Blatter sendir út viðvörun til heimsfótboltans Atli Arason skrifar 16. júlí 2022 09:00 Sepp Blatter ætlar ekki að gefast upp. Vísir/AFP Sepp Blatter, fyrrum forseti alþjóðaknattspyrnusambandsins FIFA, segir sjö ár af lygum loksins vera lokið. Meðal annars skrifaði Blatter á Twitter í gær að hann væri mættur aftur. Er þetta í fyrsta skipti sem hann tjáir sig á opinberum vettvangi eftir að hann og Michel Platini, fyrrverandi forseti UEFA, voru sýknaðir af ásökum um spillingu og fjárdrátt af dómstólum í Sviss þann 8. júlí síðastliðinn. Vitnar hann einnig í orð Platini og skrifar að heimurinn muni fá að heyra hvað þeir hafa að segja og merkir hann öll helstu knattspyrnusambönd víða um heim í færslu sinni. Hello my friends, I'm back , still going strong, seven years of lies have ended. Now the game is again in the right direction. Or as Michel Platini puts it: You will hear from us again. I wish you a great weekend. #FIFA #UEFA #CAF #AFC #CONMEBOL #CONCACAF #OFC #IOC #Platini— Joseph S Blatter (@SeppBlatter) July 15, 2022 Blatter, sem er 86 ára gamall, leiddi alþjóðlegaknattspyrnusambandið í 17 ár. Voru þeir Platini sýknaðir af ásökunum um fjárdrátt þar sem FIFA greiddi Platini um 1,7 milljón punda, tæpar 300 milljónir króna, fyrir ráðgjafastörf með milligöngu Blatter. Dómstóllinn í Sviss taldi röksemdarfærslur tvímenningana, að um heiðursmannasamkomulag hafi verið að ræða, góð og gild. Þetta er þó ekki eina sakamálarannsóknin sem Blatter þarf að verjast en einnig er verið að skoða greiðslur upp á eina milljón Bandaríkjadala frá FIFA til knattspyrnusambands Trínidad og Tóbagó frá árinu 2010 í öðru aðskildu máli. „Að fara frá því að vera goðsögn í heimsfótboltanum yfir í sjálfan djöfulinn er afar erfitt, sérstaklega þegar það kemur úr ósanngjarni átt. Ég hef alltaf sagt að mín barátta er gegn óréttlæti. Ég vann fyrstu lotuna en raunverulegu sökudólgarnir eru enn þá þarna úti. Þeir geta treyst á mig að ég gefst ekki upp og mun fara alla leið í baráttunni fyrir sannleikanum,“ sagði Blatter við fjölmiðla eftir að hafa verið sýknaður í síðustu viku. Blatter var forseti FIFA til ársins 2015, þegar bandarískar alríkisstofnanir hófu rannsókn á honum vegna mútugreiðslna, spillingu og peningaþvættis. Blatter hefur alltaf lýst yfir sakleysi. Er fyrrum forsetinn þó enn þá bannaður frá allri þátttöku í fótbolta sem gildir til ársins 2028. Bannið hlaut hann fyrir brot á siðareglum FIFA. FIFA UEFA Tengdar fréttir Blatter í nýtt bann Sepp Blatter, fyrrum forseti FIFA, hefur verið dæmdur í nýtt bann frá fótboltanum og er hann nú í banni til ársins 2028. 24. mars 2021 20:35 Blatter og Platini sýknaðir af ásökunum um spillingu Sepp Blatter, fyrrverandi forseti FIFA, og Michel Platini, fyrrverandi forseti UEFA, hafa verið sýknaðir af ásökunum um spillingu, en dómurinn var kveðinn upp í Sviss í morgun. 8. júlí 2022 08:30 Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Ísak hættur með ÍR Körfubolti Bruno til bjargar Enski boltinn Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira
Meðal annars skrifaði Blatter á Twitter í gær að hann væri mættur aftur. Er þetta í fyrsta skipti sem hann tjáir sig á opinberum vettvangi eftir að hann og Michel Platini, fyrrverandi forseti UEFA, voru sýknaðir af ásökum um spillingu og fjárdrátt af dómstólum í Sviss þann 8. júlí síðastliðinn. Vitnar hann einnig í orð Platini og skrifar að heimurinn muni fá að heyra hvað þeir hafa að segja og merkir hann öll helstu knattspyrnusambönd víða um heim í færslu sinni. Hello my friends, I'm back , still going strong, seven years of lies have ended. Now the game is again in the right direction. Or as Michel Platini puts it: You will hear from us again. I wish you a great weekend. #FIFA #UEFA #CAF #AFC #CONMEBOL #CONCACAF #OFC #IOC #Platini— Joseph S Blatter (@SeppBlatter) July 15, 2022 Blatter, sem er 86 ára gamall, leiddi alþjóðlegaknattspyrnusambandið í 17 ár. Voru þeir Platini sýknaðir af ásökunum um fjárdrátt þar sem FIFA greiddi Platini um 1,7 milljón punda, tæpar 300 milljónir króna, fyrir ráðgjafastörf með milligöngu Blatter. Dómstóllinn í Sviss taldi röksemdarfærslur tvímenningana, að um heiðursmannasamkomulag hafi verið að ræða, góð og gild. Þetta er þó ekki eina sakamálarannsóknin sem Blatter þarf að verjast en einnig er verið að skoða greiðslur upp á eina milljón Bandaríkjadala frá FIFA til knattspyrnusambands Trínidad og Tóbagó frá árinu 2010 í öðru aðskildu máli. „Að fara frá því að vera goðsögn í heimsfótboltanum yfir í sjálfan djöfulinn er afar erfitt, sérstaklega þegar það kemur úr ósanngjarni átt. Ég hef alltaf sagt að mín barátta er gegn óréttlæti. Ég vann fyrstu lotuna en raunverulegu sökudólgarnir eru enn þá þarna úti. Þeir geta treyst á mig að ég gefst ekki upp og mun fara alla leið í baráttunni fyrir sannleikanum,“ sagði Blatter við fjölmiðla eftir að hafa verið sýknaður í síðustu viku. Blatter var forseti FIFA til ársins 2015, þegar bandarískar alríkisstofnanir hófu rannsókn á honum vegna mútugreiðslna, spillingu og peningaþvættis. Blatter hefur alltaf lýst yfir sakleysi. Er fyrrum forsetinn þó enn þá bannaður frá allri þátttöku í fótbolta sem gildir til ársins 2028. Bannið hlaut hann fyrir brot á siðareglum FIFA.
FIFA UEFA Tengdar fréttir Blatter í nýtt bann Sepp Blatter, fyrrum forseti FIFA, hefur verið dæmdur í nýtt bann frá fótboltanum og er hann nú í banni til ársins 2028. 24. mars 2021 20:35 Blatter og Platini sýknaðir af ásökunum um spillingu Sepp Blatter, fyrrverandi forseti FIFA, og Michel Platini, fyrrverandi forseti UEFA, hafa verið sýknaðir af ásökunum um spillingu, en dómurinn var kveðinn upp í Sviss í morgun. 8. júlí 2022 08:30 Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Ísak hættur með ÍR Körfubolti Bruno til bjargar Enski boltinn Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira
Blatter í nýtt bann Sepp Blatter, fyrrum forseti FIFA, hefur verið dæmdur í nýtt bann frá fótboltanum og er hann nú í banni til ársins 2028. 24. mars 2021 20:35
Blatter og Platini sýknaðir af ásökunum um spillingu Sepp Blatter, fyrrverandi forseti FIFA, og Michel Platini, fyrrverandi forseti UEFA, hafa verið sýknaðir af ásökunum um spillingu, en dómurinn var kveðinn upp í Sviss í morgun. 8. júlí 2022 08:30