Segir marga svekkta sem reyna við fasteignamarkaðinn Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 20. júlí 2022 14:09 Hannes segir merki um að það sé að lægja á fasteignamarkaði en það sé of sterkt til orða tekið að segja að markaðurinn sé að kólna. Formaður Félags fasteignasala segir marga sitja eftir með sárt ennið sem gera tilboð í fasteignir eins og staðan er á markaðnum í dag. Þrátt fyrir yfirboð nái þeir ekki að festa kaup á húsnæði, samkeppnin sé of hörð. Í Bítinu á Bylgjunni í gær kvartaði ósáttur faðir yfir ógagnsæi á fasteignamarkaði. Erfitt sé að vita hvort raunverulega hafi komið hærra tilboð eða hvort fasteignasalar séu að etja fólki saman. Sonur hans sé að reyna að kaupa fyrstu íbúð en tilboð hans nái ekki í gegn. Hannes Steindórsson, formaður Félags fasteignasala, ræddi málið í Bítinu í morgun og sagði marga sitja eftir með sárt ennið eins og fasteignamarkaðurinn er í dag. Fimm til tuttugu tilboð berist í hverja fasteign og margir bjóði yfirverð en missi samt af kaupunum. Lokað söluferli þar sem leynd liggur yfir tilboðum annarra sé þó ekki meinsemdin. Vissulega hafi verið skoðað í nokkurn tíma hvort opna eigi ferlið, líkt og gert er í Svíþjóð og Noregi en það leysi ekki þetta vandamál. Opið söluferli hafi einnig sínar neikvæðu hliðar, til dæmis séu tilboð bindandi og ekki hægt að setja fyrirvara sem geti farið illa og endað með lögsóknum. Þau yngri þurfi að keppa við þau eldri Vandamálið sem kaupendur upplifa nú á fasteignamarkaði snúi að framboðinu og harða baráttu um fáa bita. Fasteignafélögin sem kaupi fimm til tíu prósent íbúða til að setja á leigumarkað skapi ekki þessa stöðu heldur eigi fyrstu kaupendur erfitt með að keppa við eldri kaupendur sem eiga meira eigið fé og geta boðið betur en þeir yngri. „Síðastliðin tuttugu ár hefur verið erfitt fyrir fyrstu kaupendur að koma inn á markað. Þrátt fyrir það þá voru sett ný met í fyrra og hittifyrra þar sem fyrstu kaupendur fóru upp í 35 prósent af kaupendum," segir Hannes og bætir við að staðan hafi ekki orðið auðveldari eftir að Seðlabankinn lækkaði lánaheimild fyrstu kaupenda. Hannes segir ekki hægt að tala um kólnun á markaði þótt einhverjar breytingar séu í sjónmáli. „Það sem hefur gerst er að í staðinn fyrir að það mæti tuttugu pör í opið hús, þá mæta átta. Það er aðeins að lægja," segir Hannes og bætir við máli sínu til stuðnings að nú séu 330 íbúðir í fjölbýli til sölu á höfuðborgarsvæðinu en þær voru 286 fyrir tveimur mánuðum. Þróunin sé hæg en í rétta átt. Fasteignamarkaður Húsnæðismál Tengdar fréttir „Fasteignamarkaðurinn er líkast til að taka stakkaskiptum“ Óverðtryggð lán eru mun hægkvæmari en verðtryggð um þessar mundir, segir í mánaðarskýrslu hagdeildar HMS fyrir júlímánuð. Hlutfall íbúða sem seldist yfir ásettu verði dróst saman í maí og þá fór meðalsölutími íbúða á höfuðborgarsvæðinu úr 35 dögum í 46 daga. 12. júlí 2022 07:48 Vísitala íbúðaverðs ekki hækkað minna síðan í janúar Vísitala íbúðarverðs á höfuðborgarsvæðinu var 941 í júní og hækkaði um 2,2 prósent á milli mánaða. Minni hækkun hefur ekki orðið á milli mánaða síðan í janúar á þessu ári en þá var hún 1,7 prósent. 19. júlí 2022 22:31 Mest lesið Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Sjá meira
Í Bítinu á Bylgjunni í gær kvartaði ósáttur faðir yfir ógagnsæi á fasteignamarkaði. Erfitt sé að vita hvort raunverulega hafi komið hærra tilboð eða hvort fasteignasalar séu að etja fólki saman. Sonur hans sé að reyna að kaupa fyrstu íbúð en tilboð hans nái ekki í gegn. Hannes Steindórsson, formaður Félags fasteignasala, ræddi málið í Bítinu í morgun og sagði marga sitja eftir með sárt ennið eins og fasteignamarkaðurinn er í dag. Fimm til tuttugu tilboð berist í hverja fasteign og margir bjóði yfirverð en missi samt af kaupunum. Lokað söluferli þar sem leynd liggur yfir tilboðum annarra sé þó ekki meinsemdin. Vissulega hafi verið skoðað í nokkurn tíma hvort opna eigi ferlið, líkt og gert er í Svíþjóð og Noregi en það leysi ekki þetta vandamál. Opið söluferli hafi einnig sínar neikvæðu hliðar, til dæmis séu tilboð bindandi og ekki hægt að setja fyrirvara sem geti farið illa og endað með lögsóknum. Þau yngri þurfi að keppa við þau eldri Vandamálið sem kaupendur upplifa nú á fasteignamarkaði snúi að framboðinu og harða baráttu um fáa bita. Fasteignafélögin sem kaupi fimm til tíu prósent íbúða til að setja á leigumarkað skapi ekki þessa stöðu heldur eigi fyrstu kaupendur erfitt með að keppa við eldri kaupendur sem eiga meira eigið fé og geta boðið betur en þeir yngri. „Síðastliðin tuttugu ár hefur verið erfitt fyrir fyrstu kaupendur að koma inn á markað. Þrátt fyrir það þá voru sett ný met í fyrra og hittifyrra þar sem fyrstu kaupendur fóru upp í 35 prósent af kaupendum," segir Hannes og bætir við að staðan hafi ekki orðið auðveldari eftir að Seðlabankinn lækkaði lánaheimild fyrstu kaupenda. Hannes segir ekki hægt að tala um kólnun á markaði þótt einhverjar breytingar séu í sjónmáli. „Það sem hefur gerst er að í staðinn fyrir að það mæti tuttugu pör í opið hús, þá mæta átta. Það er aðeins að lægja," segir Hannes og bætir við máli sínu til stuðnings að nú séu 330 íbúðir í fjölbýli til sölu á höfuðborgarsvæðinu en þær voru 286 fyrir tveimur mánuðum. Þróunin sé hæg en í rétta átt.
Fasteignamarkaður Húsnæðismál Tengdar fréttir „Fasteignamarkaðurinn er líkast til að taka stakkaskiptum“ Óverðtryggð lán eru mun hægkvæmari en verðtryggð um þessar mundir, segir í mánaðarskýrslu hagdeildar HMS fyrir júlímánuð. Hlutfall íbúða sem seldist yfir ásettu verði dróst saman í maí og þá fór meðalsölutími íbúða á höfuðborgarsvæðinu úr 35 dögum í 46 daga. 12. júlí 2022 07:48 Vísitala íbúðaverðs ekki hækkað minna síðan í janúar Vísitala íbúðarverðs á höfuðborgarsvæðinu var 941 í júní og hækkaði um 2,2 prósent á milli mánaða. Minni hækkun hefur ekki orðið á milli mánaða síðan í janúar á þessu ári en þá var hún 1,7 prósent. 19. júlí 2022 22:31 Mest lesið Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Sjá meira
„Fasteignamarkaðurinn er líkast til að taka stakkaskiptum“ Óverðtryggð lán eru mun hægkvæmari en verðtryggð um þessar mundir, segir í mánaðarskýrslu hagdeildar HMS fyrir júlímánuð. Hlutfall íbúða sem seldist yfir ásettu verði dróst saman í maí og þá fór meðalsölutími íbúða á höfuðborgarsvæðinu úr 35 dögum í 46 daga. 12. júlí 2022 07:48
Vísitala íbúðaverðs ekki hækkað minna síðan í janúar Vísitala íbúðarverðs á höfuðborgarsvæðinu var 941 í júní og hækkaði um 2,2 prósent á milli mánaða. Minni hækkun hefur ekki orðið á milli mánaða síðan í janúar á þessu ári en þá var hún 1,7 prósent. 19. júlí 2022 22:31