Þeir hafa leikið saman í kvikmyndunum Zoolander 2 og The Secret Life of Walter Mitty en sú síðarnefnda var mest öll tekin upp á Íslandi.
Í Twitter-færslu sem Stiller birti í dag má sjá myndband af þeim félögunum hittast aftur eftir langan aðskilnað.
Had a great 10 year reunion with my old friend @OlafurDarri in one of my favorite places.
— Ben Stiller (@BenStiller) July 19, 2022
So beautiful in #Stykkishólmur #Iceland
I so appreciate all the fans of
#SecretLifeOfWalterMitty. pic.twitter.com/PpdgMpE2lP
Þeir hittust á götum Stykkishólmsbæjar og sáu einhverjir vegfarendur þegar Stiller hljóp í átt að Ólafi og beint í fangið á honum. Ein þeirra sem sá þá félagana áttaði sig ekki á því að þetta væri Ben Stiller sem hljóp til Ólafs. Hún hugsaði með sér hvað Ólafur væri almennilegur við þennan ágenga túrista en þegar Stiller birti myndbandið áttaði hún sig á því hvað hún hafði séð.
Ég horfði á þetta gerast úr svona 15 metra fjarlægð og hugsaði með mér Vá hvað Ólafur Darri er að vera ógeðslega næs við þennan ágenga túrista. https://t.co/BhxzsYoyEi
— Fanney (@fanneybenjamins) July 19, 2022