Ætla ekki að láta stelpurnar vita af stöðunni í hinum leiknum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. júlí 2022 13:00 Sif Atladóttir og Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving bregða á leik en við hlið þeirra er Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir. Úrslitin úr leik Ítalíu og Belgíu gætu breytt öllu fyrir okkar konur. Vísir/Vilhelm Stelpurnar okkar eiga enn möguleika á að komast í átta liða úrslit Evrópumótsins í Englandi þegar aðeins einn leikur er eftir í riðlinum. Íslenska liðið situr í öðru sæti og tvö efstu sætin skila sæti í útsláttarkeppninni. Vandamálið er kannski að mótherjinn er gríðarlega sterkt lið Frakka. Íslenska liðið getur tryggt sér sæti með sigri en jafntefli gæti einnig komið liðinu áfram. Þá gæti liðið farið áfram á tapi en í tveimur síðari tilfellunum þarf liðið að fara að treysta á úrslitin úr leik Ítalíu og Belgíu sem fer fram á sama tíma. Það eru því miklar líkur á því að úrslitin úr leiknum í Manchester hafi mikil áhrif á lokaniðurstöðuna hjá íslensku stelpunum sem spila á sama tíma í Rotherham. „Við munum að sjálfsögðu fylgjast með honum þótt við séum ekki beint að láta leikmenn vita um stöðuna í honum. Við erum samt ekki búin að fara yfir það nákvæmlega hvernig við munum gera þetta. Við höfum verið inn í Ítalíuleiknum og fókuseruð á það,“ sagði Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari. „Við höfum ekkert verið að horfa á skipuleg um hvernig við nálgumst Frakkaleikinn. Við verðum að fara yfir það í dag og á morgun. Það er einhver hlutir sem við tökum á þegar þar að kemur,“ sagði Þorsteinn fyrir æfingu liðsins í gær. Það gæti verið smá útreikningur að finna út lokastöðu liðanna eftir leikina á mánudaginn. „Já þetta getur orðið það. Þetta verður mjög spennandi og vonandi endum við bara á réttum stað. Markmiðið okkar í dag er að eiga góðan leik á móti Frakklandi og stefna á að ná að vinna leikinn,“ sagði Þorsteinn. EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Fótbolti Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Enski boltinn Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Fleiri fréttir Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Sjá meira
Íslenska liðið situr í öðru sæti og tvö efstu sætin skila sæti í útsláttarkeppninni. Vandamálið er kannski að mótherjinn er gríðarlega sterkt lið Frakka. Íslenska liðið getur tryggt sér sæti með sigri en jafntefli gæti einnig komið liðinu áfram. Þá gæti liðið farið áfram á tapi en í tveimur síðari tilfellunum þarf liðið að fara að treysta á úrslitin úr leik Ítalíu og Belgíu sem fer fram á sama tíma. Það eru því miklar líkur á því að úrslitin úr leiknum í Manchester hafi mikil áhrif á lokaniðurstöðuna hjá íslensku stelpunum sem spila á sama tíma í Rotherham. „Við munum að sjálfsögðu fylgjast með honum þótt við séum ekki beint að láta leikmenn vita um stöðuna í honum. Við erum samt ekki búin að fara yfir það nákvæmlega hvernig við munum gera þetta. Við höfum verið inn í Ítalíuleiknum og fókuseruð á það,“ sagði Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari. „Við höfum ekkert verið að horfa á skipuleg um hvernig við nálgumst Frakkaleikinn. Við verðum að fara yfir það í dag og á morgun. Það er einhver hlutir sem við tökum á þegar þar að kemur,“ sagði Þorsteinn fyrir æfingu liðsins í gær. Það gæti verið smá útreikningur að finna út lokastöðu liðanna eftir leikina á mánudaginn. „Já þetta getur orðið það. Þetta verður mjög spennandi og vonandi endum við bara á réttum stað. Markmiðið okkar í dag er að eiga góðan leik á móti Frakklandi og stefna á að ná að vinna leikinn,“ sagði Þorsteinn.
EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Fótbolti Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Enski boltinn Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Fleiri fréttir Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Sjá meira