Tekur út stressið fyrir dóttur sína Glódísi Perlu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. júlí 2022 11:30 Magnea Harðardóttir með sínum nánustu á stuðningsmannasvæðinu en þetta eru þau Bára Bryndís Viggósdóttir, Viggó Magnússon, Magnea, Bára Þórðardóttir og Hörður Sveinsson. Vísir/Vilhelm Móðir landsliðskonunnar Glódísar Perlu Viggósdóttur en enn á ný kominn út á Evrópumót til að fylgjast með dóttur sinni. Þetta er í þriðja sinn og nú er dóttirin orðin varafyrirliði liðsins. „Þetta er geggjuð stemmning og frábært að sjá hvað það eru margir hérna,“ sagði Magnea Harðardóttir, móðir Glódísar Perlu. Hún sér mikinn mun á Evrópumótinu í Englandi í ár miðað við þau sem á undan hafa farið. Þriðja Evrópumótið þeirra „Þetta er þriðja mótið. Við fórum til Svíþjóðar 2013 og til Hollands 2017. Þetta er langstærsti fjöldinn hérna sýnist mér en svipuð stemmning eins og mér fannst vera í Svíþjóð. Það væri geggjað ef þær kæmust í átta liða úrslitin eins og þá,“ sagði Magnea. Glódís Perla Viggósdóttir með Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur.Vísir/Vilhelm Nú er Glódís Perla í risahlutverk í íslenska liðinu og hefur verið að spila frábærlega á þessu móti. „Já hún er komin í það núna. Þegar hún fór fyrst 2013 þá áttum alveg eins ekki von á því að hún myndi spila. Það var rosalega gaman að hún fékk það. Þetta er þriðja mótið hennar og hún komin í stærra hlutverk,“ sagði Magnea. Mjög einbeitt í sínum skrefum „Hún hefur verið mjög einbeitt í sínum skrefum,“ sagði Magnea um feril Glódísar sem hefur tekið jöfn skref allan sinn feril allt frá því að hún fór úr HK í Stjörnuna á Íslandi þar til að hún yfirgaf Rosengård og samdi við þýska stórliðið Bayern München. „Hún er að spila sína stöðu vel og ég tek bara stressið fyrir hana,“ sagði Magnea létt. En hvað er lykillinn að velgengi dótturinnar? „Hún sjálf. Hún er yfirveguð og tekur þetta ekki inn á sig. Hún er raunsæ í sínum markmiðum og hvernig hún metur hvern leik og annað. Hún er líka alltaf til í að bæta sig. Hún hefur tekið síns skref skynsamlega og á sínum eigin forsendum,“ sagði Magnea. Glódís Perla Viggósdóttir í leiknum á móti Ítalíu.Vísir/Vilhelm Magnea segir að foreldrarnir séu dugleg að heimsækja Glódísi í atvinnumennskunni. „Við förum reyndar ótrúlega oft. Meira að segja í Covid þá tókst okkur að fara nokkrum sinnum á leiki og hitta hana. Við vorum bara alsæl með það tímabil,“ sagði Magnea en bætti við: „Þrátt fyrir að í dag þá er lítið mál að vera í sitt hvor landinu með Messinger, Teams og Facebook og allt þetta þá er það alltaf skemmtilegra að hittast í persónu “ sagði Magnea. Finnst það lýsa henni best Athygli hefur líka vakið að Glódís Perla er komin í smá mömmuhlutverk eftir hún og hin unga Karólína Lea Vilhjálmsdóttir urðu liðsfélagar hjá Bayern. „Mamma Gló. Mér finnst það lýsa henni best, henni og Kristófer, að koma þarna svona inn. Þetta er í fyrsta skiptið sem hún er í liði með öðrum Íslendingi. Dásamlegt að sjá hvernig þau ná öll saman,“ sagði Magnea. „Ég held að landliðshópinn sé alveg einstakur núna. Það er einstök stemmning, allar vinkonur og alltaf gaman hjá þeim. Ég trúi því að þær færi þeim góðan sigur. Það virðist ekki skipta neinu máli hver þeirra það er. Þær smella saman allar. Við vonum að það gangi jafnvel og í Svíþjóð. Við krossum fingur,“ sagði Magnea að lokum. Íslenska liðið mætir Frökkum í kvöld en með sigri þá tryggja íslensku stelpurnar sér sæti í átta liða úrslitum Evrópumótsins. EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Þetta er ekki flókið“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Körfubolti „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Körfubolti Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Körfubolti Fleiri fréttir Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Sjá meira
„Þetta er geggjuð stemmning og frábært að sjá hvað það eru margir hérna,“ sagði Magnea Harðardóttir, móðir Glódísar Perlu. Hún sér mikinn mun á Evrópumótinu í Englandi í ár miðað við þau sem á undan hafa farið. Þriðja Evrópumótið þeirra „Þetta er þriðja mótið. Við fórum til Svíþjóðar 2013 og til Hollands 2017. Þetta er langstærsti fjöldinn hérna sýnist mér en svipuð stemmning eins og mér fannst vera í Svíþjóð. Það væri geggjað ef þær kæmust í átta liða úrslitin eins og þá,“ sagði Magnea. Glódís Perla Viggósdóttir með Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur.Vísir/Vilhelm Nú er Glódís Perla í risahlutverk í íslenska liðinu og hefur verið að spila frábærlega á þessu móti. „Já hún er komin í það núna. Þegar hún fór fyrst 2013 þá áttum alveg eins ekki von á því að hún myndi spila. Það var rosalega gaman að hún fékk það. Þetta er þriðja mótið hennar og hún komin í stærra hlutverk,“ sagði Magnea. Mjög einbeitt í sínum skrefum „Hún hefur verið mjög einbeitt í sínum skrefum,“ sagði Magnea um feril Glódísar sem hefur tekið jöfn skref allan sinn feril allt frá því að hún fór úr HK í Stjörnuna á Íslandi þar til að hún yfirgaf Rosengård og samdi við þýska stórliðið Bayern München. „Hún er að spila sína stöðu vel og ég tek bara stressið fyrir hana,“ sagði Magnea létt. En hvað er lykillinn að velgengi dótturinnar? „Hún sjálf. Hún er yfirveguð og tekur þetta ekki inn á sig. Hún er raunsæ í sínum markmiðum og hvernig hún metur hvern leik og annað. Hún er líka alltaf til í að bæta sig. Hún hefur tekið síns skref skynsamlega og á sínum eigin forsendum,“ sagði Magnea. Glódís Perla Viggósdóttir í leiknum á móti Ítalíu.Vísir/Vilhelm Magnea segir að foreldrarnir séu dugleg að heimsækja Glódísi í atvinnumennskunni. „Við förum reyndar ótrúlega oft. Meira að segja í Covid þá tókst okkur að fara nokkrum sinnum á leiki og hitta hana. Við vorum bara alsæl með það tímabil,“ sagði Magnea en bætti við: „Þrátt fyrir að í dag þá er lítið mál að vera í sitt hvor landinu með Messinger, Teams og Facebook og allt þetta þá er það alltaf skemmtilegra að hittast í persónu “ sagði Magnea. Finnst það lýsa henni best Athygli hefur líka vakið að Glódís Perla er komin í smá mömmuhlutverk eftir hún og hin unga Karólína Lea Vilhjálmsdóttir urðu liðsfélagar hjá Bayern. „Mamma Gló. Mér finnst það lýsa henni best, henni og Kristófer, að koma þarna svona inn. Þetta er í fyrsta skiptið sem hún er í liði með öðrum Íslendingi. Dásamlegt að sjá hvernig þau ná öll saman,“ sagði Magnea. „Ég held að landliðshópinn sé alveg einstakur núna. Það er einstök stemmning, allar vinkonur og alltaf gaman hjá þeim. Ég trúi því að þær færi þeim góðan sigur. Það virðist ekki skipta neinu máli hver þeirra það er. Þær smella saman allar. Við vonum að það gangi jafnvel og í Svíþjóð. Við krossum fingur,“ sagði Magnea að lokum. Íslenska liðið mætir Frökkum í kvöld en með sigri þá tryggja íslensku stelpurnar sér sæti í átta liða úrslitum Evrópumótsins.
EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Þetta er ekki flókið“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Körfubolti „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Körfubolti Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Körfubolti Fleiri fréttir Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Sjá meira