Englendingar og Svíar enn líklegastir til sigurs en Þjóðverjar banka á dyrnar Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 19. júlí 2022 12:31 Þær ensku teljast líklegastar til sigurs á EM á heimavelli. Harriet Lander/Getty Images Nú þegar riðlakeppninni á Evrópumóti kvenna í knattspyrnu er lokið og liðin safna kröftum fyrir átta liða úrslitin sem hefjast á morgun gefst tími til að kíkja stuttlega yfir það hvaða þjóðir teljast líklegastar til sigurs á mótinu. Eins og flestir lesendur ættu að vita féll íslenska liðið úr leik eftir hetjulega baráttu gegn Frökkum í gær. Íslensku stelpurnar töpuðu ekki leik á mótinu, en þrjú jafntefli nægðu ekki til og því er liðið á heimleið. Íslenska liðið var eitt sex liða sem tapaði ekki einum einasta leik í riðlakeppninni, en er fyrsta liðið í sögu EM til að falla úr leik án þess að tapa. Engar líkur á því að sigurstranglegustu þjóðirnar mætist í úrslitum Tölfræðiveitan Gracenote hefur hingað til tekið saman sigurmöguleika hverrar þjóðar fyrir sig á EM, og nú þegar komið er að átta liða úrslitum er engin breyting þar á. Frá því að mótið hófst hafa heimakonur í enska landsliðinu verið taldar sigurstranglegastar á EM. Nú þegar komið er í átta liða úrslitin reiknast sérfræðingum Gracenote svo til að þær ensku eigi 22 prósent líkur á því að fagna sigri á mótinu. Næstar þar á eftir eru stelpurnar í sænska landsliðinu, en sigurlíkur þeirra eru um 21 prósent. Þó eru nákvæmlega engar líkur á því að við munum sjá Englendinga og Svía mætast í úrslitaleik mótsins þar sem þjóðirnar munu mætast í undanúrslitum komist þær áfram úr átta liða úrslitum. Þjóðverjar stökkva upp listann Þá vekur athygli að Þjóðverjar sitja nú í þriðja sæti listans yfir þær þjóðir sem teljast líklegastar til að vinna mótið. Þær þýsku lyfta sér þar með upp fyrir bæði Frakka og ríkjandi Evrópumeistara Hollendinga. Sigurlíkur Þjóðverja er nú 20 prósent, en ástæða þess að liðið lyftir sér upp fyrir Frakka og Hollendinga er sú að síðarnefndu þjóðirnar tvær mætast í átta liða úrslitum. Þá má einnig nefna að Belgar, sem komust í átta liða úrslit á kostnað Íslendinga, eiga minnsta sigurmöguleika, ásamt Austurríki. Sigurlíkur Belgíu og Austurríkis eru taldar vera um eitt prósent. Sigurlíkur þjóðanna England - 22% Svíþjóð - 21% Þýskaland - 20% Frakkland - 16% Holland - 12% Spánn - 7% Belgía - 1% Austurríki - 1% EM 2022 í Englandi Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Sport Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Fleiri fréttir Strembin verkefni hjá Glódísi og Sveindísi Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Orri Steinn og félagar i undanúrslit spænska bikarsins Albert fékk ekki að spila í leiknum sem byrjaði í desember en lauk í febrúar Hætta við leikinn í miðnætursólinni Framarar lausir við Frambanann Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Greindi frá válegum tíðindum Newcastle lét draum Víkings rætast U21-strákarnir í riðli með Frökkum Farinn að sakna landsliðsins eftir nokkurra ára fjarveru Sjá meira
Eins og flestir lesendur ættu að vita féll íslenska liðið úr leik eftir hetjulega baráttu gegn Frökkum í gær. Íslensku stelpurnar töpuðu ekki leik á mótinu, en þrjú jafntefli nægðu ekki til og því er liðið á heimleið. Íslenska liðið var eitt sex liða sem tapaði ekki einum einasta leik í riðlakeppninni, en er fyrsta liðið í sögu EM til að falla úr leik án þess að tapa. Engar líkur á því að sigurstranglegustu þjóðirnar mætist í úrslitum Tölfræðiveitan Gracenote hefur hingað til tekið saman sigurmöguleika hverrar þjóðar fyrir sig á EM, og nú þegar komið er að átta liða úrslitum er engin breyting þar á. Frá því að mótið hófst hafa heimakonur í enska landsliðinu verið taldar sigurstranglegastar á EM. Nú þegar komið er í átta liða úrslitin reiknast sérfræðingum Gracenote svo til að þær ensku eigi 22 prósent líkur á því að fagna sigri á mótinu. Næstar þar á eftir eru stelpurnar í sænska landsliðinu, en sigurlíkur þeirra eru um 21 prósent. Þó eru nákvæmlega engar líkur á því að við munum sjá Englendinga og Svía mætast í úrslitaleik mótsins þar sem þjóðirnar munu mætast í undanúrslitum komist þær áfram úr átta liða úrslitum. Þjóðverjar stökkva upp listann Þá vekur athygli að Þjóðverjar sitja nú í þriðja sæti listans yfir þær þjóðir sem teljast líklegastar til að vinna mótið. Þær þýsku lyfta sér þar með upp fyrir bæði Frakka og ríkjandi Evrópumeistara Hollendinga. Sigurlíkur Þjóðverja er nú 20 prósent, en ástæða þess að liðið lyftir sér upp fyrir Frakka og Hollendinga er sú að síðarnefndu þjóðirnar tvær mætast í átta liða úrslitum. Þá má einnig nefna að Belgar, sem komust í átta liða úrslit á kostnað Íslendinga, eiga minnsta sigurmöguleika, ásamt Austurríki. Sigurlíkur Belgíu og Austurríkis eru taldar vera um eitt prósent. Sigurlíkur þjóðanna England - 22% Svíþjóð - 21% Þýskaland - 20% Frakkland - 16% Holland - 12% Spánn - 7% Belgía - 1% Austurríki - 1%
England - 22% Svíþjóð - 21% Þýskaland - 20% Frakkland - 16% Holland - 12% Spánn - 7% Belgía - 1% Austurríki - 1%
EM 2022 í Englandi Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Sport Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Fleiri fréttir Strembin verkefni hjá Glódísi og Sveindísi Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Orri Steinn og félagar i undanúrslit spænska bikarsins Albert fékk ekki að spila í leiknum sem byrjaði í desember en lauk í febrúar Hætta við leikinn í miðnætursólinni Framarar lausir við Frambanann Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Greindi frá válegum tíðindum Newcastle lét draum Víkings rætast U21-strákarnir í riðli með Frökkum Farinn að sakna landsliðsins eftir nokkurra ára fjarveru Sjá meira