæra byrjun og vonin um að komast áfram lítil Svekkjandi 1-1 jafntefli niðurstaðan í leik Íslands og Ítalíu í D-riðli Evrópumóts kvenna í fótbolta eftir frábæra byrjun íslenska liðsins. 14. júlí 2022 18:15 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Fleiri fréttir Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sjá meira
Einkunnir Íslands: Sandra maður leiksins í markinu Ísland gerði 1-1 jafntefli við Ítalíu í öðrum leik liðsins á Evrópumótinu á Englandi. Hér er hægt að sjá einkunnir íslensku leikmannanna í leiknum þar sem Sandra Sigurðardóttir í markinu var valin maður leiksins. 14. júlí 2022 18:20
Umfjöllun: Ítalía-Ísland 1-1 | Jafntefli niðurstaðan eftir frábæra byrjun og vonin um að komast áfram lítil Svekkjandi 1-1 jafntefli niðurstaðan í leik Íslands og Ítalíu í D-riðli Evrópumóts kvenna í fótbolta eftir frábæra byrjun íslenska liðsins. 14. júlí 2022 18:15
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn