Bjartsýnn á farsæla niðurstöðu í Mílusölunni Vésteinn Örn Pétursson skrifar 19. júlí 2022 06:32 Orri Hauksson, forstjóri Símans. Vísir/Arnar Kaup franska fyrirtækisins Ardian á Mílu frá Símanum eru í uppnámi þar sem skilyrði Samkeppniseftirlitsins fyrir kaupunum þykja of íþyngjandi. Forstjóri Símans segir mestu máli skipta hvaða áhrif salan á Mílu mun hafa á neytendur. Hann er bjartsýnn á að farsæl lausn finnist í málið. Í tilkynningu frá Símanum í fyrradag kom fram að Ardian, sem Síminn náði samkomulagi við um kaup á Mílu síðasta haust, teldi að tillögur Ardiana til að mæta skilyrðum til að mæta áhyggjum Samkeppniseftirlitsins væru íþyngjandi. Félagið væri því ekki tilbúið að ljúka viðskiptunum að óbreyttum kaupsamningi. Helstu áhyggjur Samkeppniseftirlitsins snúa að samningsbundum framtíðarviðskipti Mílu við Símann til margra ára. Eftir umsagnir eftirlitsaðila og keppinauta hafi Ardian og Símanum verið kynnt frummat eftirlitsins. „Aðilar hafa tækifæri til að bregðast við því og útskýra fyrir eftirlitinu hvort og að hvaða marki það frummat ætti að breytast,“ segir Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins. Fyrir eftirlitinu liggi að fara yfir tillögur og sjónarmið aðila, en eftir sléttan mánuð ætti að liggja fyrir hvort kaupin verði heimiluð eða þeim hafnað. Páll Gunnar Pálsson er forstjóri Samkeppniseftirlitsins.Aðsend Flókið eins og margt í lífinu Forstjóri Símans telur að salan á Mílu til Ardian yrði jákvæð fyrir samkeppni á íslenskum fjarksiptamarkaði. „Ég held að aðalmálið sé að líta á það hvaða áhrif kaup eins og þessi hafa á neytendur á Íslandi og landsmenn. Ég held að það að Míla verði öflugra félag, frjálst undan því að vera í eigu eins af fjarskiptafélögunum sjálfum muni leysa úr læðingi mikinn kraft,“ segir Orri Hauksson forstjóri. Hann sé bjartsýnn á að salan geti gengið eftir. „Við erum búin að fara í gegnum langt ferli á ýmsum sviðum með þessi kaup. Hingað til hefur það gengið eftir, þó að það hafi margt verið flókið. Þetta er líka flókið, eins og margt í lífinu, en við stefnum bara að því að láta þetta fá góða og farsæla lausn.“ Salan á Mílu Fjarskipti Samkeppnismál Síminn Mest lesið Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Neytendur Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent „Ekki bara steypa heldur fólk og framtíð“ Samstarf Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Sjá meira
Í tilkynningu frá Símanum í fyrradag kom fram að Ardian, sem Síminn náði samkomulagi við um kaup á Mílu síðasta haust, teldi að tillögur Ardiana til að mæta skilyrðum til að mæta áhyggjum Samkeppniseftirlitsins væru íþyngjandi. Félagið væri því ekki tilbúið að ljúka viðskiptunum að óbreyttum kaupsamningi. Helstu áhyggjur Samkeppniseftirlitsins snúa að samningsbundum framtíðarviðskipti Mílu við Símann til margra ára. Eftir umsagnir eftirlitsaðila og keppinauta hafi Ardian og Símanum verið kynnt frummat eftirlitsins. „Aðilar hafa tækifæri til að bregðast við því og útskýra fyrir eftirlitinu hvort og að hvaða marki það frummat ætti að breytast,“ segir Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins. Fyrir eftirlitinu liggi að fara yfir tillögur og sjónarmið aðila, en eftir sléttan mánuð ætti að liggja fyrir hvort kaupin verði heimiluð eða þeim hafnað. Páll Gunnar Pálsson er forstjóri Samkeppniseftirlitsins.Aðsend Flókið eins og margt í lífinu Forstjóri Símans telur að salan á Mílu til Ardian yrði jákvæð fyrir samkeppni á íslenskum fjarksiptamarkaði. „Ég held að aðalmálið sé að líta á það hvaða áhrif kaup eins og þessi hafa á neytendur á Íslandi og landsmenn. Ég held að það að Míla verði öflugra félag, frjálst undan því að vera í eigu eins af fjarskiptafélögunum sjálfum muni leysa úr læðingi mikinn kraft,“ segir Orri Hauksson forstjóri. Hann sé bjartsýnn á að salan geti gengið eftir. „Við erum búin að fara í gegnum langt ferli á ýmsum sviðum með þessi kaup. Hingað til hefur það gengið eftir, þó að það hafi margt verið flókið. Þetta er líka flókið, eins og margt í lífinu, en við stefnum bara að því að láta þetta fá góða og farsæla lausn.“
Salan á Mílu Fjarskipti Samkeppnismál Síminn Mest lesið Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Neytendur Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent „Ekki bara steypa heldur fólk og framtíð“ Samstarf Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Sjá meira
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent