Móðir Dagnýjar: Hún er svolítið svona excel-skjal Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. júlí 2022 11:32 Sigrún Anna Ólafsdóttir á stuðningsmannasvæðinu í Manchester ásamt þeim Birni Stefánssynu, Lóu Ólafíu Eiríksdóttur og Ómari Tómassyni. Vísir/Vilhelm Sigrún Anna Ólafsdóttir, móðir Dagnýjar Brynjarsdóttur landsliðskonu, er vön því að fylgja sinni konu eftir þegar hún er að spila fótbolta. Sigrún Anna hefur séð Dagnýju spila á mörgum stöðum út í heimi og er nú mætt á sitt þriðja Evrópumót. Brynjar, sonur Dagnýjar hefur notið góðs af því að hafa ömmu sína með úti í Englandi. „Við öruggum ábyggilega hátt í tuttugu með tengdafjölskyldu hennar. Jú auðvitað erum við að passa upp á strákinn og það taka allir þátt í því,“ sagði Sigrún Anna Ólafsdóttir. Hún hefur ekki áhyggjur af stráknum þrátt fyrir að hann hafi lítið séð af mömmu sinni í þrjár vikur. „Hann er nú alveg vanur þessu. Hún hefur alltaf þurft að fara frá honum, bæði þegar hún var í Bandaríkjunum og svo náttúrulega í landsliðsferðum og líka í Bretlandi þótt að það sé styttri tími. Hann er alveg sjóaður í þessu,“ sagði Sigrún Anna. Hann fær síðan sviðsljósið eftir leiki liðsins þegar hann fær að hlaupa í fangið á mömmu sinni. „Já algjörlega og honum finnst það ekkert leiðinlegt,“ sagði Sigrún. Dagný hefur náð langt á flottum ferli og mamma hennar vissi alltaf að það væri von á einhverju góðu hjá henni. „Hún er fæddur íþróttamaður og með góð gen. Já ég sá þetta algjörlega alveg strax,“ sagði Sigrún. Dagný hefur spilað á mörgum stöðum á sínum ferli og oft er mamma hennar mætt í stúkuna. „Ég hef séð hana spila alls staðar þar sem hún hefur verið,“ sagði Sigrún. Hún segir mikinn mun á Evrópumótinu í ár og þegar það fór síðast fram árið 2017. „Bara síðan á síðasta Evrópumóti þá er þetta miklu miklu stærra. Miklu meiri umgjörð utan um þetta þannig að það er ekki hægt að líkja því saman,“ sagði Sigrún. Dagný er dugleg að tala um mikilvægi sitt og liðsfélaga sinna í landsliðinu að vera góðar fyrirmyndir. „Ég held að hún sé það. Hún stendur sig alltaf vel í öllu sama hvort hún er í námi eða í því sem hún tekur sér fyrir hendur,“ sagði Sigrún. Hún steig stórt skref í því með því að koma til baka eftir að hafa átt barn. „Já algjörlega. Það kom náttúrulega ekkert annað til greina. Hún hugsar alltaf vel um sig, borðar rétt, hreyfir sig, sefur vel. Passar sig að gera allt rétt. Hún er svolítið svona excel-skjal,“ sagði Sigrún. „Hún er fæddur íþróttamaður og var heppin í genalottóinu,“ sagði Sigrún sem sjálf spilaði körfubolta og blak í sveitinni eins og hún segir sjálf. EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti Dagskráin í dag: Landsleikir og fleira Sport Fleiri fréttir Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sjá meira
Brynjar, sonur Dagnýjar hefur notið góðs af því að hafa ömmu sína með úti í Englandi. „Við öruggum ábyggilega hátt í tuttugu með tengdafjölskyldu hennar. Jú auðvitað erum við að passa upp á strákinn og það taka allir þátt í því,“ sagði Sigrún Anna Ólafsdóttir. Hún hefur ekki áhyggjur af stráknum þrátt fyrir að hann hafi lítið séð af mömmu sinni í þrjár vikur. „Hann er nú alveg vanur þessu. Hún hefur alltaf þurft að fara frá honum, bæði þegar hún var í Bandaríkjunum og svo náttúrulega í landsliðsferðum og líka í Bretlandi þótt að það sé styttri tími. Hann er alveg sjóaður í þessu,“ sagði Sigrún Anna. Hann fær síðan sviðsljósið eftir leiki liðsins þegar hann fær að hlaupa í fangið á mömmu sinni. „Já algjörlega og honum finnst það ekkert leiðinlegt,“ sagði Sigrún. Dagný hefur náð langt á flottum ferli og mamma hennar vissi alltaf að það væri von á einhverju góðu hjá henni. „Hún er fæddur íþróttamaður og með góð gen. Já ég sá þetta algjörlega alveg strax,“ sagði Sigrún. Dagný hefur spilað á mörgum stöðum á sínum ferli og oft er mamma hennar mætt í stúkuna. „Ég hef séð hana spila alls staðar þar sem hún hefur verið,“ sagði Sigrún. Hún segir mikinn mun á Evrópumótinu í ár og þegar það fór síðast fram árið 2017. „Bara síðan á síðasta Evrópumóti þá er þetta miklu miklu stærra. Miklu meiri umgjörð utan um þetta þannig að það er ekki hægt að líkja því saman,“ sagði Sigrún. Dagný er dugleg að tala um mikilvægi sitt og liðsfélaga sinna í landsliðinu að vera góðar fyrirmyndir. „Ég held að hún sé það. Hún stendur sig alltaf vel í öllu sama hvort hún er í námi eða í því sem hún tekur sér fyrir hendur,“ sagði Sigrún. Hún steig stórt skref í því með því að koma til baka eftir að hafa átt barn. „Já algjörlega. Það kom náttúrulega ekkert annað til greina. Hún hugsar alltaf vel um sig, borðar rétt, hreyfir sig, sefur vel. Passar sig að gera allt rétt. Hún er svolítið svona excel-skjal,“ sagði Sigrún. „Hún er fæddur íþróttamaður og var heppin í genalottóinu,“ sagði Sigrún sem sjálf spilaði körfubolta og blak í sveitinni eins og hún segir sjálf.
EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti Dagskráin í dag: Landsleikir og fleira Sport Fleiri fréttir Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn