Segir marga svekkta sem reyna við fasteignamarkaðinn Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 20. júlí 2022 14:09 Hannes segir merki um að það sé að lægja á fasteignamarkaði en það sé of sterkt til orða tekið að segja að markaðurinn sé að kólna. Formaður Félags fasteignasala segir marga sitja eftir með sárt ennið sem gera tilboð í fasteignir eins og staðan er á markaðnum í dag. Þrátt fyrir yfirboð nái þeir ekki að festa kaup á húsnæði, samkeppnin sé of hörð. Í Bítinu á Bylgjunni í gær kvartaði ósáttur faðir yfir ógagnsæi á fasteignamarkaði. Erfitt sé að vita hvort raunverulega hafi komið hærra tilboð eða hvort fasteignasalar séu að etja fólki saman. Sonur hans sé að reyna að kaupa fyrstu íbúð en tilboð hans nái ekki í gegn. Hannes Steindórsson, formaður Félags fasteignasala, ræddi málið í Bítinu í morgun og sagði marga sitja eftir með sárt ennið eins og fasteignamarkaðurinn er í dag. Fimm til tuttugu tilboð berist í hverja fasteign og margir bjóði yfirverð en missi samt af kaupunum. Lokað söluferli þar sem leynd liggur yfir tilboðum annarra sé þó ekki meinsemdin. Vissulega hafi verið skoðað í nokkurn tíma hvort opna eigi ferlið, líkt og gert er í Svíþjóð og Noregi en það leysi ekki þetta vandamál. Opið söluferli hafi einnig sínar neikvæðu hliðar, til dæmis séu tilboð bindandi og ekki hægt að setja fyrirvara sem geti farið illa og endað með lögsóknum. Þau yngri þurfi að keppa við þau eldri Vandamálið sem kaupendur upplifa nú á fasteignamarkaði snúi að framboðinu og harða baráttu um fáa bita. Fasteignafélögin sem kaupi fimm til tíu prósent íbúða til að setja á leigumarkað skapi ekki þessa stöðu heldur eigi fyrstu kaupendur erfitt með að keppa við eldri kaupendur sem eiga meira eigið fé og geta boðið betur en þeir yngri. „Síðastliðin tuttugu ár hefur verið erfitt fyrir fyrstu kaupendur að koma inn á markað. Þrátt fyrir það þá voru sett ný met í fyrra og hittifyrra þar sem fyrstu kaupendur fóru upp í 35 prósent af kaupendum," segir Hannes og bætir við að staðan hafi ekki orðið auðveldari eftir að Seðlabankinn lækkaði lánaheimild fyrstu kaupenda. Hannes segir ekki hægt að tala um kólnun á markaði þótt einhverjar breytingar séu í sjónmáli. „Það sem hefur gerst er að í staðinn fyrir að það mæti tuttugu pör í opið hús, þá mæta átta. Það er aðeins að lægja," segir Hannes og bætir við máli sínu til stuðnings að nú séu 330 íbúðir í fjölbýli til sölu á höfuðborgarsvæðinu en þær voru 286 fyrir tveimur mánuðum. Þróunin sé hæg en í rétta átt. Fasteignamarkaður Húsnæðismál Tengdar fréttir „Fasteignamarkaðurinn er líkast til að taka stakkaskiptum“ Óverðtryggð lán eru mun hægkvæmari en verðtryggð um þessar mundir, segir í mánaðarskýrslu hagdeildar HMS fyrir júlímánuð. Hlutfall íbúða sem seldist yfir ásettu verði dróst saman í maí og þá fór meðalsölutími íbúða á höfuðborgarsvæðinu úr 35 dögum í 46 daga. 12. júlí 2022 07:48 Vísitala íbúðaverðs ekki hækkað minna síðan í janúar Vísitala íbúðarverðs á höfuðborgarsvæðinu var 941 í júní og hækkaði um 2,2 prósent á milli mánaða. Minni hækkun hefur ekki orðið á milli mánaða síðan í janúar á þessu ári en þá var hún 1,7 prósent. 19. júlí 2022 22:31 Mest lesið Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Í Bítinu á Bylgjunni í gær kvartaði ósáttur faðir yfir ógagnsæi á fasteignamarkaði. Erfitt sé að vita hvort raunverulega hafi komið hærra tilboð eða hvort fasteignasalar séu að etja fólki saman. Sonur hans sé að reyna að kaupa fyrstu íbúð en tilboð hans nái ekki í gegn. Hannes Steindórsson, formaður Félags fasteignasala, ræddi málið í Bítinu í morgun og sagði marga sitja eftir með sárt ennið eins og fasteignamarkaðurinn er í dag. Fimm til tuttugu tilboð berist í hverja fasteign og margir bjóði yfirverð en missi samt af kaupunum. Lokað söluferli þar sem leynd liggur yfir tilboðum annarra sé þó ekki meinsemdin. Vissulega hafi verið skoðað í nokkurn tíma hvort opna eigi ferlið, líkt og gert er í Svíþjóð og Noregi en það leysi ekki þetta vandamál. Opið söluferli hafi einnig sínar neikvæðu hliðar, til dæmis séu tilboð bindandi og ekki hægt að setja fyrirvara sem geti farið illa og endað með lögsóknum. Þau yngri þurfi að keppa við þau eldri Vandamálið sem kaupendur upplifa nú á fasteignamarkaði snúi að framboðinu og harða baráttu um fáa bita. Fasteignafélögin sem kaupi fimm til tíu prósent íbúða til að setja á leigumarkað skapi ekki þessa stöðu heldur eigi fyrstu kaupendur erfitt með að keppa við eldri kaupendur sem eiga meira eigið fé og geta boðið betur en þeir yngri. „Síðastliðin tuttugu ár hefur verið erfitt fyrir fyrstu kaupendur að koma inn á markað. Þrátt fyrir það þá voru sett ný met í fyrra og hittifyrra þar sem fyrstu kaupendur fóru upp í 35 prósent af kaupendum," segir Hannes og bætir við að staðan hafi ekki orðið auðveldari eftir að Seðlabankinn lækkaði lánaheimild fyrstu kaupenda. Hannes segir ekki hægt að tala um kólnun á markaði þótt einhverjar breytingar séu í sjónmáli. „Það sem hefur gerst er að í staðinn fyrir að það mæti tuttugu pör í opið hús, þá mæta átta. Það er aðeins að lægja," segir Hannes og bætir við máli sínu til stuðnings að nú séu 330 íbúðir í fjölbýli til sölu á höfuðborgarsvæðinu en þær voru 286 fyrir tveimur mánuðum. Þróunin sé hæg en í rétta átt.
Fasteignamarkaður Húsnæðismál Tengdar fréttir „Fasteignamarkaðurinn er líkast til að taka stakkaskiptum“ Óverðtryggð lán eru mun hægkvæmari en verðtryggð um þessar mundir, segir í mánaðarskýrslu hagdeildar HMS fyrir júlímánuð. Hlutfall íbúða sem seldist yfir ásettu verði dróst saman í maí og þá fór meðalsölutími íbúða á höfuðborgarsvæðinu úr 35 dögum í 46 daga. 12. júlí 2022 07:48 Vísitala íbúðaverðs ekki hækkað minna síðan í janúar Vísitala íbúðarverðs á höfuðborgarsvæðinu var 941 í júní og hækkaði um 2,2 prósent á milli mánaða. Minni hækkun hefur ekki orðið á milli mánaða síðan í janúar á þessu ári en þá var hún 1,7 prósent. 19. júlí 2022 22:31 Mest lesið Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
„Fasteignamarkaðurinn er líkast til að taka stakkaskiptum“ Óverðtryggð lán eru mun hægkvæmari en verðtryggð um þessar mundir, segir í mánaðarskýrslu hagdeildar HMS fyrir júlímánuð. Hlutfall íbúða sem seldist yfir ásettu verði dróst saman í maí og þá fór meðalsölutími íbúða á höfuðborgarsvæðinu úr 35 dögum í 46 daga. 12. júlí 2022 07:48
Vísitala íbúðaverðs ekki hækkað minna síðan í janúar Vísitala íbúðarverðs á höfuðborgarsvæðinu var 941 í júní og hækkaði um 2,2 prósent á milli mánaða. Minni hækkun hefur ekki orðið á milli mánaða síðan í janúar á þessu ári en þá var hún 1,7 prósent. 19. júlí 2022 22:31