Ingibjörg: Mér fannst við koma ótrúlega sterkar til baka Árni Jóhannsson skrifar 18. júlí 2022 22:35 Ingibjörg Sigurðardóttir í leik kvöldsins. Vísir/Vilhelm Ingibjörg Sigurðardóttir var að vonum svekkt með að detta út af EM eftir jafntefli við Frakka fyrr í kvöld. Leikurinn endaði 1-1 en sökum þess að Belgar unnu þá þurfa Íslendingar að fara heim. Ingibjörg gat þó tekið mikinn lærdóm af mótinu og var spennt fyrir HM. „Við erum bara gríðarlega svekktar að vera að fara heim af þessu móti en að sama skapi getum við verið stoltar. Við tókum miklum framförum á þessu móti sé tekið mið af síðasta móti“, sagði Ingibjörg þegar hún var spurð að því hvernig tilfinningarnar væru eftir leik. Hún var þá spurð að því hvernig var að koma inn í byrjunarliðið til að taka þátt í varnarleiknum sem hefur þurft að standa vel í mótinu. Hún var einnig spurð að því hvort það hafi komið á óvart að þjálfarinn hafi gert breytingar í varnarlínunni. „Ég var bara mjög ánægð með að hann treysti mér í þetta verkefni og ég reyndi að gefa allt sem ég gat gert í þennan leik og reyndi að koma með eitthvað sem hefur vantað í leikinn. Ég gerði mitt besta en það er erfitt að keppa á móti Guðrúnu og Glódísi sem hafa staðið sig frábærlega. Það kom mér á óvart að það hafi verið breytingar þegar þær hafa staðið sig svona vel. Ég er bara mjög þakklát fyrir það.“ „Ég var bara óvenju róleg fannst mér. Það er erfitt að sitja á bekknum og það er erfitt að fylgjast með stuðningsönnunum og sjá stemmninguna og sjá liðið standa sig vel“, sagði Ingibjörg þegar hún var spurð út í spennustigið í byrjun leiks og hvað hafi farið í gegnum hausinn þegar þær lentu undir eftir 45 sekúndur. „Úff. Það var margt sem fór í gegnum hausinn. Að fá á sig mark svona snemma þá þýðir það að það er nóg eftir og mér fannst við koma ótrúlega sterkar til baka. Ég er mjög stolt af liðinu.“ Að lokum var Ingibjörg spurð út í það hvað hún tæki út úr mótinu og út í spennuna fyrir heimsmeistaramótinu sem Ísland á mikla möguleika á að komast á. „Mikill lærdómur. Ég hef tekið við nýju hlutverki á þessu móti sem hefur verið gríðarlega erfitt en ég hef lært fáránlega mikið af því. Við erum svo bara stoltar fyrir HM. Ég gæti spilað þann leik á morgun.“ Klippa: Ingibjörg Sigurðardóttir eftir leik EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Einkunnir: Margar sem spiluðu vel en Glódís Perla bar af Það var allan tímann ljóst að það yrði á brattann að sækja fyrir íslensku stelpurnar í kvöld gegn gríðarsterku liði Frakklands. Til að gera brekkuna töluvert brattari þá skoruðu Frakkar fyrsta mark leiksins strax áður en fyrsta mínúta leiksins var liðin. 18. júlí 2022 21:50 Twitter um leikinn við Frakka: „Takk stelpur“ Ísland átti séns á að komast áfram í 8-liða úrslit á EM 2022 í Englandi þegar leikið var við sterkt lið Frakka sem þó gerði sex breytingar á liði sínu. Leikurinn endaði 1-1 en Belgar unnu Ítali og því eru Stelpurnar okkar úr leik. Twitter þjóðin var að sjálfsögðu með sínar skoðanir á því sem fór fram. 18. júlí 2022 21:30 Umfjöllun: Ísland-Frakkland 1-1 | Stelpurnar okkar úr leik eftir hetjulega baráttu Ísland er úr leik á EM kvenna í fótbolta eftir 1-1 jafntefli gegn Frakklandi í síðasta liðsins í D-riðli. Franska markið kom á fyrstu mínútu á meðan Ísland jafnaði þegar tæplega 100 mínútur höfðu verið spilaðar. Hetjuleg barátta í dag dugði ekki til og Ísland endar í 3. sæti D-riðils. 18. júlí 2022 21:15 Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Fleiri fréttir Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Sjá meira
