Hausinn þarf að vera í lagi líka Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. júlí 2022 14:31 Dagný Brynjarsdóttir ræðir hér við fjölmiðla á íslenska hótelinu í gær. Vísir/Vilhelm Dagný Brynjarsdóttir og félagar í íslenska landsliðinu tóku fagnandi möguleikanum á því að hitta sitt fólk í gær. Íslensku stelpurnar sóttu sér þar vonandi í þá andlegu orku sem þaf til að gera eitthvað í lokaleiknum mikilvæga á móti Frökkum. Íslenska liðið hefur gert jafntefli í tveimur fyrstu leikjunum sínum en sigur í öðrum hvorum þeirra hefði breytt miklu um stöðu liðsins. „Auðvitað vorum við svekktar því við ætluðum okkur sigur í alla vega öðrum hvorum leiknum. Við verðum líka að virða stigið og þetta er enn þá í okkar höndum. Til að vera sem best undirbúnar fyrir Frakkaleikinn þá höfum við hugsað vel um okkur og endurheimt vel. ,“ sagði Dagný Brynjarsdóttir. Hún var ánægð með afslappaðan laugardag. „Við fengum frídag í dag. Það var ótrúlega þægilegt. Við gátum aðeins hitt fjölskyldu og nánustu ættingja,“ sagði Dagný. „Ég ákvað að vera hérna eftir á hótelinu og ég fékk soninn minn og manninn minn í heimsókn. Það var virkilega kærkomið og þetta var fyrsti heili dagurinn sem ég fékk að eyða með þeim núna í þrjár vikur. Ég ákvað að vera ekki að eyða honum í rútu á leið til Manchester og eyða frekar þessa tvo auka klukkutíma á hótelinu með þeim,“ sagði Dagný. „Þetta var bara æði og ótrúlega kærkomið. Það skiptir máli að við náum okkur vel líkamlega en svo þarf hausinn að vera í lagi líka. Þetta er búinn að vera langur undirbúningur og langt mót þannig að það er mikilvægt að hitta börnin. Ég ákvað að fá þá frekar hingað í rólegheit frekar en að hitta stórfjölskylduna í Manchester,“ sagði Dagný. Frakkarnir verða mjög erfiðar en hausinn er á góðum stað samkvæmt mati Dagnýju. „Bara mjög góður. Við tökum fund í kvöld (gærkvöld) um Frakkaleikinn og þá fáum við að vita meira um þeirra leik. Síðustu tveir leikir hjá þeim hafa verið ótrúlega ólíkir eins og á móti Belgíu og Ítalíu. Við fáum að sjá þeirra veikleika og styrkleika. Svo tökum við bara æfingu á morgun (í dag) og þá ættum við að vera klárar,“ sagði Dagný. EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Tómas Bent gulltryggði sigurinn Fótbolti „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Handbolti Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Fleiri fréttir Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Sjá meira
Íslenska liðið hefur gert jafntefli í tveimur fyrstu leikjunum sínum en sigur í öðrum hvorum þeirra hefði breytt miklu um stöðu liðsins. „Auðvitað vorum við svekktar því við ætluðum okkur sigur í alla vega öðrum hvorum leiknum. Við verðum líka að virða stigið og þetta er enn þá í okkar höndum. Til að vera sem best undirbúnar fyrir Frakkaleikinn þá höfum við hugsað vel um okkur og endurheimt vel. ,“ sagði Dagný Brynjarsdóttir. Hún var ánægð með afslappaðan laugardag. „Við fengum frídag í dag. Það var ótrúlega þægilegt. Við gátum aðeins hitt fjölskyldu og nánustu ættingja,“ sagði Dagný. „Ég ákvað að vera hérna eftir á hótelinu og ég fékk soninn minn og manninn minn í heimsókn. Það var virkilega kærkomið og þetta var fyrsti heili dagurinn sem ég fékk að eyða með þeim núna í þrjár vikur. Ég ákvað að vera ekki að eyða honum í rútu á leið til Manchester og eyða frekar þessa tvo auka klukkutíma á hótelinu með þeim,“ sagði Dagný. „Þetta var bara æði og ótrúlega kærkomið. Það skiptir máli að við náum okkur vel líkamlega en svo þarf hausinn að vera í lagi líka. Þetta er búinn að vera langur undirbúningur og langt mót þannig að það er mikilvægt að hitta börnin. Ég ákvað að fá þá frekar hingað í rólegheit frekar en að hitta stórfjölskylduna í Manchester,“ sagði Dagný. Frakkarnir verða mjög erfiðar en hausinn er á góðum stað samkvæmt mati Dagnýju. „Bara mjög góður. Við tökum fund í kvöld (gærkvöld) um Frakkaleikinn og þá fáum við að vita meira um þeirra leik. Síðustu tveir leikir hjá þeim hafa verið ótrúlega ólíkir eins og á móti Belgíu og Ítalíu. Við fáum að sjá þeirra veikleika og styrkleika. Svo tökum við bara æfingu á morgun (í dag) og þá ættum við að vera klárar,“ sagði Dagný.
EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Tómas Bent gulltryggði sigurinn Fótbolti „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Handbolti Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Fleiri fréttir Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Sjá meira