Ekkert spaug að vera hérna og spila á þessu móti Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. júlí 2022 13:01 Alexandra Jóhannsdóttir og Dagný Brynjarsdóttir svekkja sig eftir að gott færi fór forgörðum. Vísir/Vilhelm Ísland er einum leik frá átta liða úrslitunum en slæmu fréttirnar eru kannski að sá leikur er á móti einu besta liði heims. Frakkar hafa unnið tvo fyrstu leiki sina og hafa að engu að keppa annað kvöld. Íslensku stelpurnar þurfa að ná eitthvað út úr leiknum og til að það þarf takist þarf bæði alvöru trú, mikla samvinnu og samheldni. Þjálfarar landsliðsins okkar á EM í Englandi leggja mikla áherslu á jákvæðnina og að glasið sé alltaf hálffullt. Þriðji og síðasti leikur liðsins í riðlinum er fram undan og nú reynir á mikinn andlegan styrk þegar margar eru með þreyttar fætur eftir átök síðustu tveggja leikja. Ásmundur Haraldsson, aðstoðarþjálfari Þorsteins Halldórssonar, viðurkennir að það hafi verið þreyta í íslenska liðinu í seinni hálfleiknum á móti Ítalíu. „Það er töluvert álag á leikmönnunum okkar og þær eru búnar að leggja sig gríðarlega fram. Við gerðum breytingar í Ítalíuleiknum sem lyftu okkur aftur af stað og kannski kom okkur í þá stöðu að búa til þessi færi í lokin. Þær bara klára sig og klára sín verkefni og svo taka aðrar við,“ sagði Ásmundur. Íslenska liðið hélt jöfnu þrátt fyrir stórsókn Ítala og fékk síðan færi til að taka sigurinn í lokin. „Til þess að vera í þeirri stöðu þarf liðið að vera inn í leiknum. Við þurfum að standast áhlaupin og hafa góðan og þéttan varnarleik til þess að vera lifandi í leikjunum. Við erum að spila á móti hörku þjóðum,“ sagði Ásmundur. „Við erum taplaus enn þá sem er bara frábært. Það er frábært að vera í þessari stöðu að vera þannig lagað í bílstjórasæti fyrir síðasta leik. Við erum að sjá þjóðar ofar en við á heimslista tapa og tapa jafnvel stórt. Þetta er ekkert spaug að vera hérna og spila á þessu móti,“ sagði Ásmundur. Þrjár Norðurlandaþjóðir, Noregur, Danmörk og Finnlandi, eru allar úr leik á mótinu. Sandra Sigurðardóttir, markvörður íslenska liðsins á mikinn þátt í að íslenska liðið hefur náð í stig út úr báðum leikjum sínum til þessu. „Hún er búin að vera frábær. Ótrúlegur karakter, gefur okkur ótrúlega mikið. Hún veitir okkur frábært öryggi fyrir aftan línuna okkar. Þar sem kemst fram hjá varnarlínunni okkar það tekur hún flest,“ sagði Ásmundur. Íslensku stelpurnar verða að fá eitthvað út úr þessum Frakkaleik. „Við höfum gríðarlega mikla trú á því sem við erum að gera. Hvað okkar lið getur gert. Við sjáum alltaf glasið hálffullt heldur en hitt. Við sjáum möguleika, við erum í bílstjórasætinu og erum að fara að spila massífan leik á móti frábæru liði. Við ætlum bara að keyra á það,“ sagði Ásmundur og Frakkar eru með veikleika. „Það eru alltaf einhverjir veikleikar í öllum liðum og það er okkar að reyna að nýta okkur það og skapa stöður til að gera eitthvað að viti,“ sagði Ásmundur. EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Fótbolti Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Enski boltinn Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Handbolti Fleiri fréttir Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Sjá meira
Íslensku stelpurnar þurfa að ná eitthvað út úr leiknum og til að það þarf takist þarf bæði alvöru trú, mikla samvinnu og samheldni. Þjálfarar landsliðsins okkar á EM í Englandi leggja mikla áherslu á jákvæðnina og að glasið sé alltaf hálffullt. Þriðji og síðasti leikur liðsins í riðlinum er fram undan og nú reynir á mikinn andlegan styrk þegar margar eru með þreyttar fætur eftir átök síðustu tveggja leikja. Ásmundur Haraldsson, aðstoðarþjálfari Þorsteins Halldórssonar, viðurkennir að það hafi verið þreyta í íslenska liðinu í seinni hálfleiknum á móti Ítalíu. „Það er töluvert álag á leikmönnunum okkar og þær eru búnar að leggja sig gríðarlega fram. Við gerðum breytingar í Ítalíuleiknum sem lyftu okkur aftur af stað og kannski kom okkur í þá stöðu að búa til þessi færi í lokin. Þær bara klára sig og klára sín verkefni og svo taka aðrar við,“ sagði Ásmundur. Íslenska liðið hélt jöfnu þrátt fyrir stórsókn Ítala og fékk síðan færi til að taka sigurinn í lokin. „Til þess að vera í þeirri stöðu þarf liðið að vera inn í leiknum. Við þurfum að standast áhlaupin og hafa góðan og þéttan varnarleik til þess að vera lifandi í leikjunum. Við erum að spila á móti hörku þjóðum,“ sagði Ásmundur. „Við erum taplaus enn þá sem er bara frábært. Það er frábært að vera í þessari stöðu að vera þannig lagað í bílstjórasæti fyrir síðasta leik. Við erum að sjá þjóðar ofar en við á heimslista tapa og tapa jafnvel stórt. Þetta er ekkert spaug að vera hérna og spila á þessu móti,“ sagði Ásmundur. Þrjár Norðurlandaþjóðir, Noregur, Danmörk og Finnlandi, eru allar úr leik á mótinu. Sandra Sigurðardóttir, markvörður íslenska liðsins á mikinn þátt í að íslenska liðið hefur náð í stig út úr báðum leikjum sínum til þessu. „Hún er búin að vera frábær. Ótrúlegur karakter, gefur okkur ótrúlega mikið. Hún veitir okkur frábært öryggi fyrir aftan línuna okkar. Þar sem kemst fram hjá varnarlínunni okkar það tekur hún flest,“ sagði Ásmundur. Íslensku stelpurnar verða að fá eitthvað út úr þessum Frakkaleik. „Við höfum gríðarlega mikla trú á því sem við erum að gera. Hvað okkar lið getur gert. Við sjáum alltaf glasið hálffullt heldur en hitt. Við sjáum möguleika, við erum í bílstjórasætinu og erum að fara að spila massífan leik á móti frábæru liði. Við ætlum bara að keyra á það,“ sagði Ásmundur og Frakkar eru með veikleika. „Það eru alltaf einhverjir veikleikar í öllum liðum og það er okkar að reyna að nýta okkur það og skapa stöður til að gera eitthvað að viti,“ sagði Ásmundur.
EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Fótbolti Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Enski boltinn Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Handbolti Fleiri fréttir Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Sjá meira