„Við erum bara gríðarlega svekktar að vera að fara heim af þessu móti en að sama skapi getum við verið stoltar. Við tókum miklum framförum á þessu móti sé tekið mið af síðasta móti“, sagði Ingibjörg þegar hún var spurð að því hvernig tilfinningarnar væru eftir leik. Hún var þá spurð að því hvernig var að koma inn í byrjunarliðið til að taka þátt í varnarleiknum sem hefur þurft að standa vel í mótinu. Hún var einnig spurð að því hvort það hafi komið á óvart að þjálfarinn hafi gert breytingar í varnarlínunni. „Ég var bara mjög ánægð með að hann treysti mér í þetta verkefni og ég reyndi að gefa allt sem ég gat gert í þennan leik og reyndi að koma með eitthvað sem hefur vantað í leikinn. Ég gerði mitt besta en það er erfitt að keppa á móti Guðrúnu og Glódísi sem hafa staðið sig frábærlega. Það kom mér á óvart að það hafi verið breytingar þegar þær hafa staðið sig svona vel. Ég er bara mjög þakklát fyrir það.“ „Ég var bara óvenju róleg fannst mér. Það er erfitt að sitja á bekknum og það er erfitt að fylgjast með stuðningsönnunum og sjá stemmninguna og sjá liðið standa sig vel“, sagði Ingibjörg þegar hún var spurð út í spennustigið í byrjun leiks og hvað hafi farið í gegnum hausinn þegar þær lentu undir eftir 45 sekúndur. „Úff. Það var margt sem fór í gegnum hausinn. Að fá á sig mark svona snemma þá þýðir það að það er nóg eftir og mér fannst við koma ótrúlega sterkar til baka. Ég er mjög stolt af liðinu.“ Að lokum var Ingibjörg spurð út í það hvað hún tæki út úr mótinu og út í spennuna fyrir heimsmeistaramótinu sem Ísland á mikla möguleika á að komast á. „Mikill lærdómur. Ég hef tekið við nýju hlutverki á þessu móti sem hefur verið gríðarlega erfitt en ég hef lært fáránlega mikið af því. Við erum svo bara stoltar fyrir HM. Ég gæti spilað þann leik á morgun.“ Klippa: Ingibjörg Sigurðardóttir eftir leik
EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Einkunnir: Margar sem spiluðu vel en Glódís Perla bar af Það var allan tímann ljóst að það yrði á brattann að sækja fyrir íslensku stelpurnar í kvöld gegn gríðarsterku liði Frakklands. Til að gera brekkuna töluvert brattari þá skoruðu Frakkar fyrsta mark leiksins strax áður en fyrsta mínúta leiksins var liðin. 18. júlí 2022 21:50 Twitter um leikinn við Frakka: „Takk stelpur“ Ísland átti séns á að komast áfram í 8-liða úrslit á EM 2022 í Englandi þegar leikið var við sterkt lið Frakka sem þó gerði sex breytingar á liði sínu. Leikurinn endaði 1-1 en Belgar unnu Ítali og því eru Stelpurnar okkar úr leik. Twitter þjóðin var að sjálfsögðu með sínar skoðanir á því sem fór fram. 18. júlí 2022 21:30 Umfjöllun: Ísland-Frakkland 1-1 | Stelpurnar okkar úr leik eftir hetjulega baráttu Ísland er úr leik á EM kvenna í fótbolta eftir 1-1 jafntefli gegn Frakklandi í síðasta liðsins í D-riðli. Franska markið kom á fyrstu mínútu á meðan Ísland jafnaði þegar tæplega 100 mínútur höfðu verið spilaðar. Hetjuleg barátta í dag dugði ekki til og Ísland endar í 3. sæti D-riðils. 18. júlí 2022 21:15 Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Fleiri fréttir Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Sjá meira
Einkunnir: Margar sem spiluðu vel en Glódís Perla bar af Það var allan tímann ljóst að það yrði á brattann að sækja fyrir íslensku stelpurnar í kvöld gegn gríðarsterku liði Frakklands. Til að gera brekkuna töluvert brattari þá skoruðu Frakkar fyrsta mark leiksins strax áður en fyrsta mínúta leiksins var liðin. 18. júlí 2022 21:50
Twitter um leikinn við Frakka: „Takk stelpur“ Ísland átti séns á að komast áfram í 8-liða úrslit á EM 2022 í Englandi þegar leikið var við sterkt lið Frakka sem þó gerði sex breytingar á liði sínu. Leikurinn endaði 1-1 en Belgar unnu Ítali og því eru Stelpurnar okkar úr leik. Twitter þjóðin var að sjálfsögðu með sínar skoðanir á því sem fór fram. 18. júlí 2022 21:30
Umfjöllun: Ísland-Frakkland 1-1 | Stelpurnar okkar úr leik eftir hetjulega baráttu Ísland er úr leik á EM kvenna í fótbolta eftir 1-1 jafntefli gegn Frakklandi í síðasta liðsins í D-riðli. Franska markið kom á fyrstu mínútu á meðan Ísland jafnaði þegar tæplega 100 mínútur höfðu verið spilaðar. Hetjuleg barátta í dag dugði ekki til og Ísland endar í 3. sæti D-riðils. 18. júlí 2022 21:15